Liverpool-draumur varð að veruleika Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. október 2023 08:31 Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús aðstoðaði tíu ára fótboltastelpu að breyta og bæta herbergið hennar í fyrsta þætti af fjórðu þáttaröðinni sem fór í loftið í dag. Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús aðstoðaði tíu ára fótboltastelpu að breyta og bæta herbergið hennar í fyrsta þætti af fjórðu þáttaröðinni sem fór í loftið á Vísi á laugardaginn. Í þættinum kynntumst við hinni tíu ára Kristínu Maríu, fótboltastelpu í Breiðholti, sem dreymir um að hafa allt í Liverpool-þema og notalegheitum. Þættirnir verða 6 rétt eins og í hinum seríunum og koma inn vikulega á Vísi og á Stöð2+. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Við gefum Soffíu Dögg orðið. Herbergið er fyrir með rúmi og skrifborði og gamall fataskápur sem þær mæðgur voru sammála um að mætti missa sín, þar sem fatnaðurinn er að miklu leyti í sameiginlegu fataherbergi. Það er alltaf svo gott að ræða saman um það sem má fara, og vega og meta hvað það er sem að þarf inni í rýminu. Skrifborðið var t.d. orðið frekar lítið, eins og sést á myndinni þá var það alveg fullt og því var greinilega þörf á meira borðplássi. Eins eru skúffur oft þægilegri til að skipuleggja sig í, og því komu kommóður strax frekar til greina en skápur. Stærra rúm var líka á óskalistanum og alvöru gamerstóll. Eftirlætislitur Kristínar er svartur og grænn og því þurfti að spá í hvaða litur yrði fyrir valinu á veggina. Strax og talið barst að grænum þá sá ég fyrir mér nokkra fallega græna liti frá Slippfélaginu Þarna var ég að hugsa um grænan á veggina og húsgögn í svörtum litum, svo vissi ég að rauður kæmi inn í rýmið með Liverpool-ástinni. Það er því óhætt að segja að Kristín hafi komið mér skemmtilega á óvart þegar hún valdi svo Langasand á veggina, sem er mjög fallegur brúnn litur. Barnaherbergi eru og verða alltaf ein skemmtilegustu rýmin til þess að plana og um að gera að njóta þess. Það þarf ekkert allt að vera barnadót sem fer þar inn og oft er það fallegt að blanda með hlutum sem eiga eftir að nýtast áfram þegar fram líða stundir. Takk elsku Kristín María (og mamma og pabbi) fyrir að treysta mér fyrir rýminu ykkar. Færsluna hennar Soffíu Daggar má sjá í heild sinni á síðunni hennar, skreytumhus.is Skreytum hús Krakkar Reykjavík Tengdar fréttir Skreytum hús: Húsbíll Bylgjulestarinnar tekinn í gegn Í fyrsta örþætti í fjórðu seríu af Skreytum hús tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir húsbíl Bylgjulestarinnar í gegn. 3. ágúst 2023 11:17 Vilt þú taka þátt í fjórðu þáttaröð af Skreytum hús? Vísir leitar nú að þátttakendum fyrir fjórðu þáttaröðina af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun. 16. júní 2023 17:01 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Í þættinum kynntumst við hinni tíu ára Kristínu Maríu, fótboltastelpu í Breiðholti, sem dreymir um að hafa allt í Liverpool-þema og notalegheitum. Þættirnir verða 6 rétt eins og í hinum seríunum og koma inn vikulega á Vísi og á Stöð2+. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Við gefum Soffíu Dögg orðið. Herbergið er fyrir með rúmi og skrifborði og gamall fataskápur sem þær mæðgur voru sammála um að mætti missa sín, þar sem fatnaðurinn er að miklu leyti í sameiginlegu fataherbergi. Það er alltaf svo gott að ræða saman um það sem má fara, og vega og meta hvað það er sem að þarf inni í rýminu. Skrifborðið var t.d. orðið frekar lítið, eins og sést á myndinni þá var það alveg fullt og því var greinilega þörf á meira borðplássi. Eins eru skúffur oft þægilegri til að skipuleggja sig í, og því komu kommóður strax frekar til greina en skápur. Stærra rúm var líka á óskalistanum og alvöru gamerstóll. Eftirlætislitur Kristínar er svartur og grænn og því þurfti að spá í hvaða litur yrði fyrir valinu á veggina. Strax og talið barst að grænum þá sá ég fyrir mér nokkra fallega græna liti frá Slippfélaginu Þarna var ég að hugsa um grænan á veggina og húsgögn í svörtum litum, svo vissi ég að rauður kæmi inn í rýmið með Liverpool-ástinni. Það er því óhætt að segja að Kristín hafi komið mér skemmtilega á óvart þegar hún valdi svo Langasand á veggina, sem er mjög fallegur brúnn litur. Barnaherbergi eru og verða alltaf ein skemmtilegustu rýmin til þess að plana og um að gera að njóta þess. Það þarf ekkert allt að vera barnadót sem fer þar inn og oft er það fallegt að blanda með hlutum sem eiga eftir að nýtast áfram þegar fram líða stundir. Takk elsku Kristín María (og mamma og pabbi) fyrir að treysta mér fyrir rýminu ykkar. Færsluna hennar Soffíu Daggar má sjá í heild sinni á síðunni hennar, skreytumhus.is
Skreytum hús Krakkar Reykjavík Tengdar fréttir Skreytum hús: Húsbíll Bylgjulestarinnar tekinn í gegn Í fyrsta örþætti í fjórðu seríu af Skreytum hús tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir húsbíl Bylgjulestarinnar í gegn. 3. ágúst 2023 11:17 Vilt þú taka þátt í fjórðu þáttaröð af Skreytum hús? Vísir leitar nú að þátttakendum fyrir fjórðu þáttaröðina af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun. 16. júní 2023 17:01 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Skreytum hús: Húsbíll Bylgjulestarinnar tekinn í gegn Í fyrsta örþætti í fjórðu seríu af Skreytum hús tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir húsbíl Bylgjulestarinnar í gegn. 3. ágúst 2023 11:17
Vilt þú taka þátt í fjórðu þáttaröð af Skreytum hús? Vísir leitar nú að þátttakendum fyrir fjórðu þáttaröðina af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun. 16. júní 2023 17:01