„Gríðarlega þakklát fyrir traustið“ Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2023 21:22 Sædís Rún Heiðarsdóttir stóð sig vel í fyrsta byrjunarliðsleiknum fyrir A-landslið Íslands í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Mjög súrt,“ sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir um 1-0 tapið gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Sædísar í byrjunarliði A-landsliðs Íslands. Hin 19 ára Sædís er bakvörður Stjörnunnar, uppalin í Ólafsvík, og var fyrirliði U19-landsliðs Íslands í lokakeppni EM í sumar. Hún þekkir því vel að klæðast landsliðsbúningnum en í kvöld spilaði hún í fyrsta sinn á Laugardalsvelli fyrir A-landsliðið, eftir að hafa komið inn á sem varamaður úti í Þýskalandi í síðasta mánuði í fyrsta A-landsleik sínum. „Ég er gríðarlega þakklát fyrir traustið og kann virkilega vel að meta það. Fyrst og fremst var ég að njóta þess að spila, þetta er bara fótbolti, og ég er hérna af ástæðu. Ég reyndi bara að hugsa ekki of mikið,“ sagði Sædís um það hvernig verið hefði að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Tapið, eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins, skyggði hins vegar á gleðina yfir tækifærinu stóra sem hún fékk í kvöld: „Sérstaklega þar sem mér fannst við ná að halda ágætlega vel í boltann. Fótbolti er grimm íþrótt og það eru smáatriði sem skipta máli. Það er alltaf hægt að gera eitthvað betur. Halda boltanum betur, velja mómentin okkar og þreyta þær. Mér fannst við samt sem áður halda betur í boltann en til dæmis í síðasta leik, og það er eitthvað sem við getum horft til,“ sagði Sædís í viðtali við Stöð 2 og Vísi eftir leik. Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi á þriðjudagskvöld en bilið upp í Danmörku og Þýskaland virðist nú orðið langsótt að brúa. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og ná í þrjú stig. Það er bara markmiðið áfram,“ sagði Sædís. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Agla María: Spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið „Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum. 27. október 2023 21:18 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Hin 19 ára Sædís er bakvörður Stjörnunnar, uppalin í Ólafsvík, og var fyrirliði U19-landsliðs Íslands í lokakeppni EM í sumar. Hún þekkir því vel að klæðast landsliðsbúningnum en í kvöld spilaði hún í fyrsta sinn á Laugardalsvelli fyrir A-landsliðið, eftir að hafa komið inn á sem varamaður úti í Þýskalandi í síðasta mánuði í fyrsta A-landsleik sínum. „Ég er gríðarlega þakklát fyrir traustið og kann virkilega vel að meta það. Fyrst og fremst var ég að njóta þess að spila, þetta er bara fótbolti, og ég er hérna af ástæðu. Ég reyndi bara að hugsa ekki of mikið,“ sagði Sædís um það hvernig verið hefði að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Tapið, eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins, skyggði hins vegar á gleðina yfir tækifærinu stóra sem hún fékk í kvöld: „Sérstaklega þar sem mér fannst við ná að halda ágætlega vel í boltann. Fótbolti er grimm íþrótt og það eru smáatriði sem skipta máli. Það er alltaf hægt að gera eitthvað betur. Halda boltanum betur, velja mómentin okkar og þreyta þær. Mér fannst við samt sem áður halda betur í boltann en til dæmis í síðasta leik, og það er eitthvað sem við getum horft til,“ sagði Sædís í viðtali við Stöð 2 og Vísi eftir leik. Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi á þriðjudagskvöld en bilið upp í Danmörku og Þýskaland virðist nú orðið langsótt að brúa. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og ná í þrjú stig. Það er bara markmiðið áfram,“ sagði Sædís.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Agla María: Spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið „Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum. 27. október 2023 21:18 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Agla María: Spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið „Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum. 27. október 2023 21:18
Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54