Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2023 20:16 Magnea segir að hjáseta Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hafi verið fylgispekt, meðal annars við Bandaríkin. Stöð 2 Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur var búsett í Jerúsalem um nokkurt skeið. Hún segir ljóst að flest ríki heims vilji ekki að ástandið teygi anga sína víðar. „[Ísraelar] eru náttúrulega að gera það sem þeir segjast hafa ætlað að gera. Þeir eru að sýna Hamas í tvo heimana og eru búnir að reyna að minnsta kosti að rýma svæði þannig að þetta sé mannúðlegur hernaður eins og þeir kalla það. Þrátt fyrir það að það eru óbreyttir borgarar sem falla. Þetta auðvitað hefur áhrif. Það er ljóst að flestir vilji ekki að þetta fari úr böndunum. “ Ástandið ekki leyst með hernaði Bandaríkjamenn séu til að mynda búnir að senda flugmóðurskip til Ísrael. Þá hafi Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagt að Hamas væru ekki til sem samtök ef Íran hefði ekki stutt við bakið á þeim. „Það er búið að senda skilaboð. En það sem er á sama tíma að gerast er að svona ástand er ekki leyst með hernaði, það er nokkuð ljóst. Þar af leiðandi, og líka þegar þú ferð inn með þessum landhernaði og þessum mikla hernaði, þá réttlætir það frekari árásir þeirra sem standa með Hamas,“ segir Magnea og tekur Hezbollah-samtökin sem dæmi. Hún segir að þjóðarleiðtogar hafi reynt að leggja sitt af mörkum, til að mynda utanríkisráðherra Spánar, sem boðist hefur til að halda friðarviðræður. Ástandið hafi áhrif á samskipti fjölmargra ríkja, og þá megi nefna framtíðarviðræður Bandaríkjanna við Sádí-Arabíu, hvaða skilaboð verði send til Íran og svo áfram mætti halda. „Þetta er náttúrulega fylgispekt“ Hún telur að afstaða Íslendinga skipti máli, en Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa í gærkvöldi. „Vissulega hefur Ísland mikið að segja. Ég tek undir það að Ísland hafi alveg getað samþykkt þessa ályktun, þar sem þeir ákváðu að sitja hjá. Þeir geta í raun og veru staðið með mannúð hundrað prósent. Þeir eru búnir að fordæma hryðjuverk Hamas. Ef þeir hefðu viljað ítreka það þá hefðu þeir gert það í ræðu og það hefði farið í skjalasafnið hjá Sameinuðu þjóðunum; að Íslendingar hefðu ítrekað það. En þetta er náttúrulega fylgispekt, og meðal annars við Bandaríkin.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Utanríkismál Tengdar fréttir Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur var búsett í Jerúsalem um nokkurt skeið. Hún segir ljóst að flest ríki heims vilji ekki að ástandið teygi anga sína víðar. „[Ísraelar] eru náttúrulega að gera það sem þeir segjast hafa ætlað að gera. Þeir eru að sýna Hamas í tvo heimana og eru búnir að reyna að minnsta kosti að rýma svæði þannig að þetta sé mannúðlegur hernaður eins og þeir kalla það. Þrátt fyrir það að það eru óbreyttir borgarar sem falla. Þetta auðvitað hefur áhrif. Það er ljóst að flestir vilji ekki að þetta fari úr böndunum. “ Ástandið ekki leyst með hernaði Bandaríkjamenn séu til að mynda búnir að senda flugmóðurskip til Ísrael. Þá hafi Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagt að Hamas væru ekki til sem samtök ef Íran hefði ekki stutt við bakið á þeim. „Það er búið að senda skilaboð. En það sem er á sama tíma að gerast er að svona ástand er ekki leyst með hernaði, það er nokkuð ljóst. Þar af leiðandi, og líka þegar þú ferð inn með þessum landhernaði og þessum mikla hernaði, þá réttlætir það frekari árásir þeirra sem standa með Hamas,“ segir Magnea og tekur Hezbollah-samtökin sem dæmi. Hún segir að þjóðarleiðtogar hafi reynt að leggja sitt af mörkum, til að mynda utanríkisráðherra Spánar, sem boðist hefur til að halda friðarviðræður. Ástandið hafi áhrif á samskipti fjölmargra ríkja, og þá megi nefna framtíðarviðræður Bandaríkjanna við Sádí-Arabíu, hvaða skilaboð verði send til Íran og svo áfram mætti halda. „Þetta er náttúrulega fylgispekt“ Hún telur að afstaða Íslendinga skipti máli, en Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa í gærkvöldi. „Vissulega hefur Ísland mikið að segja. Ég tek undir það að Ísland hafi alveg getað samþykkt þessa ályktun, þar sem þeir ákváðu að sitja hjá. Þeir geta í raun og veru staðið með mannúð hundrað prósent. Þeir eru búnir að fordæma hryðjuverk Hamas. Ef þeir hefðu viljað ítreka það þá hefðu þeir gert það í ræðu og það hefði farið í skjalasafnið hjá Sameinuðu þjóðunum; að Íslendingar hefðu ítrekað það. En þetta er náttúrulega fylgispekt, og meðal annars við Bandaríkin.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Utanríkismál Tengdar fréttir Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01
„Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41
Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent