Leikur Nottingham Panthers og Sheffiled Steelers var stöðvaður á 35. mínútu á meðan hinn 29 ára gamli Adam Johnson fékk aðhlynningu frá sjúkraliðum á ísnum.
Nottingham Panthers sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kemur fram að liðið sé harmi slegið eftir fregnirnar af því að Bandaríkjamaðurinn Adam Johnson hafi látist í þessu hörmulega slysi.
The Nottingham Panthers are truly devastated to announce that Adam Johnson has tragically passed away following a freak accident at the game in Sheffield last night. pic.twitter.com/lhSOkDu03Q
— The Nottingham Panthers (@PanthersIHC) October 29, 2023
„Allir hjá Nottingham Panthers eru miður sín yfir því að tilkynna að Adam Johnson hafi látist eftir hræðilegt slys í leiknum í Sheffield í gærkvöldi,“ segir í tilkynningu Nottingham Panthers.
„Panthers vilja senda fjölskyldu, kærustu og öllum vinum Johnson okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum.“
„Adam, sem lék í treyju númer 47 fyrir okkur, var ekki aðeins frábær íshokkíleikmaður, heldur einnig frábær liðsmaður og mögnuð persóna sem átti allt lífið framundan.“
„Leikmenn, starfsfólk, þjálfarateymi, eigendur og allir hjá félaginu eru miður sín yfir fréttum af andláti Adams.“
Í kjölfar fregnanna af andláti Adams Johnson sendi EIHL, íshokkídeildin í Bretlandi, frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um að öllum leikjum dagsins í dag hafi verið frestað í ljósi þessara hræðilegu frétta.