Björgvin Karl: Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2023 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson náði bara tólfta sætinu á Rogue Invitational stórmótinu. Instagram/@bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í tólfta sæti á Rogue Invitational stórmótinu sem fór fram í Texas um helgina. Björgvin viðurkennir það að þessi niðurstaða hafi vissulega verið vonbrigði fyrir sig. Hann var lengi inn á topp tíu í keppninni en datt niður í tólfa sætið á lokadeginum. Kanadamaðurinn Patrick Vellner vann mótið með 650 stig en heimsmeistarinn Jeffrey Adler varð annar með 640 stig. Þriðji varð Roman Khrennikov, fyrrum skjólstæðingur Snorra Baróns Jónssonar, en annar skjólstæðingur hans Ricky Gerrard varð fimmti. Björgvin Karl fékk 475 stig, hann var tíu stigum frá ellefta sætinu og 55 stigum frá því að komast inn á topp tíu listann. Björgvin gerði upp mótið sem stuttum pistli á samfélagsmiðlum. „Rogue Invitational mótið að baki. Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir en ég get samt tekið með mér fullt af góðum hlutum en líka hluti sem ég þar að laga eins og réttstöðulyftan,“ skrifaði Björgvin Karl og bætti við grátbrosandi broskarli. „Ef ég segi samt alveg eins og er þá er ég mjög ánægður með hvernig bakið mitt hélt. Þessi helgi var alvöru próf fyrir bakið. Ég ætla ekki að hafa þetta langt en ég get lofað ykkur því að ég verða mættur í líkamsræktarsalinn eftir nokkra daga til leggja meira á mig sem aldrei fyrr,“ skrifaði Björgvin. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli stærstan hluta ársins og þessi meiðsli háðu honum talsvert í undirbúningnum fyrir heimsleikana sem og á heimsleikunum sjálfum. „Ég vil þakka þjálfara mínum Jami Tikkanen fyrir hans endalausu vinnu, trú hans á mér og okkar frábæru vináttu. Þessi maður er goðsögn,“ skrifaði Björgvin en Jami Tikkanen þjálfar einnig Anníe Mist eins og hann hefur gert í miklu meira en áratug. „Ég vil líka þakka öllum sem komu til horfa og studdu við bakið á okkur þessa helgi. Ég veit að veðrið var ekki sem best en ég vona að þið hafið notið keppninnar,“ skrifaði Björgvin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Björgvin viðurkennir það að þessi niðurstaða hafi vissulega verið vonbrigði fyrir sig. Hann var lengi inn á topp tíu í keppninni en datt niður í tólfa sætið á lokadeginum. Kanadamaðurinn Patrick Vellner vann mótið með 650 stig en heimsmeistarinn Jeffrey Adler varð annar með 640 stig. Þriðji varð Roman Khrennikov, fyrrum skjólstæðingur Snorra Baróns Jónssonar, en annar skjólstæðingur hans Ricky Gerrard varð fimmti. Björgvin Karl fékk 475 stig, hann var tíu stigum frá ellefta sætinu og 55 stigum frá því að komast inn á topp tíu listann. Björgvin gerði upp mótið sem stuttum pistli á samfélagsmiðlum. „Rogue Invitational mótið að baki. Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir en ég get samt tekið með mér fullt af góðum hlutum en líka hluti sem ég þar að laga eins og réttstöðulyftan,“ skrifaði Björgvin Karl og bætti við grátbrosandi broskarli. „Ef ég segi samt alveg eins og er þá er ég mjög ánægður með hvernig bakið mitt hélt. Þessi helgi var alvöru próf fyrir bakið. Ég ætla ekki að hafa þetta langt en ég get lofað ykkur því að ég verða mættur í líkamsræktarsalinn eftir nokkra daga til leggja meira á mig sem aldrei fyrr,“ skrifaði Björgvin. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli stærstan hluta ársins og þessi meiðsli háðu honum talsvert í undirbúningnum fyrir heimsleikana sem og á heimsleikunum sjálfum. „Ég vil þakka þjálfara mínum Jami Tikkanen fyrir hans endalausu vinnu, trú hans á mér og okkar frábæru vináttu. Þessi maður er goðsögn,“ skrifaði Björgvin en Jami Tikkanen þjálfar einnig Anníe Mist eins og hann hefur gert í miklu meira en áratug. „Ég vil líka þakka öllum sem komu til horfa og studdu við bakið á okkur þessa helgi. Ég veit að veðrið var ekki sem best en ég vona að þið hafið notið keppninnar,“ skrifaði Björgvin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira