12 milljarðar = fæðuöryggi tryggt Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 31. október 2023 10:30 Undirritaður sat afar kröftugan og upplýsandi baráttufund Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Salnum í Kópavogi þann 26. október sl. Ég vil byrja á að hrósa ungum bændum fyrir framkvæmd fundarins á allan hátt og hve framsögur þeirra sem fram komu voru vandaðar og málefnalega sett fram. Framtíðin er björt með þetta frambærilega fólk í stafni íslensk landbúnaðar og íslensk samfélags. Það þarf að stokka spilin í því umhverfi sem samfélagið bý landbúnaði á Íslandi. Það vantar ekki hyggjuvit í bændastétt, útsjónarsemi eða dugnað. Það sem vantar er að við horfumst í augu við aðstæður og þær staðreyndir sem nú eru komin upp á yfirborðið. Lengi hefur verið sagt að íslenskur landbúnaður búi við ofur styrki hins opinbera, við skoðun standast þær fullyrðingar ekki. Íslenskur landbúnaður og þær afurðir sem til verða í þeirri framleiðslugrein er gæðavara, hrein afurð sem byggir á hreinu loftslagi, hreinu vatni og lítilli sýklalyfjanotkun og útkoman eru matvæli í heimsklassa. Á það hefur verið bent að það vanti mögulega um 12 milljarða inn í landbúnaðarkerfið til þess að staða bænda styrkist. Mikilvægt er rýna þá tölu vel en ef 12 milljarðar eru rétta talan þá eru 12 milljarðar gott fólk smáaurar í stóra samhengi hlutanna þegar matvælaöryggi heillar þjóðar er um að ræða. Ég skora að ríkisvaldið, matvælaráðherra og fjármálaráðherra, með fulltingi þingmanna allra að grípa í taumana, setja aukið fjármagn í okkar einstaka landbúnað og skapa jafnframt Byggðarstofnun svigrúm til að koma með sértækar aðgerðir til handa skuldsettum búum á landinu. Ég er handviss um að við almenningur í landinu munum styðja slíkar aðgerðir, núna er tíminn ! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undirritaður sat afar kröftugan og upplýsandi baráttufund Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Salnum í Kópavogi þann 26. október sl. Ég vil byrja á að hrósa ungum bændum fyrir framkvæmd fundarins á allan hátt og hve framsögur þeirra sem fram komu voru vandaðar og málefnalega sett fram. Framtíðin er björt með þetta frambærilega fólk í stafni íslensk landbúnaðar og íslensk samfélags. Það þarf að stokka spilin í því umhverfi sem samfélagið bý landbúnaði á Íslandi. Það vantar ekki hyggjuvit í bændastétt, útsjónarsemi eða dugnað. Það sem vantar er að við horfumst í augu við aðstæður og þær staðreyndir sem nú eru komin upp á yfirborðið. Lengi hefur verið sagt að íslenskur landbúnaður búi við ofur styrki hins opinbera, við skoðun standast þær fullyrðingar ekki. Íslenskur landbúnaður og þær afurðir sem til verða í þeirri framleiðslugrein er gæðavara, hrein afurð sem byggir á hreinu loftslagi, hreinu vatni og lítilli sýklalyfjanotkun og útkoman eru matvæli í heimsklassa. Á það hefur verið bent að það vanti mögulega um 12 milljarða inn í landbúnaðarkerfið til þess að staða bænda styrkist. Mikilvægt er rýna þá tölu vel en ef 12 milljarðar eru rétta talan þá eru 12 milljarðar gott fólk smáaurar í stóra samhengi hlutanna þegar matvælaöryggi heillar þjóðar er um að ræða. Ég skora að ríkisvaldið, matvælaráðherra og fjármálaráðherra, með fulltingi þingmanna allra að grípa í taumana, setja aukið fjármagn í okkar einstaka landbúnað og skapa jafnframt Byggðarstofnun svigrúm til að koma með sértækar aðgerðir til handa skuldsettum búum á landinu. Ég er handviss um að við almenningur í landinu munum styðja slíkar aðgerðir, núna er tíminn ! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar