Í fréttaskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nokkrir hafi verið fluttir á slysadeild með minni háttar meiðsli vegna árekstursins.
Þó nokkuð var um innbrot og þjófnað í höfuðborginni í dag. Lögreglu var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í geymslu í fjölbýlishúsi. Aðilar voru farnir þegar lögregla kom á vettvang. Þá var tilkynnt um innbrot í húsi sem verið væri að gera upp og annað á vinnusvæði. Málin eru í rannsókn.
Tilkynnt var um þjófnað á veitingahúsi þar sem aðila var haldið niðri þar til lögregla kom á vettvang. Málið er í rannsókn. Þá var tilkynnt um þjófnað á bifreið af verkstæði. Loks var lögreglu tilkynnt um eignaspjöll á rúðu í hurð í fjölbýli. Málið er í rannsókn.
Lögregla stöðvaði ökumann sem hafði ekið á móti einstefnu. Aðilinn á yfir höfði sér sekt. Þá hafði lögregla afskipti af manni í annarlegu ástandi sem kastaði hlutum í bifreiðar. Eftir viðræður við lögreglu á vettvangi baðst maðurinn afsökunar og gekk sína leið.