Selma Sól: Mér fannst við bara gera nóg Sverrir Mar Smárason skrifar 31. október 2023 22:03 Selma Sól Magnúsdóttir í baráttu við annan markaskorara Þýskalands, Klöru Buhl, í leik kvöldsins. Vísir /Diego Ísland tapaði 2-0 gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Eftir fjóra leiki er íslenska liðið með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins. Selma Sól lék 86 mínútur á miðjunni hjá Íslandi í dag og var svekkt með tapið. „Helst bara svekkt með tapið eiginlega. Við hefðum getað fengið vítaspyrnu og jafnað leikinn að mínu mati. Klárlega hefði þá verið betra að fá eitt stig út úr leiknum heldur en að fá ekkert,“ sagði Selma Sól. Þjóðverjar stýrðu leiknum á Laugardalsvelli í kvöld og íslenska liðinu gekk ekki vel að sækja á þær þýsku. Varnarleikur íslenska liðsins var þó á köflum mjög góður. „Mér fannst við bara gera nóg og það var klárlega bæting á okkar leik. Mér fannst við alveg ná að brjóta þær niður og við áttum okkar færi líka. Við héldum svo áfram okkar striki í seinni hálfleik og vorum að ýta þeim aftar. Undir lokin náðum við að opna þær þegar þær urðu óþolinmóðar. Þá náðum við að spila í gegnum þær og fá færi til þess að skora. Við komum af fullum krafti út í seinni hálfleik og ýttum bara meira á þær,“ sagði Selma Sól um gang leiksins. Þýskaland skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir gerðist brotleg innan eigin vítateigs. Gestirnir tvöfölduðu svo forystu sína í uppbótartíma. Ísland hefur ekki skorað núna í 342 leikmínútur. „Mér fannst við bara koma sterkar eftir markið þeirra, stíga ofar og fara á fullu í pressuna. Markið kemur svo bara þegar markið kemur og við höldum bara áfram að bæta okkur,“ sagði Selma. Næst leikur liðið úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins gegn Wales ytra. Selma er vongóð fyrir þann leik. „Mér fannst bara mikil bæting í þessum glugga frá þeim síðasta og það er bara eitthvað til að taka með sem er jákvætt,“ sagði Selma Sól að lokum. Klippa: Selma Sól eftir Þýskalandsleikinn Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Helst bara svekkt með tapið eiginlega. Við hefðum getað fengið vítaspyrnu og jafnað leikinn að mínu mati. Klárlega hefði þá verið betra að fá eitt stig út úr leiknum heldur en að fá ekkert,“ sagði Selma Sól. Þjóðverjar stýrðu leiknum á Laugardalsvelli í kvöld og íslenska liðinu gekk ekki vel að sækja á þær þýsku. Varnarleikur íslenska liðsins var þó á köflum mjög góður. „Mér fannst við bara gera nóg og það var klárlega bæting á okkar leik. Mér fannst við alveg ná að brjóta þær niður og við áttum okkar færi líka. Við héldum svo áfram okkar striki í seinni hálfleik og vorum að ýta þeim aftar. Undir lokin náðum við að opna þær þegar þær urðu óþolinmóðar. Þá náðum við að spila í gegnum þær og fá færi til þess að skora. Við komum af fullum krafti út í seinni hálfleik og ýttum bara meira á þær,“ sagði Selma Sól um gang leiksins. Þýskaland skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir gerðist brotleg innan eigin vítateigs. Gestirnir tvöfölduðu svo forystu sína í uppbótartíma. Ísland hefur ekki skorað núna í 342 leikmínútur. „Mér fannst við bara koma sterkar eftir markið þeirra, stíga ofar og fara á fullu í pressuna. Markið kemur svo bara þegar markið kemur og við höldum bara áfram að bæta okkur,“ sagði Selma. Næst leikur liðið úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins gegn Wales ytra. Selma er vongóð fyrir þann leik. „Mér fannst bara mikil bæting í þessum glugga frá þeim síðasta og það er bara eitthvað til að taka með sem er jákvætt,“ sagði Selma Sól að lokum. Klippa: Selma Sól eftir Þýskalandsleikinn
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15