Vill að unga fólkið vinni 70 klukkustundir á viku fyrir landið sitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 08:46 Murthy er tengdafaðir Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. epa/Jagadeesh NV Umræður fara nú fram á Indlandi um lengd vinnuvikunnar eftir að milljarðamæringurinn NR Narayana Murthy, tengdafaðir forsætisráðherra Bretlands, sagði að ungt fólk ætti að vera reiðubúið til að vinna 70 tíma til að leggja sitt af mörkum fyrir landið sitt. Ummælin lét Murthy falla í hlaðvarpsþætti þar sem hann sagði meðal annars að framleiðni væri óvíða minni en á Indlandi. Hann sagði landið ekki myndu geta keppt við önnur ríki nema með aukinni framleiðni. „Þannig er ósk mín sú að unga kynslóðin segi: Þetta er landið mitt. Ég vil vinna 70 stundir á viku.“ Ummælin fóru eins og eldur í sinu um netheima og sitt sýndist hverjum. Sumir lýstu yfir stuðningi við Murthy á meðan aðrir sögðu ummælin til marks um eitraða vinnustaðamenningu. Snýst umræðan öðrum þræði um hvaða kröfur atvinnurekendur geta gert til starfsmanna. Gagnrýnendur hafa bæði bent á lág laun þeirra sem eru að byrja á vinnumarkaði og þann líkamlega og andlega toll sem mikil vinna hefur á einstaklinginn. „Enginn tími fyrir félagslíf, enginn tími fyrir fjölskyldu, enginn tími til að hreyfa sig, enginn frítími. Svo ekki sé minnst á að fyrirtæki ætlast til þess að fólk svari tölvupóstum og símtölum utan vinnu. Undra sig svo á því að ungt fólk sé að fá hjartaáfall,“ sagði hjartalæknirinn Deepak Krishnamurthy á X, áður Twitter. Sumir bentu á að flestar konur ynnu yfir 70 stundir á viku, utan og innan heimilisins. Alþjóðavinnumálastofnunin sagði í skýrslu í fyrra að fyrirtæki sem stuðluðu að jafnvægi milli vinnu og frítíma sýndu meiri framleiðni. Þá væri auðveldara að ráða og halda í starfsfólk og fjarverur færri. Indverjar vinna nú þegar fleiri vinnustundir en aðrar þjóðir, til að mynda Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Brasilíumenn, eða um 2.000 stundir á ári að meðaltali. „Að auka framleiðni snýst ekki bara um að vinna fleiri vinnustundir,“ sagði frumkvöðullinn og kvikmyndaframleiðandinn Ronnie Screwvala á X. „Það snýst um að verða betri í því sem þú gerir, auka þekkingu, stuðla að jákvæðu starfsumhverfi og borga sanngjörn laun fyrir unnin störf.“ Indland Vinnumarkaður Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Sjá meira
Ummælin lét Murthy falla í hlaðvarpsþætti þar sem hann sagði meðal annars að framleiðni væri óvíða minni en á Indlandi. Hann sagði landið ekki myndu geta keppt við önnur ríki nema með aukinni framleiðni. „Þannig er ósk mín sú að unga kynslóðin segi: Þetta er landið mitt. Ég vil vinna 70 stundir á viku.“ Ummælin fóru eins og eldur í sinu um netheima og sitt sýndist hverjum. Sumir lýstu yfir stuðningi við Murthy á meðan aðrir sögðu ummælin til marks um eitraða vinnustaðamenningu. Snýst umræðan öðrum þræði um hvaða kröfur atvinnurekendur geta gert til starfsmanna. Gagnrýnendur hafa bæði bent á lág laun þeirra sem eru að byrja á vinnumarkaði og þann líkamlega og andlega toll sem mikil vinna hefur á einstaklinginn. „Enginn tími fyrir félagslíf, enginn tími fyrir fjölskyldu, enginn tími til að hreyfa sig, enginn frítími. Svo ekki sé minnst á að fyrirtæki ætlast til þess að fólk svari tölvupóstum og símtölum utan vinnu. Undra sig svo á því að ungt fólk sé að fá hjartaáfall,“ sagði hjartalæknirinn Deepak Krishnamurthy á X, áður Twitter. Sumir bentu á að flestar konur ynnu yfir 70 stundir á viku, utan og innan heimilisins. Alþjóðavinnumálastofnunin sagði í skýrslu í fyrra að fyrirtæki sem stuðluðu að jafnvægi milli vinnu og frítíma sýndu meiri framleiðni. Þá væri auðveldara að ráða og halda í starfsfólk og fjarverur færri. Indverjar vinna nú þegar fleiri vinnustundir en aðrar þjóðir, til að mynda Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Brasilíumenn, eða um 2.000 stundir á ári að meðaltali. „Að auka framleiðni snýst ekki bara um að vinna fleiri vinnustundir,“ sagði frumkvöðullinn og kvikmyndaframleiðandinn Ronnie Screwvala á X. „Það snýst um að verða betri í því sem þú gerir, auka þekkingu, stuðla að jákvæðu starfsumhverfi og borga sanngjörn laun fyrir unnin störf.“
Indland Vinnumarkaður Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Sjá meira