Neyðarskýli fyrir flóttamenn ekki lausnin sem vantar Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2023 21:27 Ali og vinur hans frá Gíneu sem einnig er í hungurverkfalli. Vísir/Arnar Flóttamenn í hungurverkfalli við skrifstofu Útlendingastofnunar segja neyðarskýli fyrir flóttamenn ekki lausnina sem vantar. Þeir eru réttinda- og heimilislausir á landinu og kalla eftir vernd eða búseturétti. Þeir mótmæla í tjöldum í Hafnarfirði. Þrír flóttamenn eru í hungurverkfalli við skrifstofu Útlendingastofnunar. Þar ætla þeir að sofa í tjaldi þar til úrlausn finnst í máli þeirra. Allir hafa þeir fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi. Einn þeirra, Ali, er 25 ára, frá Írak og hefur verið á landinu í um tvö ár. Hann hefur, eins og kveður á um í útlendingalögum, misst allan rétt á þjónustu og búsetu eftir að hann fékk endanlega synjun í sínu máli. Hann segir að hann, og hinir mennirnir, vilji vernd eða búseturétt á Íslandi. Mest vilji þeir þó fá raunverulega lausn í sínu máli. Hann segir neyðarskýli fyrir heimilislausa flóttamenn ekki lausnina sem þeir þurfi. „Það er vandamálið. Það opnar klukkan fimm og lokar klukkan tíu. Ég var þar áður. En ekki lengur. Það er ekki það sem ég þarf. Ég þarf einhverja lausn fyrir mig. Í tvö ár hef ég sofið hér og þar. Það er enginn staður fyrir mig og það er vandamálið,“ segir Ali. Hann segir að hann ætli að vera í hungurverkfalli þar til lausn finnst í málinu eða þar til líkami hans getur ekki meir. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Samtal enn í gangi um þjónustusvipt flóttafólk Félags-og vinnumarkaðsráðherra segir samtal á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðu flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu enn í gangi. Ekki er ljóst hvenær þeirri vinnu lýkur. 29. ágúst 2023 18:56 Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. 12. september 2023 18:25 Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00 Neyðarskýli fyrir hælisleitendur ekki góð eða varanleg lausn Dómsmálaráðherra segir það ekki góða lausn að setja upp neyðarskýli fyrir hælisleitendur sem búið er að svipta rétti til þjónustu og búsetu. Hún segir útlendingalögin skýr og að fólki beri að fara af landi brott eftir að það fær endanlega synjun. 28. september 2023 13:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Þrír flóttamenn eru í hungurverkfalli við skrifstofu Útlendingastofnunar. Þar ætla þeir að sofa í tjaldi þar til úrlausn finnst í máli þeirra. Allir hafa þeir fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi. Einn þeirra, Ali, er 25 ára, frá Írak og hefur verið á landinu í um tvö ár. Hann hefur, eins og kveður á um í útlendingalögum, misst allan rétt á þjónustu og búsetu eftir að hann fékk endanlega synjun í sínu máli. Hann segir að hann, og hinir mennirnir, vilji vernd eða búseturétt á Íslandi. Mest vilji þeir þó fá raunverulega lausn í sínu máli. Hann segir neyðarskýli fyrir heimilislausa flóttamenn ekki lausnina sem þeir þurfi. „Það er vandamálið. Það opnar klukkan fimm og lokar klukkan tíu. Ég var þar áður. En ekki lengur. Það er ekki það sem ég þarf. Ég þarf einhverja lausn fyrir mig. Í tvö ár hef ég sofið hér og þar. Það er enginn staður fyrir mig og það er vandamálið,“ segir Ali. Hann segir að hann ætli að vera í hungurverkfalli þar til lausn finnst í málinu eða þar til líkami hans getur ekki meir.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Samtal enn í gangi um þjónustusvipt flóttafólk Félags-og vinnumarkaðsráðherra segir samtal á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðu flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu enn í gangi. Ekki er ljóst hvenær þeirri vinnu lýkur. 29. ágúst 2023 18:56 Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. 12. september 2023 18:25 Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00 Neyðarskýli fyrir hælisleitendur ekki góð eða varanleg lausn Dómsmálaráðherra segir það ekki góða lausn að setja upp neyðarskýli fyrir hælisleitendur sem búið er að svipta rétti til þjónustu og búsetu. Hún segir útlendingalögin skýr og að fólki beri að fara af landi brott eftir að það fær endanlega synjun. 28. september 2023 13:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59
Samtal enn í gangi um þjónustusvipt flóttafólk Félags-og vinnumarkaðsráðherra segir samtal á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðu flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu enn í gangi. Ekki er ljóst hvenær þeirri vinnu lýkur. 29. ágúst 2023 18:56
Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. 12. september 2023 18:25
Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00
Neyðarskýli fyrir hælisleitendur ekki góð eða varanleg lausn Dómsmálaráðherra segir það ekki góða lausn að setja upp neyðarskýli fyrir hælisleitendur sem búið er að svipta rétti til þjónustu og búsetu. Hún segir útlendingalögin skýr og að fólki beri að fara af landi brott eftir að það fær endanlega synjun. 28. september 2023 13:00