„Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 16:01 Arnar Pétursson stýrir hér leik með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, tilkynnti í gær hópinn sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í nóvember og desember. Íslenska liðið tekur þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn í tólf ár (Brasilía 2011) en liðið tók síðast þátt á stórmóti á EM í Serbíu 2012. Íslensku stelpurnar spila í D-riðli með Frakklandi, Slóveníu og Angóla. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Arnar valdi átján leikmenn í lokahóp sinn. Stefán Árni Pálsson fjallaði um liðsvalið í kvöldfréttum Stöðvar tvö og spurði Arnar út í þá ákvörðun sína að velja bara tvo markmenn í hópinn, þær Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og Hafdísi Renötudóttur. Oftast eru þrír markmenn valdir í landsliðshópa á stórmótum. „Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum. Við lítum á það þannig að það er stutt yfir til Noregs því við erum sem betur fer ekki að fara langt að þessu sinni. Við getum því brugðist við með mjög skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Arnar Pétursson. „Ég er búinn að ræða það við Söru Sif (Helgadóttur) að vera til taks hérna heima ef eitthvað kemur upp á. Hún kemur þá bara yfir mjög auðveldlega ef á þarf að halda,“ sagði Arnar. Íslenska liðið tekur þátt í æfingamóti í Noregi fyrir mótið og mætir þar meðal annars Angóla sem er með Íslandi í riðli. Arnar segist ekki hafa áhyggjur af því að sýna öll spilin gegn Angóla á því móti. „Við fengum boð í þetta mót og þær eru þarna. Í staðinn fyrir að fara í tvo æfingarleiki við Noreg-b þá tókum við þess ákvörðun þó að Angóla sé þarna. Ég held að við höfum bara mjög gott af því að fá alla þessa alvöru leiki sem við erum að fara út í og það sé gott skref á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Arnar. Arnar hlýtur samt ætla að passa sig á því að sýna Angólabúum ekki alla ásana í undirbúningsleiknum. „Við erum alveg búin að hugsa það hvernig við mætum þeim. Ég lít frekar á það þannig að við séum að fara inn í þetta mót og þessa undirbúningsleiki til að prufa og spila okkar leik eins vel og við getum,“ sagði Arnar. En á íslenska liðið möguleika á því að komast upp úr þessum riðli? „Auðvitað er alltaf möguleiki en til þess þurfum við að ná góðum úrslitum á móti Frökkum, Slóvenum eða Angóla. Fyrir fram eru þessar þjóðir töluvert sterkari en við,“ sagði Arnar en það má sjá fréttina hér fyrir ofan. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Íslenska liðið tekur þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn í tólf ár (Brasilía 2011) en liðið tók síðast þátt á stórmóti á EM í Serbíu 2012. Íslensku stelpurnar spila í D-riðli með Frakklandi, Slóveníu og Angóla. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Arnar valdi átján leikmenn í lokahóp sinn. Stefán Árni Pálsson fjallaði um liðsvalið í kvöldfréttum Stöðvar tvö og spurði Arnar út í þá ákvörðun sína að velja bara tvo markmenn í hópinn, þær Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og Hafdísi Renötudóttur. Oftast eru þrír markmenn valdir í landsliðshópa á stórmótum. „Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum. Við lítum á það þannig að það er stutt yfir til Noregs því við erum sem betur fer ekki að fara langt að þessu sinni. Við getum því brugðist við með mjög skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Arnar Pétursson. „Ég er búinn að ræða það við Söru Sif (Helgadóttur) að vera til taks hérna heima ef eitthvað kemur upp á. Hún kemur þá bara yfir mjög auðveldlega ef á þarf að halda,“ sagði Arnar. Íslenska liðið tekur þátt í æfingamóti í Noregi fyrir mótið og mætir þar meðal annars Angóla sem er með Íslandi í riðli. Arnar segist ekki hafa áhyggjur af því að sýna öll spilin gegn Angóla á því móti. „Við fengum boð í þetta mót og þær eru þarna. Í staðinn fyrir að fara í tvo æfingarleiki við Noreg-b þá tókum við þess ákvörðun þó að Angóla sé þarna. Ég held að við höfum bara mjög gott af því að fá alla þessa alvöru leiki sem við erum að fara út í og það sé gott skref á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Arnar. Arnar hlýtur samt ætla að passa sig á því að sýna Angólabúum ekki alla ásana í undirbúningsleiknum. „Við erum alveg búin að hugsa það hvernig við mætum þeim. Ég lít frekar á það þannig að við séum að fara inn í þetta mót og þessa undirbúningsleiki til að prufa og spila okkar leik eins vel og við getum,“ sagði Arnar. En á íslenska liðið möguleika á því að komast upp úr þessum riðli? „Auðvitað er alltaf möguleiki en til þess þurfum við að ná góðum úrslitum á móti Frökkum, Slóvenum eða Angóla. Fyrir fram eru þessar þjóðir töluvert sterkari en við,“ sagði Arnar en það má sjá fréttina hér fyrir ofan.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita