Handbolti

Mögu­lega á leið úr Mos­fells­bæ til Porto

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þorsteinn Leó Gunnarsson (fyrir miðju) gæti verið á leið úr Olís-deildinni.
Þorsteinn Leó Gunnarsson (fyrir miðju) gæti verið á leið úr Olís-deildinni. Vísir/Anton Brink

Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, er á óskalista portúgalska liðsins Porto. Hann gæti orðið leikmaður liðsins fyrr en seinna.

Það er Arnar Daði Arnarson, umsjónarmaður Handkastsins, sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni. Þar kemur fram að stórskyttan úr Mosfellsbæ hafi nú þegar farið út til Portúgals að skoða aðstæður.

Porto hefur undanfarin ár unnið hvern meistaratitilinn á fætur öðrum sem og liðið leikur reglulega í Meistaradeild Evrópu.

Afturelding er sem stendur í 3. sæti Olís-deildarinnar og er Þorsteinn Leó markahæsti leikmaður liðsins með 58 mörk í 8 leikjum.

Fari svo að hann flytji búferlum til Portúgals þá yrði hann þriðji Íslendingurinn til að leika þar í landi en Orri Freyr Þorkelsson leikur með toppliði Sporting Lissabon á meðan Stiven Tobar Valencia leikur með Benfica.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×