Markalausir Madrídingar komust ekki upp á topp Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. nóvember 2023 22:00 Bellingham hefur farið mikinn í liði Real Madrid á tímabilinu Vísir/Getty Real Madrid þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli í viðureign sinni við Rayo Vallecano. Með sigri hefði Real endurheimt efsta sætið en úr því það mistókst situr Girona með tveggja stiga forskot í efsta sætinu þegar 12. umferðir spænsku úrvalsdeildarinnar hafa verið spilaðar. Real Madrid var algjörlega við völd allan leikinn og sköpuðu heilan helling af marktækifærum en komu boltanum ekki í netið sama hvað þeir reyndu. Rayo Vallecano gerði sömuleiðis vel að verjast þeim svo lengi en þetta er fyrsti leikur tímabilsins sem Real Madrid skorar ekki í. Jude Bellingam var að vana einn besti leikmaður vallarins, fyrir leik tók hann við verðlaunum sem leikmaður mánaðarins í spænsku úrvalsdeildinni, í annað skipti á þremur mánuðum. Hann kom liðsfélögum sínum í þrígang í hættuleg marktækifæri en framherjar liðsins fóru illa með færin sín. Absolutely world class, @BellinghamJude 🌟 pic.twitter.com/U7IMrEJG2i— LALIGA English (@LaLigaEN) November 5, 2023 Mönnum var orðið ansi heitt í hamsi þegar leiknum var að ljúka. Madrídingar voru sársvekktir með jafnteflið og börðust hart fyrir sigrinum en uppskáru hann ekki að lokum. Spænski boltinn
Real Madrid þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli í viðureign sinni við Rayo Vallecano. Með sigri hefði Real endurheimt efsta sætið en úr því það mistókst situr Girona með tveggja stiga forskot í efsta sætinu þegar 12. umferðir spænsku úrvalsdeildarinnar hafa verið spilaðar. Real Madrid var algjörlega við völd allan leikinn og sköpuðu heilan helling af marktækifærum en komu boltanum ekki í netið sama hvað þeir reyndu. Rayo Vallecano gerði sömuleiðis vel að verjast þeim svo lengi en þetta er fyrsti leikur tímabilsins sem Real Madrid skorar ekki í. Jude Bellingam var að vana einn besti leikmaður vallarins, fyrir leik tók hann við verðlaunum sem leikmaður mánaðarins í spænsku úrvalsdeildinni, í annað skipti á þremur mánuðum. Hann kom liðsfélögum sínum í þrígang í hættuleg marktækifæri en framherjar liðsins fóru illa með færin sín. Absolutely world class, @BellinghamJude 🌟 pic.twitter.com/U7IMrEJG2i— LALIGA English (@LaLigaEN) November 5, 2023 Mönnum var orðið ansi heitt í hamsi þegar leiknum var að ljúka. Madrídingar voru sársvekktir með jafnteflið og börðust hart fyrir sigrinum en uppskáru hann ekki að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti