Handbolti

EM-undirbúningur læri­sveina Al­freðs hófst á jafn­tefli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans gerðu jafntefli gegn Egyptum í kvöld.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans gerðu jafntefli gegn Egyptum í kvöld. Jan Woitas/picture alliance via Getty Images

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta gerðu 31-31 jafntefli er liðið mætti Egyptalandi í vináttulandsleik í kvöld.

Þýska landsliðið undirbýr sig um þessar mundir fyrir EM sem haldið verður í Þýskalandi í janúar á næsta ári.

Fyrsti leikur þýska liðsins í undirbúningi sínum fyrir EM var gegn Egyptum í kvöld og sættust liðin á jafnan hlut, 31-31. Egyptar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, en Þjóðverjar snéru taflinu við í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því jafntefli.

Þjóðverjar munu leika í A-riðli á EM í janúar með Sviss, Frakklandi og Norður-Makedóníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×