Mate svekktur: Ef einhverjum líkar það ekki þá þarf hann bara að spila í öðru landi Sæbjörn Þór Þorbergsson Steinke skrifar 3. nóvember 2023 21:43 Maté Dalmay var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Ég er svekktur, en ekki með að hafa tapað,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir tap liðsins gegn Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Ég er svekktur hvernig við erum allan þennan leik. Annað hvort erum við alltof linir og seinir úti um allt, eða við erum agressífir og gjörsamlega heilalausir.“ Heilalausir að hvaða leyti? „Bara „bailum“ þá út, spilum kannski góða sókn í 20 sekúndur, þá klikkar einhver á einhverri skiptingu, við eltum vitlausan mann, stígum ekki nógu hátt á Remy Martin, förum ekki með gabbhreyfingunni hjá Igor Maric. Það voru svo mörg augnablik hérna í seinni hálfleik. Við dripplum tvisvar í Halldór Garðar í seinni hálfleiknum og biðjum um eitthvað. Ég er mjög svekktur hvað við erum „soft“ eða vitlausir til skiptis.“ Haukar náðu að jafna leikinn í lokaleikhlutanum eftir að hafa hafið hann sextán stigum undir. „Auðvitað horfi ég á lokamínúturnar. Það sem við erum að framkvæma í lokin er ekki gott. Ég teikna eitthvað upp, það svíngengur, en svo eru menn að snúa í vitlausa átt og gera eitthvað allt annað en það sem gekk upp.“ „Ég held það sé af því ég er með rosalega marga sem hafa ekki spilað á Íslandi. Hér má halda og „hand-check-a“. Mínir menn fórna höndum og væla og láta ýta sér út úr öllu. Plús það að ungu strákarnir sem eru að fá að spila hérna á erfiðum útivelli eru „soft“, láta ýta sér út úr öllu, horfa ekki á körfuna. Menn þurfa aðeins að átta sig á því hvernig línan er hérna. Hún er öðruvísi en í háskólaboltanum, hún er öðruvísi en í öðrum löndum. Ef einhverjum líkar það ekki þá þarf hann bara að spila í einhverju öðru landi.“ Mate sjálfur er ekki ósáttur við línuna í dómgæslunni. „Ég elska íslenskan körfubolta. Mér finnst gaman að sjá þetta. Við tókum loksins þátt í þessu í fjórða leikhluta, enda komst Keflavík þá ekki neitt. Einu körfurnar sem þeir fengu voru eftir sóknarfráköst eða „bail-out“ vítaskot. Þegar við héldum svolítið í þá og tókum þátt í fætingnum sem er leyfður hérna. Maður sá strax þegar dómararnir mættu, þetta eru reynslumiklir dómarar, við erum í Keflavík, við vissum að það mætti „hand-check-a“ hérna í kvöld. Ég sagði strákunum það. En við náum ekki að hlaupa rassgat í 32 mínútur af því að mönnum finnst það óþægilegt.“ „Benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar“ Mate talaði um að Keflavík hefði átt að fá fimm óíþróttamannslegar villur (U-villur) í leiknum. „Þeir útskýrðu fyrir mér að þetta væri hagnaðarregla,“ sagði Mate um atvik í lok fyrri hálfleiks þegar brotið var á hans manni en ekki dæmt. „Ég veit ekki alveg hver hagnaður er þegar það er verið er að reyna hægja á okkur og negla mann á opnu gólfi. Jalen fékk sniðskot, en það er líka erfitt að spila þegar þú ert kominn með eina U-villu og kominn með 3-4 villur. Þetta eru einhverjar áherslur, þeir benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar,“ sagði Mate. Hann hefur ekki áhyggjur af því að vera 2-3 eftir fimm leiki. „Við hefðum getað unnið þennan leik og hefðum getað unnið í Þorlákshöfn þrátt fyrir að spila ömurlega. Ég hef áhyggjur af því hvað við spilum stuttan kafla eins og okkur sé ekki alveg sama í vörn,“ sagði þjálfarinn að lokum. Subway-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 89-86 | Keflvíkingar stóðu áhlaupið af sér Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
„Ég er svekktur hvernig við erum allan þennan leik. Annað hvort erum við alltof linir og seinir úti um allt, eða við erum agressífir og gjörsamlega heilalausir.“ Heilalausir að hvaða leyti? „Bara „bailum“ þá út, spilum kannski góða sókn í 20 sekúndur, þá klikkar einhver á einhverri skiptingu, við eltum vitlausan mann, stígum ekki nógu hátt á Remy Martin, förum ekki með gabbhreyfingunni hjá Igor Maric. Það voru svo mörg augnablik hérna í seinni hálfleik. Við dripplum tvisvar í Halldór Garðar í seinni hálfleiknum og biðjum um eitthvað. Ég er mjög svekktur hvað við erum „soft“ eða vitlausir til skiptis.“ Haukar náðu að jafna leikinn í lokaleikhlutanum eftir að hafa hafið hann sextán stigum undir. „Auðvitað horfi ég á lokamínúturnar. Það sem við erum að framkvæma í lokin er ekki gott. Ég teikna eitthvað upp, það svíngengur, en svo eru menn að snúa í vitlausa átt og gera eitthvað allt annað en það sem gekk upp.“ „Ég held það sé af því ég er með rosalega marga sem hafa ekki spilað á Íslandi. Hér má halda og „hand-check-a“. Mínir menn fórna höndum og væla og láta ýta sér út úr öllu. Plús það að ungu strákarnir sem eru að fá að spila hérna á erfiðum útivelli eru „soft“, láta ýta sér út úr öllu, horfa ekki á körfuna. Menn þurfa aðeins að átta sig á því hvernig línan er hérna. Hún er öðruvísi en í háskólaboltanum, hún er öðruvísi en í öðrum löndum. Ef einhverjum líkar það ekki þá þarf hann bara að spila í einhverju öðru landi.“ Mate sjálfur er ekki ósáttur við línuna í dómgæslunni. „Ég elska íslenskan körfubolta. Mér finnst gaman að sjá þetta. Við tókum loksins þátt í þessu í fjórða leikhluta, enda komst Keflavík þá ekki neitt. Einu körfurnar sem þeir fengu voru eftir sóknarfráköst eða „bail-out“ vítaskot. Þegar við héldum svolítið í þá og tókum þátt í fætingnum sem er leyfður hérna. Maður sá strax þegar dómararnir mættu, þetta eru reynslumiklir dómarar, við erum í Keflavík, við vissum að það mætti „hand-check-a“ hérna í kvöld. Ég sagði strákunum það. En við náum ekki að hlaupa rassgat í 32 mínútur af því að mönnum finnst það óþægilegt.“ „Benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar“ Mate talaði um að Keflavík hefði átt að fá fimm óíþróttamannslegar villur (U-villur) í leiknum. „Þeir útskýrðu fyrir mér að þetta væri hagnaðarregla,“ sagði Mate um atvik í lok fyrri hálfleiks þegar brotið var á hans manni en ekki dæmt. „Ég veit ekki alveg hver hagnaður er þegar það er verið er að reyna hægja á okkur og negla mann á opnu gólfi. Jalen fékk sniðskot, en það er líka erfitt að spila þegar þú ert kominn með eina U-villu og kominn með 3-4 villur. Þetta eru einhverjar áherslur, þeir benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar,“ sagði Mate. Hann hefur ekki áhyggjur af því að vera 2-3 eftir fimm leiki. „Við hefðum getað unnið þennan leik og hefðum getað unnið í Þorlákshöfn þrátt fyrir að spila ömurlega. Ég hef áhyggjur af því hvað við spilum stuttan kafla eins og okkur sé ekki alveg sama í vörn,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Subway-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 89-86 | Keflvíkingar stóðu áhlaupið af sér Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Haukar 89-86 | Keflvíkingar stóðu áhlaupið af sér Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. 3. nóvember 2023 21:00