Sýknaðir í hópnauðgunarmáli Jón Þór Stefánsson skrifar 4. nóvember 2023 09:52 Mennirnir tveir voru sýknaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vitnisburður brotaþola þótti trúverðugur, en framburðir mannanna af atburðunum sem málið varðar þóttu í takt við hvor annan og þótti dómnum ólíklegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. Atvik málsins áttu sér stað í mars árið 2020, en allir aðilar málsins eru á sama máli um að hafa verið í teiti á heimili annars sakborninganna. Þar hafi verið aðrir gestir líka, en þeir ekki verið í rýminu þegar meint nauðgun átti sér stað. Mönnum var gefið að sök að hafa neytt konu til munnmaka og beita hana ólögmætri nauðung. Jafnframt hafi þeir haldið henni fastri, rifið í hár hennar, tekið hana hálstaki, sett fingur sína í munn hennar, og káfað á henni. Fyrir vikið hafi konan hlotið einhverja áverka víða um líkama. Þar að auki segir í ákæru að mennirnir tveir hafi neytt konuna til að taka kókaín á meðan á þessu stóð. Fyrir dómi greindi hún frá því að hún hafi aldrei áður neytt fíkniefna. Greint er frá því að hún hafi tekið leigubíl heim til sín úr partýinu. Foreldrar hafi komið að henni augljóslega í miklu uppnámi og lögregla kölluð til. Hún hafi greint frá meintri nauðgun en átt erfitt með það. Trúverðug en ekki hægt að líta fram hjá misræmi Dómurinn segir að framburður konunnar í lögregluskýrslu og fyrir dómi hafi verið mjög álíkir. Þó bendir dómurinn á að hún hafi sagst vera mjög drukkin, en áfengismæling sem var tekin örfáum klukkustundum eftir meinta nauðgun hafi bent til þess að hún hafi ekki neytt mikils áfengis, og líklega ekki verið undir áhrifum þess. Þá fannst kókaín hvorki í þvagi né blóði konunnar. Með hliðsjón af þessu segir dómurinn að draga verði í efa að hún hafi verið mjög drukkinn eða neytt áfengis umrædda nótt. Framburður hennar hafi þó verið trúverðugur í öllum meginatriðum, en ekki sé hægt að líta fram hjá umræddu misræmi við ákvörðun dómsins. Ósennilegt að þeir hafi sammælst Mennirnir tveir héldu því fram að þeir hefðu orðið þrír eftir í partýinu um stund. Þá hafi konan og annar þeirra farið að kela, en hinn dregið sig afsíðis og farið í tölvuna. Báðir héldu þessu fram. Dómurinn sagði framburði þeirra „mjög“ á sama veg. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir atburðina sem málið varðar á sama heimili og partýið fór fram. Í ljósi þess að báðir voru undir áhrifum fíkniefna og áfengis þótti dómnum ósennilegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. „Aukin heldur hafa þeir þá þurft, í því ástandi sem þeir voru, að gera ráð fyrir því þegar brotaþoli yfirgaf samkvæmið að hún myndi kæra þá fyrir kynferðisbrot,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir voru mennirnir tveir sýknaðir. Þá var miskabótakröfu konunnar, upp á fjórar milljónir króna, vísað frá dómi. Sakarkostnaður málsins mun þó greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Atvik málsins áttu sér stað í mars árið 2020, en allir aðilar málsins eru á sama máli um að hafa verið í teiti á heimili annars sakborninganna. Þar hafi verið aðrir gestir líka, en þeir ekki verið í rýminu þegar meint nauðgun átti sér stað. Mönnum var gefið að sök að hafa neytt konu til munnmaka og beita hana ólögmætri nauðung. Jafnframt hafi þeir haldið henni fastri, rifið í hár hennar, tekið hana hálstaki, sett fingur sína í munn hennar, og káfað á henni. Fyrir vikið hafi konan hlotið einhverja áverka víða um líkama. Þar að auki segir í ákæru að mennirnir tveir hafi neytt konuna til að taka kókaín á meðan á þessu stóð. Fyrir dómi greindi hún frá því að hún hafi aldrei áður neytt fíkniefna. Greint er frá því að hún hafi tekið leigubíl heim til sín úr partýinu. Foreldrar hafi komið að henni augljóslega í miklu uppnámi og lögregla kölluð til. Hún hafi greint frá meintri nauðgun en átt erfitt með það. Trúverðug en ekki hægt að líta fram hjá misræmi Dómurinn segir að framburður konunnar í lögregluskýrslu og fyrir dómi hafi verið mjög álíkir. Þó bendir dómurinn á að hún hafi sagst vera mjög drukkin, en áfengismæling sem var tekin örfáum klukkustundum eftir meinta nauðgun hafi bent til þess að hún hafi ekki neytt mikils áfengis, og líklega ekki verið undir áhrifum þess. Þá fannst kókaín hvorki í þvagi né blóði konunnar. Með hliðsjón af þessu segir dómurinn að draga verði í efa að hún hafi verið mjög drukkinn eða neytt áfengis umrædda nótt. Framburður hennar hafi þó verið trúverðugur í öllum meginatriðum, en ekki sé hægt að líta fram hjá umræddu misræmi við ákvörðun dómsins. Ósennilegt að þeir hafi sammælst Mennirnir tveir héldu því fram að þeir hefðu orðið þrír eftir í partýinu um stund. Þá hafi konan og annar þeirra farið að kela, en hinn dregið sig afsíðis og farið í tölvuna. Báðir héldu þessu fram. Dómurinn sagði framburði þeirra „mjög“ á sama veg. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir atburðina sem málið varðar á sama heimili og partýið fór fram. Í ljósi þess að báðir voru undir áhrifum fíkniefna og áfengis þótti dómnum ósennilegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. „Aukin heldur hafa þeir þá þurft, í því ástandi sem þeir voru, að gera ráð fyrir því þegar brotaþoli yfirgaf samkvæmið að hún myndi kæra þá fyrir kynferðisbrot,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir voru mennirnir tveir sýknaðir. Þá var miskabótakröfu konunnar, upp á fjórar milljónir króna, vísað frá dómi. Sakarkostnaður málsins mun þó greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira