Novak Djokovic er efstur á heimslistanum í tennis, Holger Rune stendur í sjöunda sætinu eins og er. Hefði Rune unnið viðureign þeirra í nótt hefði hann tryggt sér þátttöku á lokamótinu í Tórínó þar sem átta bestu leikmenn heims mætast. En eftir að hafa dottið úr leik er sætið hans á mótinu í hættu.
Djokovic mætir Andrey Rublev í undanúrslitum á leiðinni að áttunda úrslitaeinvíginu sínu í París.
31-1 on hard courts this season 🥵@DjokerNole wins the Paris 2022 final rematch 7-5 6-7 6-4 against Rune 👏#RolexParisMasters pic.twitter.com/P5ko7k5Bh2
— Tennis TV (@TennisTV) November 3, 2023
Pólski leikmaðurinn Hubert Hurkacz missti af sínu tækifæri til að taka þátt í Tórínó mótinu þegar hann tapaði gegn Grigor Dimitrov í 8-manna úrslitum. Dimitrov mætir Grikkjanum Stefanos Tsitsipas í undanúrslitum en hann sló Karen Khachanov úr leik.
Undanúrslitin fara fram í dag og leikur verður til úrslita á morgun.