Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2023 08:00 Ari Freyr Skúlason mun leggja skóna á hilluna eftir tæpar tvær vikur þegar tímabilinu í Svíþjóð lýkur. Twitter-síða IFK Norrköping. Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. Ari leikur með Norrköping í Svíþjóð en liðið á tvo leiki eftir á leiktíðinni. Hann segir að ákvörðunin að hætta hafi verið unnin í samstarfi við félagið og hafi legið fyrir um hríð. Hann verður áfram hjá Norrköping sem svokallaður transition coach sem vinnur að því að brúa bilið milli unglingaliða og meistaraflokks og hjálpa ungum leikmönnum að taka skrefið upp í aðalliðið. „Þeir byrjuðu að tala við mig í lok maí. Við vorum með útlendingakvóta og ég var ekki nógu ánægður með það þegar gamli kallinn var settur út í horn fyrir þá ungu. Mér fannst það mjög leiðinlegt og pirrandi að þeir hafi sett sig í þessa stöðu að vera með of marga útlendinga,“ „Þá byrjuðum við að reyna að finna út úr því hvað væri best að gera og þá byrjaði þetta að malla. Bæði til þess að skapa pláss fyrir unga og efnilega, kannski Íslendinga, og þá að ég yrði þessi tengiliður líka,“ segir Ari Freyr. Ekki inni í myndinni að koma heim Ari var orðaður við endurkomu heim í Val en segist ekki hafa viljað flytja með fjölskyldunni eina ferðina enn, eftir að hafa leikið víða um álfuna undanfarin ár. „Á maður að fara að rífa þau upp eina ferðina enn? Þar sem við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna krakkarnir eru í skóla og íþróttum með fullt af vinum. Kostirnir voru annað hvort að fara í Superettuna [næst efstu deild í Svíþjóð] eða að flytja heim,“ „Eins og staðan er í dag spyr maður sig hvers virði það er að koma heim. Að spila þá eitt eða kannski tvö ár ef maður er heppinn og þurfa að byrja allt upp á nýtt. Svo veit maður aldrei hvað gerist, maður getur komið heim og verið ömurlegur eða meiðst eða eitthvað svoleiðis. Maður veit aldrei, sérstaklega þegar maður er kominn á þennan aldur,“ segir Ari Freyr. Verður erfitt að kveðja leikmannaferilinn Þrátt fyrir að Ari sé sáttur við ákvörðun sína segir hann þó afar erfitt skref að enda leikmannaferilinn. „Já, þetta er það, gríðarlega. Ég flutti þarna út 2003 í fyrsta skipti og er í raun búinn að lifa af fótboltanum síðan þá. Maður vissi alltaf að þetta væri að fara að enda en þegar fyrsta samtalið kom þarna í júní var eins og einhver hefði kýlt mig í framan. Blákaldur veruleikinn,“ „En núna hefur maður haft marga mánuði til að hugsa þetta, hvernig maður vill hafa þetta og er búinn að segja fjölskyldunni frá því að þetta sé að fara að gerast. Ég hef alveg haft tíma en ég býst við því að þessir síðustu tveir leikir og síðustu æfingar verði ekki auðveldir fyrir mig,“ segir Ari Freyr. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti úr viðtalinu verður birtur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Sænski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Ari leikur með Norrköping í Svíþjóð en liðið á tvo leiki eftir á leiktíðinni. Hann segir að ákvörðunin að hætta hafi verið unnin í samstarfi við félagið og hafi legið fyrir um hríð. Hann verður áfram hjá Norrköping sem svokallaður transition coach sem vinnur að því að brúa bilið milli unglingaliða og meistaraflokks og hjálpa ungum leikmönnum að taka skrefið upp í aðalliðið. „Þeir byrjuðu að tala við mig í lok maí. Við vorum með útlendingakvóta og ég var ekki nógu ánægður með það þegar gamli kallinn var settur út í horn fyrir þá ungu. Mér fannst það mjög leiðinlegt og pirrandi að þeir hafi sett sig í þessa stöðu að vera með of marga útlendinga,“ „Þá byrjuðum við að reyna að finna út úr því hvað væri best að gera og þá byrjaði þetta að malla. Bæði til þess að skapa pláss fyrir unga og efnilega, kannski Íslendinga, og þá að ég yrði þessi tengiliður líka,“ segir Ari Freyr. Ekki inni í myndinni að koma heim Ari var orðaður við endurkomu heim í Val en segist ekki hafa viljað flytja með fjölskyldunni eina ferðina enn, eftir að hafa leikið víða um álfuna undanfarin ár. „Á maður að fara að rífa þau upp eina ferðina enn? Þar sem við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna krakkarnir eru í skóla og íþróttum með fullt af vinum. Kostirnir voru annað hvort að fara í Superettuna [næst efstu deild í Svíþjóð] eða að flytja heim,“ „Eins og staðan er í dag spyr maður sig hvers virði það er að koma heim. Að spila þá eitt eða kannski tvö ár ef maður er heppinn og þurfa að byrja allt upp á nýtt. Svo veit maður aldrei hvað gerist, maður getur komið heim og verið ömurlegur eða meiðst eða eitthvað svoleiðis. Maður veit aldrei, sérstaklega þegar maður er kominn á þennan aldur,“ segir Ari Freyr. Verður erfitt að kveðja leikmannaferilinn Þrátt fyrir að Ari sé sáttur við ákvörðun sína segir hann þó afar erfitt skref að enda leikmannaferilinn. „Já, þetta er það, gríðarlega. Ég flutti þarna út 2003 í fyrsta skipti og er í raun búinn að lifa af fótboltanum síðan þá. Maður vissi alltaf að þetta væri að fara að enda en þegar fyrsta samtalið kom þarna í júní var eins og einhver hefði kýlt mig í framan. Blákaldur veruleikinn,“ „En núna hefur maður haft marga mánuði til að hugsa þetta, hvernig maður vill hafa þetta og er búinn að segja fjölskyldunni frá því að þetta sé að fara að gerast. Ég hef alveg haft tíma en ég býst við því að þessir síðustu tveir leikir og síðustu æfingar verði ekki auðveldir fyrir mig,“ segir Ari Freyr. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti úr viðtalinu verður birtur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Sænski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira