Segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands Heimir Már Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 6. nóvember 2023 19:27 Bjarni Benediktsson hélt því fram í umræðunum í dag að enginn ágreiningur væri innan ríkisstjórnarinnar um stefnu stjórnvalda gagnvart átökum Palestínumanna og Ísraels. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands varðandi átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Farsælast væri að Alþingi sameinaðist um þau grundvallargildi sem allir væru sammála um. Formenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar ásamt þingmanni Pírata spurðu Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra út í afstöðu Íslands og ekki hvað síst ríkisstjórnarinnar til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þá hafa að minnsta kosti tvær tillögur verið boðaðar á þinginu vegna málsins, önnur frá Pírötum og hin frá Viðreisn. Tveir þingmenn Vinstri grænna og þingflokkur Samfylkingarinnar flytja tillöguna með Pírötum. Málið er líka heitt meðal almennings og þegar þingmenn mættu til starfa í morgun var búið að skrifa orðið „Vopnahlé" með stórum stöfum á götuna fyrir framan þinghúsið. Þegar þingmenn mættu til starfa í morgun var búið að skrifa orðið „Vopnahlé" með stórum stöfum á götuna fyrir framan þinghúsið.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Bjarni Benediktsson hélt því fram í umræðunum í dag að enginn ágreiningur væri innan ríkisstjórnarinnar um stefnu stjórnvalda gagnvart átökum Palestínumanna og Ísraels. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði ágreininginn hins vegar augljósan. „Ef utanríkisráðherra segir eitt en forsætisráðherra annað, hvort gildir?“ spurði Kristrún. „Ef utanríkisráðherra segir eitt en forsætisráðherra annað, hvort gildir?“ spurði Kristrún Frostadóttir á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Hvort gildir utanríkisstefna utanríkisráðherrans eða það sem höfuð ríkisstjórnarinnar segir í kjölfarið þegar hún lýsir opinberri andstöðu við ákvörðun utanríkisráðherra?“ Sammála hverju orði úr væntanlegri þingályktun Viðreisnar Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, sagði of djúpt í árina tekið og beinlínis rangt að sú afstaða sem birtist hjá forsætisráðherra og þingflokki Vinstri grænna sé í andstöðu við þá utanríkisstefnu sem Ísland kynnti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindi frá því að Viðreisn hefði lagt fram þingsályktunartillögu sem vonandi yrði rædd seinna í vikunni. Frumkvæðið hefði ekki komið frá ríkisstjórninni sem væri sundruð í þessu máli. „Viðreisn ætlar hins vegar að leggja fram þingsályktunartillögu í dag sem verður vonandi rætt seinna í vikunni. Efnislega sú sama og Kanada lagði fram á allsherjarþinginu. Sem allar þjóðir Evrópu studdu, um að Alþingi fordæmi hryðjuverkaárásir Hamas á almenna borgara í Ísrael og árásir Ísraelshers gegn almennum borgurum og borgaralega innviði á Gaza í kjölfarið.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar,sagði ríkisstjórnina sundraða þegar kemur að afstöðu til átakanna á botni Miðjarðarhafs.Vísir/Vilhelm Bjarni sagðist sammála hverju orði sem Þorgerður las úr væntanlegri þingsályktun,. „Ég vona að það sé einhver göfugri tilgangur að baki því að leggja hér nú fram hverja þingsályktunartillöguna á eftir annarri þar sem þingið virðist ætla að vera sundrað. Mér skilst að það séu nokkrar á leiðinni hérna inn í þingið. Alltaf með þeim orðum að þær séu lagðar fram til að sameina,“ sagði Bjarni. Kröftum væri betur varið í að sameinast um afstöðu sem hann fyndi engan grundvallarmun á í þinginu, og koma henni skilmerkilega á framfæri. „Sjáum að ríkisstjórnin talar ekki einu máli“ Heimir Már, fréttamaður, ræddi við Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, um tillögurnar sem báðir flokkarnir hafa lagt fram. Þórhildur sagði tillögu Pírata ganga út á kalla eftir tafarlausu vopnahléi á Gaza og að Ísland fordæmi aðgerðir Ísraelshers gagnvart óbreyttum borgurum. Sigmar sagði tillögu Viðreisnar snúast um að það sé Alþingi sem fordæmi hryðjuverk og og yfirgengileg viðbrögð Ísraelsmanna við þeim, kalli eftir mannúðarhléi og að gíslum verði hleypt lausum sem allra fyrst. Okkur finnst mikilvægt að þingið komi beint að málinu vegna þess að við sjáum að ríkisstjórnin talar ekki einu máli. Aðspurður um hvort hægt væri að sameina þessar tillögur í eina sagði Sigmar muninn sá að Píratar vilji að utanríkisráðherra fordæmi árásirnar en Viðreisn að þingið geri það. Hann ætti hins vegar sjálfur ekki erfitt með að greiða atkvæði með tillögu Pírata. Báðar þingályktunartillögurnar verða væntanlega teknar fyrir á Alþingi á næstu vikum. Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. 6. nóvember 2023 15:48 Vilja að stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraels Búist er við því að fólk fjölmenni á stórfund til stuðnings Palestínu í Háskólabíó í dag að sögn eins skipuleggjanda. Yfirvöld í Ísrael hafa gefið fólki á Gasa svæðinu fjórar klukkustundir til að flýja. 5. nóvember 2023 12:13 Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Formenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar ásamt þingmanni Pírata spurðu Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra út í afstöðu Íslands og ekki hvað síst ríkisstjórnarinnar til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þá hafa að minnsta kosti tvær tillögur verið boðaðar á þinginu vegna málsins, önnur frá Pírötum og hin frá Viðreisn. Tveir þingmenn Vinstri grænna og þingflokkur Samfylkingarinnar flytja tillöguna með Pírötum. Málið er líka heitt meðal almennings og þegar þingmenn mættu til starfa í morgun var búið að skrifa orðið „Vopnahlé" með stórum stöfum á götuna fyrir framan þinghúsið. Þegar þingmenn mættu til starfa í morgun var búið að skrifa orðið „Vopnahlé" með stórum stöfum á götuna fyrir framan þinghúsið.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Bjarni Benediktsson hélt því fram í umræðunum í dag að enginn ágreiningur væri innan ríkisstjórnarinnar um stefnu stjórnvalda gagnvart átökum Palestínumanna og Ísraels. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði ágreininginn hins vegar augljósan. „Ef utanríkisráðherra segir eitt en forsætisráðherra annað, hvort gildir?“ spurði Kristrún. „Ef utanríkisráðherra segir eitt en forsætisráðherra annað, hvort gildir?“ spurði Kristrún Frostadóttir á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Hvort gildir utanríkisstefna utanríkisráðherrans eða það sem höfuð ríkisstjórnarinnar segir í kjölfarið þegar hún lýsir opinberri andstöðu við ákvörðun utanríkisráðherra?“ Sammála hverju orði úr væntanlegri þingályktun Viðreisnar Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, sagði of djúpt í árina tekið og beinlínis rangt að sú afstaða sem birtist hjá forsætisráðherra og þingflokki Vinstri grænna sé í andstöðu við þá utanríkisstefnu sem Ísland kynnti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindi frá því að Viðreisn hefði lagt fram þingsályktunartillögu sem vonandi yrði rædd seinna í vikunni. Frumkvæðið hefði ekki komið frá ríkisstjórninni sem væri sundruð í þessu máli. „Viðreisn ætlar hins vegar að leggja fram þingsályktunartillögu í dag sem verður vonandi rætt seinna í vikunni. Efnislega sú sama og Kanada lagði fram á allsherjarþinginu. Sem allar þjóðir Evrópu studdu, um að Alþingi fordæmi hryðjuverkaárásir Hamas á almenna borgara í Ísrael og árásir Ísraelshers gegn almennum borgurum og borgaralega innviði á Gaza í kjölfarið.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar,sagði ríkisstjórnina sundraða þegar kemur að afstöðu til átakanna á botni Miðjarðarhafs.Vísir/Vilhelm Bjarni sagðist sammála hverju orði sem Þorgerður las úr væntanlegri þingsályktun,. „Ég vona að það sé einhver göfugri tilgangur að baki því að leggja hér nú fram hverja þingsályktunartillöguna á eftir annarri þar sem þingið virðist ætla að vera sundrað. Mér skilst að það séu nokkrar á leiðinni hérna inn í þingið. Alltaf með þeim orðum að þær séu lagðar fram til að sameina,“ sagði Bjarni. Kröftum væri betur varið í að sameinast um afstöðu sem hann fyndi engan grundvallarmun á í þinginu, og koma henni skilmerkilega á framfæri. „Sjáum að ríkisstjórnin talar ekki einu máli“ Heimir Már, fréttamaður, ræddi við Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, um tillögurnar sem báðir flokkarnir hafa lagt fram. Þórhildur sagði tillögu Pírata ganga út á kalla eftir tafarlausu vopnahléi á Gaza og að Ísland fordæmi aðgerðir Ísraelshers gagnvart óbreyttum borgurum. Sigmar sagði tillögu Viðreisnar snúast um að það sé Alþingi sem fordæmi hryðjuverk og og yfirgengileg viðbrögð Ísraelsmanna við þeim, kalli eftir mannúðarhléi og að gíslum verði hleypt lausum sem allra fyrst. Okkur finnst mikilvægt að þingið komi beint að málinu vegna þess að við sjáum að ríkisstjórnin talar ekki einu máli. Aðspurður um hvort hægt væri að sameina þessar tillögur í eina sagði Sigmar muninn sá að Píratar vilji að utanríkisráðherra fordæmi árásirnar en Viðreisn að þingið geri það. Hann ætti hins vegar sjálfur ekki erfitt með að greiða atkvæði með tillögu Pírata. Báðar þingályktunartillögurnar verða væntanlega teknar fyrir á Alþingi á næstu vikum.
Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. 6. nóvember 2023 15:48 Vilja að stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraels Búist er við því að fólk fjölmenni á stórfund til stuðnings Palestínu í Háskólabíó í dag að sögn eins skipuleggjanda. Yfirvöld í Ísrael hafa gefið fólki á Gasa svæðinu fjórar klukkustundir til að flýja. 5. nóvember 2023 12:13 Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. 6. nóvember 2023 15:48
Vilja að stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraels Búist er við því að fólk fjölmenni á stórfund til stuðnings Palestínu í Háskólabíó í dag að sögn eins skipuleggjanda. Yfirvöld í Ísrael hafa gefið fólki á Gasa svæðinu fjórar klukkustundir til að flýja. 5. nóvember 2023 12:13
Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00