Vanda gefur ekki kost á sér á ný Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. nóvember 2023 20:10 Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður. Frá þessu greinir Vanda á heimasíðu KSÍ. Hún tók við formannssætinu árið 2021 og varð um leið fyrsta konan til að gegn slíku embætti innan aðildarsambands evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. „Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi,“ segir Vanda í tilkynningu sinni. Það er því ljóst að nýr formaður mun taka við þegar ársþing KSÍ verður haldið í febrúar á næsta ári. Yfirlýsing Vöndu í heild sinni Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi. Það hefur verið mér mikill heiður að gegna stöðu formanns KSÍ. Á þessum tíma hef ég hitt og unnið með yndislegu fólki sem brennur fyrir framgangi fótboltans á öllum sviðum, bæði afreks- og grasrótarfótbolta, sem og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem við svo sannarlega berum. Með því að kjósa mig sem formann braut knattspyrnuhreyfingin á Íslandi blað í sögunni. Ég er ákaflega stolt af því að vera fyrsta konan sem gegnir formennsku í knattspyrnusambandi í Evrópu allri. Jákvæð áhrif af fjölgun kvenna eru þegar komin í ljós og við getum stolt sagt að framtíðin sé björt. Fram að ársþingi mun stjórn KSÍ og ég sem formaður vinna áfram af krafti að hagsmunum knattspyrnunnar og ég mun verða nýjum formanni til halds og trausts eins og þörf krefur við vistaskiptin. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla umhugsun en ég hef ákveðið að hverfa til fyrri verkefna hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og KVAN. Þar mun ég halda áfram lífsstarfi mínu, sem snýr að menntun og þjálfun fagfólks, fræðslu fyrir foreldra og börn, með áherslu á eineltisforvarnir, jákvæð samskipti og velferð. Ég geng stolt frá borði og hlakka til að fylgjast með hreyfingunni vaxa og dafna og vera áfram hreyfiafl til góðs. Áfram Ísland. Kveðja, Vanda Sigurgeirsdóttir KSÍ Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Frá þessu greinir Vanda á heimasíðu KSÍ. Hún tók við formannssætinu árið 2021 og varð um leið fyrsta konan til að gegn slíku embætti innan aðildarsambands evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. „Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi,“ segir Vanda í tilkynningu sinni. Það er því ljóst að nýr formaður mun taka við þegar ársþing KSÍ verður haldið í febrúar á næsta ári. Yfirlýsing Vöndu í heild sinni Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi. Það hefur verið mér mikill heiður að gegna stöðu formanns KSÍ. Á þessum tíma hef ég hitt og unnið með yndislegu fólki sem brennur fyrir framgangi fótboltans á öllum sviðum, bæði afreks- og grasrótarfótbolta, sem og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem við svo sannarlega berum. Með því að kjósa mig sem formann braut knattspyrnuhreyfingin á Íslandi blað í sögunni. Ég er ákaflega stolt af því að vera fyrsta konan sem gegnir formennsku í knattspyrnusambandi í Evrópu allri. Jákvæð áhrif af fjölgun kvenna eru þegar komin í ljós og við getum stolt sagt að framtíðin sé björt. Fram að ársþingi mun stjórn KSÍ og ég sem formaður vinna áfram af krafti að hagsmunum knattspyrnunnar og ég mun verða nýjum formanni til halds og trausts eins og þörf krefur við vistaskiptin. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla umhugsun en ég hef ákveðið að hverfa til fyrri verkefna hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og KVAN. Þar mun ég halda áfram lífsstarfi mínu, sem snýr að menntun og þjálfun fagfólks, fræðslu fyrir foreldra og börn, með áherslu á eineltisforvarnir, jákvæð samskipti og velferð. Ég geng stolt frá borði og hlakka til að fylgjast með hreyfingunni vaxa og dafna og vera áfram hreyfiafl til góðs. Áfram Ísland. Kveðja, Vanda Sigurgeirsdóttir
Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi. Það hefur verið mér mikill heiður að gegna stöðu formanns KSÍ. Á þessum tíma hef ég hitt og unnið með yndislegu fólki sem brennur fyrir framgangi fótboltans á öllum sviðum, bæði afreks- og grasrótarfótbolta, sem og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem við svo sannarlega berum. Með því að kjósa mig sem formann braut knattspyrnuhreyfingin á Íslandi blað í sögunni. Ég er ákaflega stolt af því að vera fyrsta konan sem gegnir formennsku í knattspyrnusambandi í Evrópu allri. Jákvæð áhrif af fjölgun kvenna eru þegar komin í ljós og við getum stolt sagt að framtíðin sé björt. Fram að ársþingi mun stjórn KSÍ og ég sem formaður vinna áfram af krafti að hagsmunum knattspyrnunnar og ég mun verða nýjum formanni til halds og trausts eins og þörf krefur við vistaskiptin. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla umhugsun en ég hef ákveðið að hverfa til fyrri verkefna hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og KVAN. Þar mun ég halda áfram lífsstarfi mínu, sem snýr að menntun og þjálfun fagfólks, fræðslu fyrir foreldra og börn, með áherslu á eineltisforvarnir, jákvæð samskipti og velferð. Ég geng stolt frá borði og hlakka til að fylgjast með hreyfingunni vaxa og dafna og vera áfram hreyfiafl til góðs. Áfram Ísland. Kveðja, Vanda Sigurgeirsdóttir
KSÍ Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira