Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2023 22:31 Sært barn flutt á sjúkrahús á Gasaströndinni. AP/Fatima Shbair) Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Guterres sagði á blaðamannfundi í dag að hernaðaraðgerðir ísraelska hersins á jörðu niðri og áframhaldandi loft- og stórskotaliðsárásir kæmu niður á óbreyttum borgurum. Skot hefðu hæft sjúkrahús, flóttamannabúðir, moskur, kirkjur og byggingar Sameinuðu þjóðanna, eins og neyðarskýli. „Enginn er öruggur,“ sagði Guterres. Hann sagði að á sama tíma væru Hamas-liðar að nota borgara sem hlífðarskyldi og héldu áfram að skjóta fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Vilja ekki gera hlé Ísraelar segja vopnahlé ekki koma til greina fyrr en Hamas-liðar sleppa öllum þeim gíslum sem þeir hafa í haldi. Talið er að þeir hafi tekið um 240 menn, konur og börn en óljóst er hve margir gíslar eru látnir. Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa þrýst á ríkisstjórn Ísrael um að hætta árásum um tíma svo hægt sé að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í dag en þeir munu ekki hafa náð samkomulagi. Forsvarsmenn Hamas segja ekki koma til greina að sleppa gíslunum og að meðlimir samtakanna muni ekki hætta að berjast gegn Ísraelum. Ísraelar hafa í raun klippt Gasaströndina í tvennt og umkringt Gasaborg, sem er í norðurhluta Gasastrandarinnar. Þar segja Ísraelar að Hamas haldi út nokkrar bækistöðvar og voru gífurlega umfangsmiklar árásir gerðar á borgina í nótt. Ísraelar telja að höfuðstöðvar Hamas séu í göngum undir borginni og hafa sagt þær mögulega undir stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar. Vígamenn Hamas-samtakanna og samtakanna Íslamskt Jihad hafa notað umfangsmikið kerfi ganga undir Gasaströndinni til að stinga upp kollinum fyrir aftan ísraelska hermenn, skjóta á þá og hörfa aftur. Þeir hafa einnig notað sprengjuvörpur gegn ísraelskum hermönnum og varpað sprengjum á þá úr drónum. Talið er að hundruð þúsunda óbreyttra borgara séu enn í borginni. Herinn segist hafa opnað flóttaleið fyrir fólk úr borginni en AP fréttaveitan segir fólk óttast að nota hana og þar að auki gera Ísraelar reglulega árásir á suðurhluta Gasastrandarinnar. Áætlað er að um sjötíu prósent af þeim 2,3 milljónum sem búa á Gasaströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims, hafi þurft að flýja heimili sín og þurfa margir að sofa undir berum himni. Matvæli, lyf, eldsneyti og vatn er af mjög skornum skammti. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. 6. nóvember 2023 06:43 Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. 4. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Guterres sagði á blaðamannfundi í dag að hernaðaraðgerðir ísraelska hersins á jörðu niðri og áframhaldandi loft- og stórskotaliðsárásir kæmu niður á óbreyttum borgurum. Skot hefðu hæft sjúkrahús, flóttamannabúðir, moskur, kirkjur og byggingar Sameinuðu þjóðanna, eins og neyðarskýli. „Enginn er öruggur,“ sagði Guterres. Hann sagði að á sama tíma væru Hamas-liðar að nota borgara sem hlífðarskyldi og héldu áfram að skjóta fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Vilja ekki gera hlé Ísraelar segja vopnahlé ekki koma til greina fyrr en Hamas-liðar sleppa öllum þeim gíslum sem þeir hafa í haldi. Talið er að þeir hafi tekið um 240 menn, konur og börn en óljóst er hve margir gíslar eru látnir. Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa þrýst á ríkisstjórn Ísrael um að hætta árásum um tíma svo hægt sé að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í dag en þeir munu ekki hafa náð samkomulagi. Forsvarsmenn Hamas segja ekki koma til greina að sleppa gíslunum og að meðlimir samtakanna muni ekki hætta að berjast gegn Ísraelum. Ísraelar hafa í raun klippt Gasaströndina í tvennt og umkringt Gasaborg, sem er í norðurhluta Gasastrandarinnar. Þar segja Ísraelar að Hamas haldi út nokkrar bækistöðvar og voru gífurlega umfangsmiklar árásir gerðar á borgina í nótt. Ísraelar telja að höfuðstöðvar Hamas séu í göngum undir borginni og hafa sagt þær mögulega undir stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar. Vígamenn Hamas-samtakanna og samtakanna Íslamskt Jihad hafa notað umfangsmikið kerfi ganga undir Gasaströndinni til að stinga upp kollinum fyrir aftan ísraelska hermenn, skjóta á þá og hörfa aftur. Þeir hafa einnig notað sprengjuvörpur gegn ísraelskum hermönnum og varpað sprengjum á þá úr drónum. Talið er að hundruð þúsunda óbreyttra borgara séu enn í borginni. Herinn segist hafa opnað flóttaleið fyrir fólk úr borginni en AP fréttaveitan segir fólk óttast að nota hana og þar að auki gera Ísraelar reglulega árásir á suðurhluta Gasastrandarinnar. Áætlað er að um sjötíu prósent af þeim 2,3 milljónum sem búa á Gasaströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims, hafi þurft að flýja heimili sín og þurfa margir að sofa undir berum himni. Matvæli, lyf, eldsneyti og vatn er af mjög skornum skammti.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. 6. nóvember 2023 06:43 Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. 4. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49
Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. 6. nóvember 2023 06:43
Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. 4. nóvember 2023 22:30