Norsku strákarnir mega það sem Þórir bannaði stelpunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. nóvember 2023 07:01 Norska karlalandsliðið með stuðningsmönnum sínum. Norska karlalandsliðið í handbolta lauk leik um helgina í æfingamótinu Gulldeildinni þar sem liðið lék þrjá leiki. Eftir eina sigur liðsins á mótinu tóku leikmenn liðsins liðsmynd með stuðningsmönnum liðsins, nokkuð sem norska kvennalandsliðið fær ekki að gera. Á dögunum vakti athygli að leikmenn norska kvennalandsliðsins, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hafi verið meinað að gefa eiginhandaráritanuir og taka sjálfur með áhorfendum og stuðningsmönnum liðsins í aðdraganda HM kvenna sem hefst síðar í mánuðinum. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir, sem og þjálfarateymið allt í kringum liðið, hefur mátt þola ýmsa gagnrýni fyrir þessa ákvörðun og hefur Þórir meðal annars verið kallaður móðursjúkur í norskum fjölmiðlum. Eftir leik norska karlalandsliðsins í Gulldeildinni gegn Spánverjum síðastliðinn sunnudag, sem norska liðið vann með tveimur mörkum, 31-29, birti liðið þó mynd af sér með stuðningsmönnum liðsins, en Gulldeildin er hluti af undirbúningi norska liðsins fyrir EM sem hefst í janúar. Norski blaðamaurinn Stig Nygård vakti athygli á myndinni og sagði að „svona byggi maður upp traust og búi til alvöru stuðningsmenn.“ Hins vegar hefur einnig verið bent á að þetta sé algjörlega þveröfugt við þær reglur sem eru við lýði hjá norska kvennalandsliðinu, þrátt fyrir að liðin tvö séu vissulega undir sama sambandinu. „Norsku strákarnir gera þveröfugt við norsku stelpurnar sem kjósa að einangra sig frá aðdáendum,“ ritar blaðamaðurinn Johan Flinck á X, áður Twitter. „Áhugavert þar sem þetta er sama sambandið.“ Norski handboltinn HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira
Á dögunum vakti athygli að leikmenn norska kvennalandsliðsins, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hafi verið meinað að gefa eiginhandaráritanuir og taka sjálfur með áhorfendum og stuðningsmönnum liðsins í aðdraganda HM kvenna sem hefst síðar í mánuðinum. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir, sem og þjálfarateymið allt í kringum liðið, hefur mátt þola ýmsa gagnrýni fyrir þessa ákvörðun og hefur Þórir meðal annars verið kallaður móðursjúkur í norskum fjölmiðlum. Eftir leik norska karlalandsliðsins í Gulldeildinni gegn Spánverjum síðastliðinn sunnudag, sem norska liðið vann með tveimur mörkum, 31-29, birti liðið þó mynd af sér með stuðningsmönnum liðsins, en Gulldeildin er hluti af undirbúningi norska liðsins fyrir EM sem hefst í janúar. Norski blaðamaurinn Stig Nygård vakti athygli á myndinni og sagði að „svona byggi maður upp traust og búi til alvöru stuðningsmenn.“ Hins vegar hefur einnig verið bent á að þetta sé algjörlega þveröfugt við þær reglur sem eru við lýði hjá norska kvennalandsliðinu, þrátt fyrir að liðin tvö séu vissulega undir sama sambandinu. „Norsku strákarnir gera þveröfugt við norsku stelpurnar sem kjósa að einangra sig frá aðdáendum,“ ritar blaðamaðurinn Johan Flinck á X, áður Twitter. „Áhugavert þar sem þetta er sama sambandið.“
Norski handboltinn HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira