Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2023 07:08 Mazouk segir ómögulegt að sleppa gíslunum á meðan árásir Ísraelsmanna standa yfir. Netanyahu segir hlé ekki verða gerð fyrir en gíslunum verður sleppt. epa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. Forsætisráðherrann sagði stjórnvöld myndu íhuga að gera stutt hlé á árásum sínum, klukkustund hér og klukkustund þar, til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa eða gíslum út en sagðist ekki sjá vopnhlé fyrir sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Netanyahu í síma í gær og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael en lagði einnig áherslu á að vernda þyrfti almenna borgara. Þá ræddu þeir einnig svokölluð mannúðarhlé. Stjórnvöld vestanhafs eru hins vegar sögð deila þeim áhyggjum Ísraelsmanna að Hamas-samtökin myndu notfæra sér vopnahlé til að endurskipuleggja sig. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að unnið væri að því að elta uppi og finna einstaklinga sem færu fyrir aðgerðum Hamas. Tortíming þeirra myndi torvelda Hamas-liðum að gera gagnárásir. Háttsettur leiðtogi Hamas, Moussa Abu Marzouk, sagði í samtali við BBC á laugardag að það væri ekki rétt að Hamas-liðar hefðu drepið almenna borgara í árásum sínum 7. október síðastliðinn, heldur hefðu hermenn verið skotmarkið. Um hreina og beina lygi er að ræða en mikið magn sönnunargagna sýnir hvernig börn, konur og menn voru drepnir af engu tilefni. Þegar Marzouk var sýnt eitt slíkt myndskeið neitaði hann að tjá sig. Greint var frá viðtalinu við Marzouk í gær og haft eftir honum að Hamas gæti ekki sleppt þeim 200 gíslum sem voru teknir á meðan árásir Ísraelsmanna stæðu yfir. „Við munum sleppa þeim en við þurfum að stöðva átökin,“ sagði hann. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ítrekaði áköll eftir mannúð í gær og sagði að Gasa væri að verða grafreitur fyrir börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Forsætisráðherrann sagði stjórnvöld myndu íhuga að gera stutt hlé á árásum sínum, klukkustund hér og klukkustund þar, til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa eða gíslum út en sagðist ekki sjá vopnhlé fyrir sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Netanyahu í síma í gær og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael en lagði einnig áherslu á að vernda þyrfti almenna borgara. Þá ræddu þeir einnig svokölluð mannúðarhlé. Stjórnvöld vestanhafs eru hins vegar sögð deila þeim áhyggjum Ísraelsmanna að Hamas-samtökin myndu notfæra sér vopnahlé til að endurskipuleggja sig. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að unnið væri að því að elta uppi og finna einstaklinga sem færu fyrir aðgerðum Hamas. Tortíming þeirra myndi torvelda Hamas-liðum að gera gagnárásir. Háttsettur leiðtogi Hamas, Moussa Abu Marzouk, sagði í samtali við BBC á laugardag að það væri ekki rétt að Hamas-liðar hefðu drepið almenna borgara í árásum sínum 7. október síðastliðinn, heldur hefðu hermenn verið skotmarkið. Um hreina og beina lygi er að ræða en mikið magn sönnunargagna sýnir hvernig börn, konur og menn voru drepnir af engu tilefni. Þegar Marzouk var sýnt eitt slíkt myndskeið neitaði hann að tjá sig. Greint var frá viðtalinu við Marzouk í gær og haft eftir honum að Hamas gæti ekki sleppt þeim 200 gíslum sem voru teknir á meðan árásir Ísraelsmanna stæðu yfir. „Við munum sleppa þeim en við þurfum að stöðva átökin,“ sagði hann. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ítrekaði áköll eftir mannúð í gær og sagði að Gasa væri að verða grafreitur fyrir börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31