Kröflulína komst í rekstur aftur um klukkan tvö í nótt en klukkan þrjú var rafmagnið þó af á stórum hluta landshlutans samkvæmt tilkynningu frá Landsneti.
Í nýjustu tilkynningu á vef Landsnets sem birstist á áttunda tímanum í morgun segir síðan að Vopnafjarðarlína 1 sé komin í rekstur og því séu allir notendur komnir með tengingu við landskerfið.
Teigarhornslína 1 milli Teigarhorns og Hryggstekks er þó ennþá biluð og verið að skoða línuna.