Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2023 14:51 Hildur sakar Dag um bókfærslusjónhverfingar. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. Í dag fóru fram oddvitaumræður í borgarstjórn um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2024 til 2028, eftir að fjárhagsáætlunin var kynnt í ráðhúsinu í morgun. Á kynningunni töluðu fulltrúar meirihlutans um að reiknað sé með afgangi af rekstri A-hluta borgarinnar á næsta ári, ári á undan áætlun og að mikill viðsnúningur hefði orðið í rekstrinum í ár. Í umræðum vakti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að rekstrarniðurstaða borgarsjóðs væri neikvæð sem nemur 4,8 milljörðum króna. „Hér stíga fulltrúar meirihlutans fram og tala um gríðarlegan viðsnúning í rekstri borgarinnar, eins og nær fimm milljarða króna hallarekstur sé eitthvað gamanmál. Þeir segja umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir helstu ástæðu þess að rekstrarniðurstaðan reyndist skárri en áætlun gerði ráð fyrir. Við skulum staldra aðeins við þær fullyrðingar“, sagði Hildur í ræðu sinni. Þar vísaði hún til þess að fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 6,1 milljarða króna halla árið 2023, en útkomuspá gerir ráð fyrir 4,8 milljarða króna halla. Hildur rifjaði upp hvernig Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, boðaði fyrir tæpu ári, „einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni“. Hagræðingarkrafa hafi verið sett á öll svið, þeim gert að draga úr launakosnaði og nýjar ráðningarreglur innleiddar svo stemma mætti stigu við starfsmannafjölgun. „En var þessu fylgt eftir? Þegar tölurnar eru rýndar kemur í ljós að launakostnaður jókst um 7,3 milljarða milli ára og rekstrarkostnaður sömuleiðis um 3,9 milljarða. Starfsfólki fækkaði ekki á einu einasta sviði borgarinnar, heldur fjölgaði heilt yfir. Hvaðan sækir Einar þá viðsnúninginn? Hvar eru þessar sögulegu hagræðingar?“, spurði Hildur. Tekjur aukist til muna Hildur benti þá á að tekjur borgarinnar hefðu aukist umtalsvert milli ára. Skatttekjur, framlög Jöfnunarsjóðs og arðgreiðslur hefðu hækkað um nærri 21 milljarð milli ára, en hækkað um 9,1 milljarð frá áætlun. „Það er því ljóst að viðsnúningurinn er ekki fenginn með hagræðingu í rekstri. Nei, hann er fenginn beint úr vösum skattgreiðenda. Hann er fenginn úr auknu útsvari og úr nýjum framlögum ríkisins vegna málaflokks fatlaðs fólk. En hann er líka fenginn með auknum arðgreiðslum úr Orkuveitu og Faxaflóahöfnum, arðgreiðslum sem aukast um tæpan einn og hálfan milljarð frá áætlun. Borgarstjóri gerði auknar arðgreiðslukröfur á þessi mikilvægu innviðafyrirtæki til að plástra eigin hallarekstur. Hann virðist kæra sig kollóttan um þær mikilvægu innviðafjárfestingar sem framundan eru hjá fyrirtækjunum – og hirðir enn síður um þá mótsögn að fara fram á arðgreiðslur umfram áætlanir, hjá Orkuveitu með versnandi afkomu. Ef það er eitt sem einkennir borgarstjóra þá er það þetta: Ef hann finnur tekjutusku þá vindur hann hana.“, sagði Hildur. Sjónhverfingar frekar en hagræðingar Hildur sagði vanda borgarinnar ekki tekjuvanda enda hafi tekjur borgarinnar aukist stöðugt undanliðinn áratug. Vandinn væri mun fremur útgjaldavandi, enda hafi starfsmannafjöldi og rekstrarkostnaður aukist langt umfram lýðfræðilega þróun síðasta áratug. „Að halda því fram að hér hafi átt sér stað einhver viðsnúningur, hvað þá hagræðingar, er í besta falli heimskulegt, í versta falli óheiðarlegt. Maður hreinlega spyr sig hvort þeir félagar, Einar og Dagur, hafi lært bókfærslu í Hogwartz galdraskólanum? Því hér er mun fremur um sjónhverfingar, en hagræðingar, að ræða,“ sagði Hildur að lokum. Borgarstjórn Efnahagsmál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í dag fóru fram oddvitaumræður í borgarstjórn um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2024 til 2028, eftir að fjárhagsáætlunin var kynnt í ráðhúsinu í morgun. Á kynningunni töluðu fulltrúar meirihlutans um að reiknað sé með afgangi af rekstri A-hluta borgarinnar á næsta ári, ári á undan áætlun og að mikill viðsnúningur hefði orðið í rekstrinum í ár. Í umræðum vakti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að rekstrarniðurstaða borgarsjóðs væri neikvæð sem nemur 4,8 milljörðum króna. „Hér stíga fulltrúar meirihlutans fram og tala um gríðarlegan viðsnúning í rekstri borgarinnar, eins og nær fimm milljarða króna hallarekstur sé eitthvað gamanmál. Þeir segja umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir helstu ástæðu þess að rekstrarniðurstaðan reyndist skárri en áætlun gerði ráð fyrir. Við skulum staldra aðeins við þær fullyrðingar“, sagði Hildur í ræðu sinni. Þar vísaði hún til þess að fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 6,1 milljarða króna halla árið 2023, en útkomuspá gerir ráð fyrir 4,8 milljarða króna halla. Hildur rifjaði upp hvernig Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, boðaði fyrir tæpu ári, „einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni“. Hagræðingarkrafa hafi verið sett á öll svið, þeim gert að draga úr launakosnaði og nýjar ráðningarreglur innleiddar svo stemma mætti stigu við starfsmannafjölgun. „En var þessu fylgt eftir? Þegar tölurnar eru rýndar kemur í ljós að launakostnaður jókst um 7,3 milljarða milli ára og rekstrarkostnaður sömuleiðis um 3,9 milljarða. Starfsfólki fækkaði ekki á einu einasta sviði borgarinnar, heldur fjölgaði heilt yfir. Hvaðan sækir Einar þá viðsnúninginn? Hvar eru þessar sögulegu hagræðingar?“, spurði Hildur. Tekjur aukist til muna Hildur benti þá á að tekjur borgarinnar hefðu aukist umtalsvert milli ára. Skatttekjur, framlög Jöfnunarsjóðs og arðgreiðslur hefðu hækkað um nærri 21 milljarð milli ára, en hækkað um 9,1 milljarð frá áætlun. „Það er því ljóst að viðsnúningurinn er ekki fenginn með hagræðingu í rekstri. Nei, hann er fenginn beint úr vösum skattgreiðenda. Hann er fenginn úr auknu útsvari og úr nýjum framlögum ríkisins vegna málaflokks fatlaðs fólk. En hann er líka fenginn með auknum arðgreiðslum úr Orkuveitu og Faxaflóahöfnum, arðgreiðslum sem aukast um tæpan einn og hálfan milljarð frá áætlun. Borgarstjóri gerði auknar arðgreiðslukröfur á þessi mikilvægu innviðafyrirtæki til að plástra eigin hallarekstur. Hann virðist kæra sig kollóttan um þær mikilvægu innviðafjárfestingar sem framundan eru hjá fyrirtækjunum – og hirðir enn síður um þá mótsögn að fara fram á arðgreiðslur umfram áætlanir, hjá Orkuveitu með versnandi afkomu. Ef það er eitt sem einkennir borgarstjóra þá er það þetta: Ef hann finnur tekjutusku þá vindur hann hana.“, sagði Hildur. Sjónhverfingar frekar en hagræðingar Hildur sagði vanda borgarinnar ekki tekjuvanda enda hafi tekjur borgarinnar aukist stöðugt undanliðinn áratug. Vandinn væri mun fremur útgjaldavandi, enda hafi starfsmannafjöldi og rekstrarkostnaður aukist langt umfram lýðfræðilega þróun síðasta áratug. „Að halda því fram að hér hafi átt sér stað einhver viðsnúningur, hvað þá hagræðingar, er í besta falli heimskulegt, í versta falli óheiðarlegt. Maður hreinlega spyr sig hvort þeir félagar, Einar og Dagur, hafi lært bókfærslu í Hogwartz galdraskólanum? Því hér er mun fremur um sjónhverfingar, en hagræðingar, að ræða,“ sagði Hildur að lokum.
Borgarstjórn Efnahagsmál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira