Magdeburg lagði Al-Khaleej með níu marka mun í C-riðli í kvöld, lokatölur 29-20. Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk og Janus Daði Smárason gerði eitt mark.
Magdeburg mætir University of Queensland frá Ástralíu á fimmtudaginn kemur.
Fyrr í dag unnu Haukur Þrastarson og liðsfélagar hans í pólska liðinu Kielce eins marks sigur á Najma frá Barein, lokatölur 27-26. Haukur skoraði tvö mörk og gaf fimm stoðsendingar.