Handbolti

Mag­deburg ekki í vand­ræðum í Sádi-Arabíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi og félagar í Magdeburg eiga titil að verja.
Ómar Ingi og félagar í Magdeburg eiga titil að verja. Foto Olimpik/Getty Images

Ríkjandi heimsmeistarar Magdeburgar hófu titilvörn sína með öruggum sigri en liðið er nú statt á heimsmeistarakeppni félagsliða í handbolta sem fram fer í Dammam í Sádi-Arabíu.

Magdeburg lagði Al-Khaleej með níu marka mun í C-riðli í kvöld, lokatölur 29-20. Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk og Janus Daði Smárason gerði eitt mark.

Magdeburg mætir University of Queensland frá Ástralíu á fimmtudaginn kemur.

Fyrr í dag unnu Haukur Þrastarson og liðsfélagar hans í pólska liðinu Kielce eins marks sigur á Najma frá Barein, lokatölur 27-26. Haukur skoraði tvö mörk og gaf fimm stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×