„Skammast mín ekki fyrir það að vera öðruvísi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2023 14:00 Caster Semenya var ríkjandi Ólympíu- og heimsmeistarari þegar nýjar reglur voru setta henni til höfuðs. Getty/Michael Dodge Caster Semenya hefur unnið tvö Ólympíugull á ferlinum en stærsta keppnin hennar hefur þó verið baráttan fyrir því að fá hreinlega að keppa. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur reynt flest til að koma í veg fyrir að Semenya geti keppt í kvennaflokki í sínum bestu greinum á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum. Hin 32 ára gamla Semenya fæddist með mun hærra magn af testósterón hormóninu en þekkt er hjá konum sem gerir henni auðveldara með að auka vöðvamassa og styrk. Suður-afríska hlaupakonan má í dag ekki taka þátt í kvennakeppnum nema að taka lyf sem minnka magn testósteróns hjá henni. Það vill hún ekki gera og segir það hreinlega hættulegt heilsu sinni. Vann gull á ÓL 2012 og ÓL 2016 Áður hafði hún verið yfirburðarkona í 800 metra hlaupi þar sem hún vann gullverðlaun á bæði Ólympíuleikunum í London 2012 sem og á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð einnig þrisvar sinnum heimsmeistari í 800 metra hlaupi á árunum 2009 til 2017. Semenya talaði um það nýverið að hún ætlaði að einbeita sér meira að baráttunni gegn yfirvöldum frekar en að vinna til verðlauna. Hún hefur ekki lengur það markmið að keppa á Ólympíuleikunum 2024. Samkvæmt reglu sem var sett árið 2018 þá mega íþróttakonur eins og Semenya ekki ekki keppa í kvennaflokki í greinum frá 400 metra hlaupi upp í míluhlaup nema að þær minnki testósterón magn sitt með lyfjagjöf. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Í mínum huga þá ertu kona ef þú ert kona. Það á ekki að skipta máli hvernig þú ert. Ég hef áttað mig á því að ég vil lifa mínu lífi og berjast fyrir því sem ég tel að sé rétt,“ sagði Caster Semenya í viðtali við breska ríkisútvarpið. Veit að hún er kona „Ég veit að ég er kona og sætti mig við allt sem því fylgir,“ sagði Semenya. Hún reyndi að hlaupa 5000 metra hlaup á HM í Oregon á síðasta ári en komst ekki í úrslit. „Ég geri mér grein fyrir því að ég er öðruvísi. Mér er sama um læknisfræðileg hugtök eða hvað þau kalla mig. Að fæðast án legs eða með innvortis eistu. Það gerir mig ekki að minni konu,“ sagði Semenya. „Svona fæddist ég og ég mun fagna því. Ég skammast mín ekki fyrir það að vera öðruvísi. Ég er öðruvísi og sérstök og mér líður mjög vel með það,“ sagði Semenya. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur reynt flest til að koma í veg fyrir að Semenya geti keppt í kvennaflokki í sínum bestu greinum á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum. Hin 32 ára gamla Semenya fæddist með mun hærra magn af testósterón hormóninu en þekkt er hjá konum sem gerir henni auðveldara með að auka vöðvamassa og styrk. Suður-afríska hlaupakonan má í dag ekki taka þátt í kvennakeppnum nema að taka lyf sem minnka magn testósteróns hjá henni. Það vill hún ekki gera og segir það hreinlega hættulegt heilsu sinni. Vann gull á ÓL 2012 og ÓL 2016 Áður hafði hún verið yfirburðarkona í 800 metra hlaupi þar sem hún vann gullverðlaun á bæði Ólympíuleikunum í London 2012 sem og á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð einnig þrisvar sinnum heimsmeistari í 800 metra hlaupi á árunum 2009 til 2017. Semenya talaði um það nýverið að hún ætlaði að einbeita sér meira að baráttunni gegn yfirvöldum frekar en að vinna til verðlauna. Hún hefur ekki lengur það markmið að keppa á Ólympíuleikunum 2024. Samkvæmt reglu sem var sett árið 2018 þá mega íþróttakonur eins og Semenya ekki ekki keppa í kvennaflokki í greinum frá 400 metra hlaupi upp í míluhlaup nema að þær minnki testósterón magn sitt með lyfjagjöf. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Í mínum huga þá ertu kona ef þú ert kona. Það á ekki að skipta máli hvernig þú ert. Ég hef áttað mig á því að ég vil lifa mínu lífi og berjast fyrir því sem ég tel að sé rétt,“ sagði Caster Semenya í viðtali við breska ríkisútvarpið. Veit að hún er kona „Ég veit að ég er kona og sætti mig við allt sem því fylgir,“ sagði Semenya. Hún reyndi að hlaupa 5000 metra hlaup á HM í Oregon á síðasta ári en komst ekki í úrslit. „Ég geri mér grein fyrir því að ég er öðruvísi. Mér er sama um læknisfræðileg hugtök eða hvað þau kalla mig. Að fæðast án legs eða með innvortis eistu. Það gerir mig ekki að minni konu,“ sagði Semenya. „Svona fæddist ég og ég mun fagna því. Ég skammast mín ekki fyrir það að vera öðruvísi. Ég er öðruvísi og sérstök og mér líður mjög vel með það,“ sagði Semenya.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira