Hefur enn ekki fengið svör um byssukaup Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 06:45 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði fyrirspurn sína aftur fram á nýju þingi. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata furðar sig á því að sér hafi ekki borist svör frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sinni um vopnakaup lögreglu. Fyrirspurnin var lögð fram í maí og svo aftur á nýju þingi. Ráðuneytið segir svara að vænta 15. nóvember, degi eftir sérstaka umræðu um málið á þingi. „Samkvæmt lögum hefur ráðherra fimmtán daga til þess að svara fyrirspurnum. Nú eru komnir fimm mánuðir síðan,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hún óskaði í maí síðastliðnum eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. „Það sem gerist náttúrulega í millitíðinni er að þing er rofið, en ég ítrekaði spurninguna í september og ráðuneytið hefur haft þetta inni á sínu borði síðan í maí,“ segir Arndís. Þegar fyrirspurnin var lögð fram var Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af honum þann 18. júní síðastliðinn. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna málsins kemur fram að heimild hafi verið veitt fyrir frestun á svari á þingfundi á mánudag síðastliðinn. Unnið sé að svari í ráðuneytinu og gert sé ráð fyrir því að svarið verði tilbúið fyrir veittan frest þann 15. nóvember. „Þetta ætti náttúrulega bara að liggja fyrir,“ segir Arndís Anna. „Þetta eru spurningar um tölulegar upplýsingar og staðreyndir sem eiga að liggja fyrir.“ Það er töluverður tími síðan og ráðherraskipti í millitíðinni. Hefur þessi umræða gleymst? „Ég ímynda mér kannski að ráðherra sé að vona það. En ég held það svo sannarlega ekki. Á miðvikudag í næstu viku verður sérstök umræða í þinginu um vopnaburð lögreglu,“ segir Arndís. Hún segir það sæta furðu að svör ráðherra muni berast degi eftir þá umræðu. Ráðherra hafi vitað af umræðunni á þingi og segist Arndís ekki telja að um tilviljun sé að ræða. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Lögreglan Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22 Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Samkvæmt lögum hefur ráðherra fimmtán daga til þess að svara fyrirspurnum. Nú eru komnir fimm mánuðir síðan,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hún óskaði í maí síðastliðnum eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. „Það sem gerist náttúrulega í millitíðinni er að þing er rofið, en ég ítrekaði spurninguna í september og ráðuneytið hefur haft þetta inni á sínu borði síðan í maí,“ segir Arndís. Þegar fyrirspurnin var lögð fram var Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af honum þann 18. júní síðastliðinn. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna málsins kemur fram að heimild hafi verið veitt fyrir frestun á svari á þingfundi á mánudag síðastliðinn. Unnið sé að svari í ráðuneytinu og gert sé ráð fyrir því að svarið verði tilbúið fyrir veittan frest þann 15. nóvember. „Þetta ætti náttúrulega bara að liggja fyrir,“ segir Arndís Anna. „Þetta eru spurningar um tölulegar upplýsingar og staðreyndir sem eiga að liggja fyrir.“ Það er töluverður tími síðan og ráðherraskipti í millitíðinni. Hefur þessi umræða gleymst? „Ég ímynda mér kannski að ráðherra sé að vona það. En ég held það svo sannarlega ekki. Á miðvikudag í næstu viku verður sérstök umræða í þinginu um vopnaburð lögreglu,“ segir Arndís. Hún segir það sæta furðu að svör ráðherra muni berast degi eftir þá umræðu. Ráðherra hafi vitað af umræðunni á þingi og segist Arndís ekki telja að um tilviljun sé að ræða.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Lögreglan Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22 Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22
Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27