Enski boltinn

Föður Díaz sleppt úr haldi mann­ræningja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Síðustu dagar hafa verið krefjandi fyrir Luis Díaz.
Síðustu dagar hafa verið krefjandi fyrir Luis Díaz. getty/Andrew Powell

Föður Luis Díaz, Kólumbíumannsins hjá Liverpool, hefur verið sleppt úr haldi mannræningja.

Skæruliðasamtökin ELN rændu foreldrum Díaz í heimaborg þeirra, Barrancas, laugardaginn 28. október. 

Móður hans var fljótlega sleppt en faðir hans, Luis Manuel, var áfram í haldi mannræningjana.

Honum hefur nú verið sleppt eftir tólf daga í haldi ELN. Hann var sóttur við Perija fjöllin við landamæri Kólumbíu og Venesúela. Fulltrúar kólumbísku kirkjunnar og Sameinuðu þjóðanna tóku á móti honum. 

Luis Manuel var í kjölfarið fluttur með herþyrlu á spítala þar sem hann gengst undir læknisskoðun áður en hann snýr aftur til fjölskyldu sinnar.

Díaz skoraði jöfnunarmark Liverpool gegn Luton Town í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Eftir leikinn biðlaði Díaz til ELN að láta föður sinn lausan.

Díaz er í byrjunarliði Liverpool sem mætir Toulouse í Evrópudeildinni klukkan 17:45 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×