Stöð 2 Sport
Deildarmeistarar Vals mæta í heimsókn í Ólafssal þar sem Haukar taka á móti þeim í Subway-deild karla í körfubolta klukkan 19:00. Að leik loknum tekur Subway Körfuboltakvöld við keflinu og gerir umferðina upp.
Stöð 2 Sport 2
Ítalski boltinn á heima á Stöð 2 Sport 2 og klukkan 17:20 tekur Sassuolo á móti Salernitana. Klukkan 19:35 er svo komið að Alberti Guðmundssyni og félögum í Genoa þegar þeir taka á móti Hellas Verona.
Stöð 2 Sport 4
ANNIKA driven by Gainbridge at Pelican mótið á LPGA-mótaröðinni í golfi heldur áfram á Stöð 2 Sport 4 klukkan 15:00.
Vodafone Sport
NHL On The Fly verður á dagskrá klukkan 10:00, en klukkan 19:25 hefst bein útsending frá viðureign Barcelona og Crvena Zvezda Belgrade í Evrópudeildinni í körfubolta.
Við lokum svo dagskránni á viðureign Panthers og Hurricanes í NHL-deildinni í íshokkí klukkan 00:05 eftir miðnætti.