„Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 14:17 Gunnar Ingi heldur úti viðtalsþáttunum Lífið á biðlista. Skjáskot/Lífið á biðlista „Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði,“ segir viðmælandi Gunnars Inga Valgeirssonar, í viðtalsþættinum Lífið á biðlista. Viðmælandinn er karlmaður sem kýs að vera nafnlaus. Hann er heimilislaus í virki neyslu en dreymir um betra líf til að geta verið til staðar fyrir fjölskyldu sína og vini. Hann mætir með rauðvínsbelju meðferðis í viðtalið og tekur vænan sopa áður en þeir hefja samtalið. Án vínsins myndi hann skjálfa. Gunnar skrifar í færslu um þáttinn að viðmælandi hans hafi hlaupið út af Vogi í geðrofi og ofsakvíðakasti og skilið eigur sínar eftir. „Hann grátbað um að fá að koma aftur en eina sem hann fékk var þriggja vikna bið eftir viðtali hjá ráðgjafa. Hann endaði á gistiskýlinu þar sem ungur drengur lést í fanginu á honum,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi varð edrú í febrúar og gefur fólki í neyslu rödd í von um betra líf.Gunnar Ingi. Kvíðinn frá unga aldri Viðmælandi Gunnars byrjaði aðeins fjórtán ára gamall að bæla niður tilfinningar sínar með áfengi sem þróaðist með tímanum í harðari neyslu. Hann hafði leitað sér aðstoðar hjá geðlæknum frá unga aldri sem skrifuðu upp á lyf sem juku vanlíðanina eða gerðu hann þreyttan. Þá hafi hann fyrst fundið fyrir vellíðan daginn sem hann drakk áfengi, því þá hvarf kvíðinn. „Ég drekk svo mikið magn að það er ógeðslegt. Ég veit ekki í andskotanum af hverju ég er á lífi. Ég drekk einhverja lítra á dag. Núna er ég örugglega búinn að drekka tvo lítra og tala við þig eins og ekkert hafi í skorist, nokkurn veginn,“ segir hann. Viðtalið var tekið fyrir hádegi á virkum degi. Viðmælandinn segist ekki óska sínum versta óvin að upplifa sekúndu af því sem hann hefur upplifað síðastliðinn mánuð en ungur strákur lést í fangi hans í gistiskýlinu. Hann ber söguna slæma af gistiskýlinu þar sem sprautunálar og blóð eru á víð og dreif um húsið. Á hverju kvöldi leggst hann á koddann í þeirri von um að vakna ekki aftur. Viðmælandinn er starfsmönnum gistiskýlisins ævinlega þakklátur og eiga þátt í því að hann sé enn á lífi. „Allir strákarnir sem ég hef talað við í gistiskýlinu eru allir á biðlista. Þeir vilja allir hjálp. Það eru bara fíklar og aðstandendur sem skilja þetta ástand.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan: Fíkn Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Hann mætir með rauðvínsbelju meðferðis í viðtalið og tekur vænan sopa áður en þeir hefja samtalið. Án vínsins myndi hann skjálfa. Gunnar skrifar í færslu um þáttinn að viðmælandi hans hafi hlaupið út af Vogi í geðrofi og ofsakvíðakasti og skilið eigur sínar eftir. „Hann grátbað um að fá að koma aftur en eina sem hann fékk var þriggja vikna bið eftir viðtali hjá ráðgjafa. Hann endaði á gistiskýlinu þar sem ungur drengur lést í fanginu á honum,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi varð edrú í febrúar og gefur fólki í neyslu rödd í von um betra líf.Gunnar Ingi. Kvíðinn frá unga aldri Viðmælandi Gunnars byrjaði aðeins fjórtán ára gamall að bæla niður tilfinningar sínar með áfengi sem þróaðist með tímanum í harðari neyslu. Hann hafði leitað sér aðstoðar hjá geðlæknum frá unga aldri sem skrifuðu upp á lyf sem juku vanlíðanina eða gerðu hann þreyttan. Þá hafi hann fyrst fundið fyrir vellíðan daginn sem hann drakk áfengi, því þá hvarf kvíðinn. „Ég drekk svo mikið magn að það er ógeðslegt. Ég veit ekki í andskotanum af hverju ég er á lífi. Ég drekk einhverja lítra á dag. Núna er ég örugglega búinn að drekka tvo lítra og tala við þig eins og ekkert hafi í skorist, nokkurn veginn,“ segir hann. Viðtalið var tekið fyrir hádegi á virkum degi. Viðmælandinn segist ekki óska sínum versta óvin að upplifa sekúndu af því sem hann hefur upplifað síðastliðinn mánuð en ungur strákur lést í fangi hans í gistiskýlinu. Hann ber söguna slæma af gistiskýlinu þar sem sprautunálar og blóð eru á víð og dreif um húsið. Á hverju kvöldi leggst hann á koddann í þeirri von um að vakna ekki aftur. Viðmælandinn er starfsmönnum gistiskýlisins ævinlega þakklátur og eiga þátt í því að hann sé enn á lífi. „Allir strákarnir sem ég hef talað við í gistiskýlinu eru allir á biðlista. Þeir vilja allir hjálp. Það eru bara fíklar og aðstandendur sem skilja þetta ástand.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan:
Fíkn Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira