„Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 16. nóvember 2023 07:01 Guðrún Ebba Ólafssdóttir, forstöðukona, og Vagnbjörg Magnúsdóttir, formaður Batahússins. Vísir/Vilhelm Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. Rúmt ár er frá því að Batahúsið opnaði og frá þeim tíma hafa alls sex konur búið í húsinu. Batahúsið er staðsett í miðbænum. Er gamalt og gróið en búið að gera það huggulegt. Í kjallara og á efstu hæð eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Á miðhæð er svo að finna sameiginlegt rými. Þar geta konurnar bæði eldað saman mat og horft á sjónvarpið eða tekið á móti gestum ef þær vilja. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, forstöðukona hússins, segir að þær stefni á að bæta við einu svefnherbergi í því herbergi þar sem nú er skrifstofa hennar. „Konurnar eru edrú. Þetta er svo ekki bara staður til að búa á heldur er sett skilyrði um endurhæfingu. En ég held að okkar góða árangur megi rekja til þess. Því þetta er heildrænt,“ segir Vagnbjörg Magnúsdóttir, fíkni- og áfallafræðingur sem er formaður stjórnar Bata, góðgerðafélags, sem rekur Batahúsin. Konurnar elda saman í eldhúsinu. Vísir/Vilhelm Endurhæfingin sem þær sækja er fjölbreytt en konurnar geta sótt sérstaklega um styrk úr Sollusjóði til þess, meðal annars, að greiða fyrir þjónustu hjá fíknifræðingum, fjölskyldufræðingum, sálfræðingum og öðrum sálmeðferðaraðilum, sjúkraþjálfurum og tannlæknum. Að auki geta þær sótt um styrki til náms eða námskeiða. Byrja rólega „Þetta er áfangaheimili fyrir konur með fíknivanda sem eru að koma úr fangelsi. Stundum fá þær að klára afplánun í meðferð og það getur verið góður grunnur áður en þær koma til okkar,“ segir Vagnbjörg. „Við höfum auðvitað sterkar skoðanir á þessu. Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum,“ segir Vagnbjörg og að því hafi það verið þeim mikið gleðiefni að koma á þessu tilraunaverkefni í samstarfi við Fangelsismálastofnun. „Við byrjum rólega og gerðum samning um að hún fái að ljúka afplánun hér. Við erum að sækjast eftir því að veita konum betri þjónustu og þetta er í takt við það,“ segir Vagnbjörg. Vagnbjörg segir það alveg skýrt að sínu mati að konur eigi ekki að afplána með karlmönnum. Vísir/Vilhelm „Ein kvennanna sem hefur dvalið hérna fékk svo nýlega dóm og við höfum óskað eftir því að hún fái að afplána hann hér,“ segir Guðrún Ebba. „Það er svo hrikalegt að þurfa að fara aftur inn í fangelsi. Hún er komin í gott prógram og endurhæfingu og svo margt jákvætt að gerast hjá henni. Við gerum allt sem við getum svo hún missi það ekki,“ segir Guðrún Ebba en þær bíða þess nú að Fangelsismálastofnun samþykki umsóknina. Verði umsóknin samþykkt munu gilda sömu reglur fyrir konuna í Batahúsinu og gilda fyrir þau sem eru að ljúka afplánun á Vernd. „Þetta er sá hópur sem er viðkvæmastur en fær minnstu þjónustuna. Þetta er svo lítill hópur að við eigum alveg að geta gert betur,“ segir Vagnbjörg en viðurkennir að á sama tíma hafi það mögulega verið það sem hefur háð hópnum. „Fólk fer svo oft að nota aftur við þessar aðstæður. Því er svo mikilvægt að hún fái að klára þetta hér,“ segir Vagnbjörg. Hægt er að horfa á sjónvarpið saman. Vísir/Vilhelm Fái hún það ekki sé aðeins í boði að afplána á Sogni þar sem eru 18 karlmenn á móti þremur konum. „Það er óásættanlegt,“ segir Vagnbjörg og bendir á að í skýrslu umboðsmanns Alþingis í sumar um stöðu kvenna í fangelsum hafi sérstaklega verið talað um þessi blönduðu úrræði, og hversu slæm þau væru fyrir konur. Ísland sé lítið land og þessi heimur sem þær lifa í enn minni. Því séu miklar líkur á því að við afplánun hitti þær fólk sem þær hafi verið að nota með eða jafnvel menn sem hafi beitt þær ofbeldi. „Yfirleitt er þetta sama fólkið sem er að koma inn og út úr fangelsi. Með þessu þá erum við að samþykkja að þær fari aftur í sama umhverfi. Það er kannski meira öryggi því það er starfsfólk Fangelsismálastofnunar, en það er mjög takmarkað. Þetta er úrræði fyrir karla,“ segir Vagnbjörg. Guðrún Ebba sér alfarið um að taka á móti konunum og kynna þær fyrir áfangaheimilinu og starfseminni. Hún segist venjulega hitta þær áður en þær koma og útskýra reglur hússins. Best sé þegar þær hafa komið og skoðað húsið áður en þær flytja inn ef þær hafa tök á því en þær sem koma beint úr afplánun eða meðferð hafa auðvitað ekki tök á því. Fyrir er Guðrún Ebba oft búin að mynda tengsl við konurnar en hún fer vikulega á Hólmsheiði og er með sambærilegt námskeið þar og hún er með í Batahúsinu. „Þetta er ákveðin þróunarvinna sem tekur mið af aðstæðum hverju sinni,“ segir Guðrún Ebba. Guðrún Ebba Ólafsdóttir sér um að taka á móti konunum. Vísir/Vilhelm Þegar konurnar eru komnar í dvöl sér Guðrún Ebba svo alfarið um samskiptin. Í því felst, til dæmis að eiga með þeim morgunstund en einnig heyrir hún í hverri þeirra á kvöldin og um helgar. Þá kaupir hún inn fyrir þær ýmsar grunnvörur í eldhúsið og til heimilisins. Einu sinni í viku er hún með námskeið í Batahúsinu og viðfangsefnin eru fjölbreytt, svo sem: Fræðsla um áföll og afleiðingar þeirra; sjálfsumhyggja í stað sjálfsrefsingar; sjálfsmyndin og ólíkar kröfur til kynja; að vinna með eftirsjá á uppbyggjandi hátt; fræðsla um einkenni óheilbrigðra sambanda; lífsleikni, samskipti og vinátta. „Við gerum ýmislegt saman,“ segir Guðrún Ebba og nefnir sem dæmi leikhúsferðir, jólatónleika, jólahlaðborð, Bláa lónið og dagsferð um Gullna hringinn. „Við borðum líka saman á veitingahúsum af ýmsum tilefnum og fögnum edrúáföngum og afmælum. Í lok október var haldin sköpunarsmiðja, Tólf spora ævintýri og fram undan er ýmislegt á aðventunni eins og til dæmis skiltagerð, smákökubakstur og spilakvöld.“ Konurnar leggja mikið upp úr því að gera herbergin heimilisleg. Aðsend Þær Guðrún Ebba og Vagnbjörg eru sammála um að þrátt fyrir að Batahúsið sé nýtt úrræði þá hafi það heppnast mjög vel. Það styðja niðurstöður úttektar Félagsvísindastofnunar frá því í vetur þar sem kom meðal annars fram að færri komist að en vilja og að virðingin og umhyggjan sem einkennir úrræðið hafi átt þátt í því að skjólstæðingarnir töldu sig vera tilbúnari til að taka á móti hjálpinni sem þeim stendur til boða fyrir tilstuðlan Batahúss. Þá kom einnig fram í niðurstöðunum að þátttakendur væru meðvitaðir um jaðarstöðu sína í samfélaginu en að þeim hafi liðið eins og í Batahúsi hafi þeim verið mætt af skilningi og sem jafningjum. Það skal þó tekið fram að úttektin var gerð á báðum Batahúsunum en einnig er rekið Batahús fyrir karla. Vagnbjörg og Guðrún Ebba segja að þær muni halda áfram að þróa Batahúsið í samráði við heimiliskonur. Þær segja að það komi vel til greina að stækka það. Ekki húsið sjálft, heldur að búa til annað svipað í öðru húsi. Þá segjast þær enn fremur vonast til þess að tilraunaverkefnið muni leiða til frekara samstarfs við Fangelsismálastofnun og að fleiri konur geti lokið sinni afplánun hjá þeim. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fangelsismálastofnun rekur ekki Vernd og það starfa konur þar. Fangelsismál Fíkn Jafnréttismál Tengdar fréttir „Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt“ Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir afplánaði dóm á meðan heimsfaraldri stóð. Fyrst á Hólmsheiði og svo að Sogni. Hún segir eitt stærsta vandamálið sem hún upplifði innan fangelsisins hafa verið skort á upplýsingagjöf. 10. júlí 2023 09:00 „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. 8. júlí 2023 15:31 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Innlent Fleiri fréttir „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Sjá meira
Rúmt ár er frá því að Batahúsið opnaði og frá þeim tíma hafa alls sex konur búið í húsinu. Batahúsið er staðsett í miðbænum. Er gamalt og gróið en búið að gera það huggulegt. Í kjallara og á efstu hæð eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Á miðhæð er svo að finna sameiginlegt rými. Þar geta konurnar bæði eldað saman mat og horft á sjónvarpið eða tekið á móti gestum ef þær vilja. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, forstöðukona hússins, segir að þær stefni á að bæta við einu svefnherbergi í því herbergi þar sem nú er skrifstofa hennar. „Konurnar eru edrú. Þetta er svo ekki bara staður til að búa á heldur er sett skilyrði um endurhæfingu. En ég held að okkar góða árangur megi rekja til þess. Því þetta er heildrænt,“ segir Vagnbjörg Magnúsdóttir, fíkni- og áfallafræðingur sem er formaður stjórnar Bata, góðgerðafélags, sem rekur Batahúsin. Konurnar elda saman í eldhúsinu. Vísir/Vilhelm Endurhæfingin sem þær sækja er fjölbreytt en konurnar geta sótt sérstaklega um styrk úr Sollusjóði til þess, meðal annars, að greiða fyrir þjónustu hjá fíknifræðingum, fjölskyldufræðingum, sálfræðingum og öðrum sálmeðferðaraðilum, sjúkraþjálfurum og tannlæknum. Að auki geta þær sótt um styrki til náms eða námskeiða. Byrja rólega „Þetta er áfangaheimili fyrir konur með fíknivanda sem eru að koma úr fangelsi. Stundum fá þær að klára afplánun í meðferð og það getur verið góður grunnur áður en þær koma til okkar,“ segir Vagnbjörg. „Við höfum auðvitað sterkar skoðanir á þessu. Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum,“ segir Vagnbjörg og að því hafi það verið þeim mikið gleðiefni að koma á þessu tilraunaverkefni í samstarfi við Fangelsismálastofnun. „Við byrjum rólega og gerðum samning um að hún fái að ljúka afplánun hér. Við erum að sækjast eftir því að veita konum betri þjónustu og þetta er í takt við það,“ segir Vagnbjörg. Vagnbjörg segir það alveg skýrt að sínu mati að konur eigi ekki að afplána með karlmönnum. Vísir/Vilhelm „Ein kvennanna sem hefur dvalið hérna fékk svo nýlega dóm og við höfum óskað eftir því að hún fái að afplána hann hér,“ segir Guðrún Ebba. „Það er svo hrikalegt að þurfa að fara aftur inn í fangelsi. Hún er komin í gott prógram og endurhæfingu og svo margt jákvætt að gerast hjá henni. Við gerum allt sem við getum svo hún missi það ekki,“ segir Guðrún Ebba en þær bíða þess nú að Fangelsismálastofnun samþykki umsóknina. Verði umsóknin samþykkt munu gilda sömu reglur fyrir konuna í Batahúsinu og gilda fyrir þau sem eru að ljúka afplánun á Vernd. „Þetta er sá hópur sem er viðkvæmastur en fær minnstu þjónustuna. Þetta er svo lítill hópur að við eigum alveg að geta gert betur,“ segir Vagnbjörg en viðurkennir að á sama tíma hafi það mögulega verið það sem hefur háð hópnum. „Fólk fer svo oft að nota aftur við þessar aðstæður. Því er svo mikilvægt að hún fái að klára þetta hér,“ segir Vagnbjörg. Hægt er að horfa á sjónvarpið saman. Vísir/Vilhelm Fái hún það ekki sé aðeins í boði að afplána á Sogni þar sem eru 18 karlmenn á móti þremur konum. „Það er óásættanlegt,“ segir Vagnbjörg og bendir á að í skýrslu umboðsmanns Alþingis í sumar um stöðu kvenna í fangelsum hafi sérstaklega verið talað um þessi blönduðu úrræði, og hversu slæm þau væru fyrir konur. Ísland sé lítið land og þessi heimur sem þær lifa í enn minni. Því séu miklar líkur á því að við afplánun hitti þær fólk sem þær hafi verið að nota með eða jafnvel menn sem hafi beitt þær ofbeldi. „Yfirleitt er þetta sama fólkið sem er að koma inn og út úr fangelsi. Með þessu þá erum við að samþykkja að þær fari aftur í sama umhverfi. Það er kannski meira öryggi því það er starfsfólk Fangelsismálastofnunar, en það er mjög takmarkað. Þetta er úrræði fyrir karla,“ segir Vagnbjörg. Guðrún Ebba sér alfarið um að taka á móti konunum og kynna þær fyrir áfangaheimilinu og starfseminni. Hún segist venjulega hitta þær áður en þær koma og útskýra reglur hússins. Best sé þegar þær hafa komið og skoðað húsið áður en þær flytja inn ef þær hafa tök á því en þær sem koma beint úr afplánun eða meðferð hafa auðvitað ekki tök á því. Fyrir er Guðrún Ebba oft búin að mynda tengsl við konurnar en hún fer vikulega á Hólmsheiði og er með sambærilegt námskeið þar og hún er með í Batahúsinu. „Þetta er ákveðin þróunarvinna sem tekur mið af aðstæðum hverju sinni,“ segir Guðrún Ebba. Guðrún Ebba Ólafsdóttir sér um að taka á móti konunum. Vísir/Vilhelm Þegar konurnar eru komnar í dvöl sér Guðrún Ebba svo alfarið um samskiptin. Í því felst, til dæmis að eiga með þeim morgunstund en einnig heyrir hún í hverri þeirra á kvöldin og um helgar. Þá kaupir hún inn fyrir þær ýmsar grunnvörur í eldhúsið og til heimilisins. Einu sinni í viku er hún með námskeið í Batahúsinu og viðfangsefnin eru fjölbreytt, svo sem: Fræðsla um áföll og afleiðingar þeirra; sjálfsumhyggja í stað sjálfsrefsingar; sjálfsmyndin og ólíkar kröfur til kynja; að vinna með eftirsjá á uppbyggjandi hátt; fræðsla um einkenni óheilbrigðra sambanda; lífsleikni, samskipti og vinátta. „Við gerum ýmislegt saman,“ segir Guðrún Ebba og nefnir sem dæmi leikhúsferðir, jólatónleika, jólahlaðborð, Bláa lónið og dagsferð um Gullna hringinn. „Við borðum líka saman á veitingahúsum af ýmsum tilefnum og fögnum edrúáföngum og afmælum. Í lok október var haldin sköpunarsmiðja, Tólf spora ævintýri og fram undan er ýmislegt á aðventunni eins og til dæmis skiltagerð, smákökubakstur og spilakvöld.“ Konurnar leggja mikið upp úr því að gera herbergin heimilisleg. Aðsend Þær Guðrún Ebba og Vagnbjörg eru sammála um að þrátt fyrir að Batahúsið sé nýtt úrræði þá hafi það heppnast mjög vel. Það styðja niðurstöður úttektar Félagsvísindastofnunar frá því í vetur þar sem kom meðal annars fram að færri komist að en vilja og að virðingin og umhyggjan sem einkennir úrræðið hafi átt þátt í því að skjólstæðingarnir töldu sig vera tilbúnari til að taka á móti hjálpinni sem þeim stendur til boða fyrir tilstuðlan Batahúss. Þá kom einnig fram í niðurstöðunum að þátttakendur væru meðvitaðir um jaðarstöðu sína í samfélaginu en að þeim hafi liðið eins og í Batahúsi hafi þeim verið mætt af skilningi og sem jafningjum. Það skal þó tekið fram að úttektin var gerð á báðum Batahúsunum en einnig er rekið Batahús fyrir karla. Vagnbjörg og Guðrún Ebba segja að þær muni halda áfram að þróa Batahúsið í samráði við heimiliskonur. Þær segja að það komi vel til greina að stækka það. Ekki húsið sjálft, heldur að búa til annað svipað í öðru húsi. Þá segjast þær enn fremur vonast til þess að tilraunaverkefnið muni leiða til frekara samstarfs við Fangelsismálastofnun og að fleiri konur geti lokið sinni afplánun hjá þeim. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fangelsismálastofnun rekur ekki Vernd og það starfa konur þar.
Fangelsismál Fíkn Jafnréttismál Tengdar fréttir „Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt“ Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir afplánaði dóm á meðan heimsfaraldri stóð. Fyrst á Hólmsheiði og svo að Sogni. Hún segir eitt stærsta vandamálið sem hún upplifði innan fangelsisins hafa verið skort á upplýsingagjöf. 10. júlí 2023 09:00 „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. 8. júlí 2023 15:31 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Innlent Fleiri fréttir „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Sjá meira
„Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt“ Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir afplánaði dóm á meðan heimsfaraldri stóð. Fyrst á Hólmsheiði og svo að Sogni. Hún segir eitt stærsta vandamálið sem hún upplifði innan fangelsisins hafa verið skort á upplýsingagjöf. 10. júlí 2023 09:00
„Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00
Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. 8. júlí 2023 15:31
Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26
Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52