Ívar Ásgrímsson: Höfðum næga orku en okkur skorti kjarkinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. nóvember 2023 21:46 Ívar Ásgrímsson hefur ekki getað glaðst yfir gengi Breiðabliks það sem af er vetri. Vísir/Anton Brink Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar. „Ég er bara hundóánægður, mér fannst þetta leikur sem við hefðum getað tekið en við sýndum ekki nógu mikinn karakter. Kaninn þeirra tók yfir leikinn í byrjun fjórða, við stóðum bara og horfðum á, sýndum engan karakter og létum þá hlaupa á okkur í einhverjar 4-5 mínútur“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Breiðablik hélt vel í gestina lengst framan af leik og aðdáendur liðsins fóru að gera sér vonir um fyrsta sigurinn. Þegar komið var út í fjórða leikhlutann brunaði Njarðvík hins vegar fram úr þeim og gerðir þær vonir að engu. Breiðablik átti fínan endasprett undir blálokin en stigamunurinn milli liðanna reyndist þeim of mikill. „Sýndum karakter undir lokin að koma til baka og gera þetta að einhverjum smá möguleika en það var bara of seint. Við töluðum um það, við höfum verið að tapa leikjum í þriðja leikhluta, vissum að við þyrftum að vera miklu einbeittari og þetta voru þrjú stig [milli liðanna] í byrjun fjórða. En þá byrjum við fjórða leikhluta í staðinn alveg eins og aumingjar þrátt fyrir að vera með byrjunarliðið inn á. Við höfðum næga orku en því miður sýndum við ekki kjarkinn til að taka þennan leik.“ Sóknarleikur Breiðabliks byggði mikið á þremur mönnum, Árna Elmari, Snorra Vignissyni og Zoran Vrikic. Þeir þrír ásamt Keith Jordan sáu alfarið um stigasöfnun, auk tveggja stiga frá Sölva Ólasyni. Liðið fékk engin stig af bekknum í kvöld. „Við skiptum ekki eins mikið og við höfum verið að gera, vorum að keyra meira á 5-6 leikmönnum. Mér fannst allir [varamenn] gera allt sem ég vildi fá frá þeim. Þannig að ég veit ekki hvað er hægt að segja um það, við fengum allavega engin stig af bekknum en ég fékk baráttu frá þeim.“ Breiðablik gerir sér næst ferð til Þorlákshafnar og mætir Þór í 7. umferð deildarinnar. Hvað þarf að breytast svo liðið geti sótt einhver úrslit úr þeim leik? „Við þurfum að þora, erum án Everage [Richardson] sem er okkar helsti skorari og nær að brjóta upp varnir. Okkur munar um hann í svona leik þar sem við þurfum að brjóta hlutina aðeins upp. En gegn Þór þurfum við að vera grimmari að hlaupa línur, skapa pláss og fara 1 á 1. Við erum að fara að spila gegn gríðarlega góðu liði á erfiðum útivelli en ég held við getum alveg tekið sigur þar“ sagði Ívar að lokum. Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. 10. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
„Ég er bara hundóánægður, mér fannst þetta leikur sem við hefðum getað tekið en við sýndum ekki nógu mikinn karakter. Kaninn þeirra tók yfir leikinn í byrjun fjórða, við stóðum bara og horfðum á, sýndum engan karakter og létum þá hlaupa á okkur í einhverjar 4-5 mínútur“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Breiðablik hélt vel í gestina lengst framan af leik og aðdáendur liðsins fóru að gera sér vonir um fyrsta sigurinn. Þegar komið var út í fjórða leikhlutann brunaði Njarðvík hins vegar fram úr þeim og gerðir þær vonir að engu. Breiðablik átti fínan endasprett undir blálokin en stigamunurinn milli liðanna reyndist þeim of mikill. „Sýndum karakter undir lokin að koma til baka og gera þetta að einhverjum smá möguleika en það var bara of seint. Við töluðum um það, við höfum verið að tapa leikjum í þriðja leikhluta, vissum að við þyrftum að vera miklu einbeittari og þetta voru þrjú stig [milli liðanna] í byrjun fjórða. En þá byrjum við fjórða leikhluta í staðinn alveg eins og aumingjar þrátt fyrir að vera með byrjunarliðið inn á. Við höfðum næga orku en því miður sýndum við ekki kjarkinn til að taka þennan leik.“ Sóknarleikur Breiðabliks byggði mikið á þremur mönnum, Árna Elmari, Snorra Vignissyni og Zoran Vrikic. Þeir þrír ásamt Keith Jordan sáu alfarið um stigasöfnun, auk tveggja stiga frá Sölva Ólasyni. Liðið fékk engin stig af bekknum í kvöld. „Við skiptum ekki eins mikið og við höfum verið að gera, vorum að keyra meira á 5-6 leikmönnum. Mér fannst allir [varamenn] gera allt sem ég vildi fá frá þeim. Þannig að ég veit ekki hvað er hægt að segja um það, við fengum allavega engin stig af bekknum en ég fékk baráttu frá þeim.“ Breiðablik gerir sér næst ferð til Þorlákshafnar og mætir Þór í 7. umferð deildarinnar. Hvað þarf að breytast svo liðið geti sótt einhver úrslit úr þeim leik? „Við þurfum að þora, erum án Everage [Richardson] sem er okkar helsti skorari og nær að brjóta upp varnir. Okkur munar um hann í svona leik þar sem við þurfum að brjóta hlutina aðeins upp. En gegn Þór þurfum við að vera grimmari að hlaupa línur, skapa pláss og fara 1 á 1. Við erum að fara að spila gegn gríðarlega góðu liði á erfiðum útivelli en ég held við getum alveg tekið sigur þar“ sagði Ívar að lokum.
Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. 10. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. 10. nóvember 2023 21:00