„Allir ungu strákarnir eiga að horfa á hann sem fyrirmynd“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2023 09:42 Arnór sést hér (til hægri) berjast um boltann við Hörð Axel, leikmann Álftaness. vísir / anton brink Fögrum orðum var farið um Arnór Helgason, 17 ára leikmann Grindavíkur og eina skærustu vonarstjörnu Subway deildar karla, eftir frammistöðu hans gegn Þór Þorlákshöfn í 6. umferð. Grindavík vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í gærkvöldi, lokatölur 93-90. Arnór spilaði ekki nema rúmar tíu mínútur í leik en náði í níu stig, gaf eina stoðsendingu, greip eitt frákast og stal einum bolta. Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá gæðin sem leikmaðurinn býr yfir og hann sýndi það með einni fjögurra stiga og glæstri troðslu. En sérfræðingarnir köfuðu dýpra og fundu þar enn meiri snilld. „Þetta er 17 ára pjakkur, þurfum að taka það inn í myndina. Það er svo auðvelt að horfa á troðslurnar en akkúrat þetta [varnarleikurinn]. Þessi litlu atriði, hann skilar varnarvinnunni og gefur liðinu orku“ sagði Helgi Már Magnússon á Subway Körfuboltakvöldi um Arnór. „Allir ungu strákarnir í deildinni núna eiga að horfa á hann sem fyrirmynd. Hann er með þetta sem allir vilja fá og Grindavík eru heppnir að fá þetta frá honum“ bætti Magnús Gunnarson þá við. Arnór spilaði langt því frá fullkominn leik, enda ungur og reynslulítill leikmaður á ferð. Hann tapaði boltanum þrisvar frá sér á stuttum tíma, en bætti það upp með elju og harðfylgi í varnarvinnunni. „Hann átti nokkra klaufalega tapaða bolta en ég get ímyndað að jákvæða orkan og litlu hlutirnir sem hann gerir sem sigra leiki fyrirgefi það“ sagði Helgi. „Hann vinnur upp þessa töpuðu bolta með sóknarfráköstum“ skaut Magnús þá inn. „Ungir leikmenn sem eru að horfa á þennan þátt, punktið þetta hjá ykkur, ekki bara troðslurnar, þó þær séu flottar og ég öfundi þær mikið“ sagði Helgi léttur í bragði að lokum. Klippa: Helgi Már hrósar Arnóri Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Er stjarna fædd í Grindavík? Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon. 22. október 2023 08:01 Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Grindavík vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í gærkvöldi, lokatölur 93-90. Arnór spilaði ekki nema rúmar tíu mínútur í leik en náði í níu stig, gaf eina stoðsendingu, greip eitt frákast og stal einum bolta. Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá gæðin sem leikmaðurinn býr yfir og hann sýndi það með einni fjögurra stiga og glæstri troðslu. En sérfræðingarnir köfuðu dýpra og fundu þar enn meiri snilld. „Þetta er 17 ára pjakkur, þurfum að taka það inn í myndina. Það er svo auðvelt að horfa á troðslurnar en akkúrat þetta [varnarleikurinn]. Þessi litlu atriði, hann skilar varnarvinnunni og gefur liðinu orku“ sagði Helgi Már Magnússon á Subway Körfuboltakvöldi um Arnór. „Allir ungu strákarnir í deildinni núna eiga að horfa á hann sem fyrirmynd. Hann er með þetta sem allir vilja fá og Grindavík eru heppnir að fá þetta frá honum“ bætti Magnús Gunnarson þá við. Arnór spilaði langt því frá fullkominn leik, enda ungur og reynslulítill leikmaður á ferð. Hann tapaði boltanum þrisvar frá sér á stuttum tíma, en bætti það upp með elju og harðfylgi í varnarvinnunni. „Hann átti nokkra klaufalega tapaða bolta en ég get ímyndað að jákvæða orkan og litlu hlutirnir sem hann gerir sem sigra leiki fyrirgefi það“ sagði Helgi. „Hann vinnur upp þessa töpuðu bolta með sóknarfráköstum“ skaut Magnús þá inn. „Ungir leikmenn sem eru að horfa á þennan þátt, punktið þetta hjá ykkur, ekki bara troðslurnar, þó þær séu flottar og ég öfundi þær mikið“ sagði Helgi léttur í bragði að lokum. Klippa: Helgi Már hrósar Arnóri Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Er stjarna fædd í Grindavík? Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon. 22. október 2023 08:01 Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Er stjarna fædd í Grindavík? Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon. 22. október 2023 08:01