Körfubolti

Sneri baki í á­horf­endur og hámaði í sig snakk

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Magnús Gunnarsson, fimmfaldur Íslandsmeistari og þrefaldur bikarmeistari í körfubolta.
Magnús Gunnarsson, fimmfaldur Íslandsmeistari og þrefaldur bikarmeistari í körfubolta. skjáskot

Magnús Þór Gunnarsson þreytti frumraun sína sem sérfræðingur í setti á Subway Körfuboltakvöldi. Hann rifjaði þar upp góða sögu frá ferlinum þar sem sást til hans snúa baki í áhorfendur og háma í sig snakk á varamannabekk Keflavíkur. 

Atvikið átti sér stað í leik Keflavíkur gegn KR og á sér enga hliðstæðu í íslenskum íþróttum. Henry Birgir, fréttastjóri íþrótta hjá Vísi sagði þetta skemmtilegustu frétt sem hann hafi nokkurn tímann skrifað. 

Málið vakti mikla athygli og Magnús fékk í kjölfarið styrk að andvirði 80 snakkpoka frá Lays sem hann gaf aðdáendum liðsins í næsta leik á eftir. 

„Það var ekki til salt í KR heimilinu. Ég var í maga- og ristilspeglun þennan sama dag. Mátti ekkert drekka nema einhvern ógeðisvökva og var bara byrjaður að fá krampa í fyrsta leikhluta“ sagði Magnús. 

Kvöldið dróst aðeins á langinn hjá þeim félögum, Stefán Árni þáttastjórnandi fór þá að hafa áhyggjur af næringarskorti Magnúsar og rétti honum lítinn Lays poka, bæði til að rifja upp góðar minningar og svo hann legðist ekki útaf. 

Klippa: Magnús Gunnarsson segir snakksöguna

Innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×