Hundrað grunnskólanemar keppa í byggingu LEGO Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 14:52 Liðin takast á við fjölbreytt verkefni. ©Kristinn Ingvarsson Ríflega 100 grunnskólanemar á aldrinum 10 til 16 ára alls staðar af landinu taka um helgina þátt í hinni árlegu tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League sem fram fer í Háskólabíói í dag. Keppnin var opnuð almenningi eftir hádegi og þá jafnframt í Vísindasmiðju Háskóla Íslands í bíóinu. Alls eru sextán lið grunnskólanema skráð til leiks að þessu sinni, þar á meðal nokkur lið sem eru að taka þátt í fyrsta sinn. Í þeirra hópi er lið frá STEM Húsavík sem er fyrsta þverfaglega STEM fræðslunetið á Íslandi með áherslu á samfélagsþátttöku. Háskóli Íslands heldur utan um keppnina en markmið hennar er að auka áhuga ungs fólks á tækni og vísindum og efla færni og lausnarmiðaða hugsun. Í keppninni reynir á nýsköpunarhugsun og samskipta- og samstarfshæfni liða en um leið er ætlunin að byggja upp sjálfstraust ungs fólks. Engin smá bygging. ©Kristinn Ingvarsson Keppnin skiptist í nokkra hluta þar sem þátttökulið glíma við fjölbreytt verkefni, þar á meðal að forrita vélmenni úr tölvustýrðu LEGOi til að leysa tilteknar þrautir á þrautabraut. Þá vinna liðin nýsköpunarverkefni sem tengist þema keppninnar í ár, en að þessu sinni er það tengt samspili vísinda og tækni við listir og menningu og ber heitið Meistaraverkefni (MASTERPIECE). ©Kristinn Ingvarsson Þannig munu keppnisliðin kanna listheiminn, hvaðan list er sprottin og hvernig henni er miðlað og beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar og ímyndunaraflinu við að finna nýjar leiðir til að skapa og miðla list um heim allan. Auk framangreinds þurfa keppnisliðin að gera grein fyrir því hvernig þau hanna og forrita vélmennið og loks er horft sérstaklega til liðsheildar. Það getur tekið á að keppa. ©Kristinn Ingvarsson Sigurvegurum í tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League býðst að taka þátt í norrænni keppni FIRST LEGO League síðar í vetur. Valið stendur á milli Skandinavísku keppninnar í Noregi, þar sem norsk og sænsk lið taka þátt, og Dönsku lokakeppninnar þar sem dönsk og færeysk lið etja kappi. Tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League hófst klukkan 9.30 og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á netinu: https://vimeo.com/event/3859712. Börn og uppeldi Krakkar Grunnskólar Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Alls eru sextán lið grunnskólanema skráð til leiks að þessu sinni, þar á meðal nokkur lið sem eru að taka þátt í fyrsta sinn. Í þeirra hópi er lið frá STEM Húsavík sem er fyrsta þverfaglega STEM fræðslunetið á Íslandi með áherslu á samfélagsþátttöku. Háskóli Íslands heldur utan um keppnina en markmið hennar er að auka áhuga ungs fólks á tækni og vísindum og efla færni og lausnarmiðaða hugsun. Í keppninni reynir á nýsköpunarhugsun og samskipta- og samstarfshæfni liða en um leið er ætlunin að byggja upp sjálfstraust ungs fólks. Engin smá bygging. ©Kristinn Ingvarsson Keppnin skiptist í nokkra hluta þar sem þátttökulið glíma við fjölbreytt verkefni, þar á meðal að forrita vélmenni úr tölvustýrðu LEGOi til að leysa tilteknar þrautir á þrautabraut. Þá vinna liðin nýsköpunarverkefni sem tengist þema keppninnar í ár, en að þessu sinni er það tengt samspili vísinda og tækni við listir og menningu og ber heitið Meistaraverkefni (MASTERPIECE). ©Kristinn Ingvarsson Þannig munu keppnisliðin kanna listheiminn, hvaðan list er sprottin og hvernig henni er miðlað og beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar og ímyndunaraflinu við að finna nýjar leiðir til að skapa og miðla list um heim allan. Auk framangreinds þurfa keppnisliðin að gera grein fyrir því hvernig þau hanna og forrita vélmennið og loks er horft sérstaklega til liðsheildar. Það getur tekið á að keppa. ©Kristinn Ingvarsson Sigurvegurum í tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League býðst að taka þátt í norrænni keppni FIRST LEGO League síðar í vetur. Valið stendur á milli Skandinavísku keppninnar í Noregi, þar sem norsk og sænsk lið taka þátt, og Dönsku lokakeppninnar þar sem dönsk og færeysk lið etja kappi. Tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League hófst klukkan 9.30 og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á netinu: https://vimeo.com/event/3859712.
Börn og uppeldi Krakkar Grunnskólar Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira