„Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2023 19:11 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir Metra djúpur sigdalur hefur myndast í Grindavík og bendir það til þess að kvikugangurinn sem myndast hefur undir bænum sé kominn mjög nálægt yfirborðinu. Mögulega sé stutt í að kvikan nái til yfirborðsins og það innan bæjarmarka Grindavíkur. Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem fór yfir stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði að umræddur sigdalur og dýpt hans sé í samræmi við GPS mælingar Veðurstofunnar. Þessi sigdalur væri vísbendinga um að kvikugangurinn undir Grindavík væri kominn nálægt yfirborðinu. „Það bendir til þess að það styttist í gos og að því miður, bendir til þess að gosið komi innan bæjarmarka Grindavíkur.“ „Það er svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Þorvaldur. Jarðskjálftarnir síðustu daga virðast hafa farið eftir um tvö þúsund ára gamalli gígaröð og það bendir til þess að kvikan sé að nýta veikleika sem sé fyrir í skorpunni. Þorvaldur sagði hana enda um átta hundrað metrum norður af Grindavík og því hafi hann talið ólíklegt að gjósa myndi í bænum. Síðan þá hafi skjálftarnir teygt sig undir bæinn og út á grynningarnar fyrir sunnan bæinn. „Hann er búinn að lengjast sem því nemur. Eins og ég sagði áðan bendir allt til þess að Grindavík fái að sjá gos sem er helst til nálægt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði að ef hraunið kæmi upp þar sem siggengið sé, muni það að öllum líkindum renna til vesturs að mestu og þá frá bænum. Eitthvað muni fara til austurs en líklega ekki mikið, miðað við greiningar. „Svo er bara spurningin um hvers miklar skemmdir verða á bænum og hve stór hluti hans fer undir hraun, ef þetta allt saman raungerist,“ sagði Þorvaldur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óvissan um að missa Grindavík það langversta Íbúar Grindavíkur sem biðu þess að komast inn í bæinn sinn til þess að ná í nauðsynjar með viðbragðsaðilum í Þórkötlustaðahverfi voru eðli málsins samkvæmt misbrattir þegar fréttastofa tók þá tali nú síðdegis. Einn segist ekki halda að hann muni sjá húsið sitt aftur. 12. nóvember 2023 17:07 Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. 12. nóvember 2023 15:07 Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12. nóvember 2023 14:31 „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður“ 12. nóvember 2023 12:58 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Sjá meira
Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem fór yfir stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði að umræddur sigdalur og dýpt hans sé í samræmi við GPS mælingar Veðurstofunnar. Þessi sigdalur væri vísbendinga um að kvikugangurinn undir Grindavík væri kominn nálægt yfirborðinu. „Það bendir til þess að það styttist í gos og að því miður, bendir til þess að gosið komi innan bæjarmarka Grindavíkur.“ „Það er svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Þorvaldur. Jarðskjálftarnir síðustu daga virðast hafa farið eftir um tvö þúsund ára gamalli gígaröð og það bendir til þess að kvikan sé að nýta veikleika sem sé fyrir í skorpunni. Þorvaldur sagði hana enda um átta hundrað metrum norður af Grindavík og því hafi hann talið ólíklegt að gjósa myndi í bænum. Síðan þá hafi skjálftarnir teygt sig undir bæinn og út á grynningarnar fyrir sunnan bæinn. „Hann er búinn að lengjast sem því nemur. Eins og ég sagði áðan bendir allt til þess að Grindavík fái að sjá gos sem er helst til nálægt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði að ef hraunið kæmi upp þar sem siggengið sé, muni það að öllum líkindum renna til vesturs að mestu og þá frá bænum. Eitthvað muni fara til austurs en líklega ekki mikið, miðað við greiningar. „Svo er bara spurningin um hvers miklar skemmdir verða á bænum og hve stór hluti hans fer undir hraun, ef þetta allt saman raungerist,“ sagði Þorvaldur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óvissan um að missa Grindavík það langversta Íbúar Grindavíkur sem biðu þess að komast inn í bæinn sinn til þess að ná í nauðsynjar með viðbragðsaðilum í Þórkötlustaðahverfi voru eðli málsins samkvæmt misbrattir þegar fréttastofa tók þá tali nú síðdegis. Einn segist ekki halda að hann muni sjá húsið sitt aftur. 12. nóvember 2023 17:07 Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. 12. nóvember 2023 15:07 Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12. nóvember 2023 14:31 „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður“ 12. nóvember 2023 12:58 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Sjá meira
Óvissan um að missa Grindavík það langversta Íbúar Grindavíkur sem biðu þess að komast inn í bæinn sinn til þess að ná í nauðsynjar með viðbragðsaðilum í Þórkötlustaðahverfi voru eðli málsins samkvæmt misbrattir þegar fréttastofa tók þá tali nú síðdegis. Einn segist ekki halda að hann muni sjá húsið sitt aftur. 12. nóvember 2023 17:07
Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. 12. nóvember 2023 15:07
Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12. nóvember 2023 14:31