Segir al Shifa orðið vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2023 01:31 Gervihnattamynd af al Shifa-sjúkrahúsinu og nágrenni. AP/Maxar Technologies Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir al Shifa-sjúkrahúsið á Gasa ekki lengur starfhæft en þrír dagar séu nú liðnir án rafmagns og vatns. Stöðugar sprengingar og skotárásir hafi gert bága stöðu ómögulega. Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir fjölda látinna meðal sjúklinga hafa aukist og sjúkrahúsið sé í raun ekki lengur sjúkrahús. „Heimsbyggðin getur ekki setið þögul hjá á meðan sjúkrahúsum, sem eiga að vera öruggt skjól, er breytt í vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar,“ sagði Ghebreyesus í yfirlýsingu í dag. WHO og samtökin Læknar án landamæra eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi og að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir verði látnar í friði. Guardian hefur fjallað nokkuð ítarlega um átökin umhverfis al Shifa í dag og segir yfirráð yfir sjúkrahúsinu meðal helstu markmiða Ísraelshers. Sjúkrahússvæðið, þar sem um 15.000 manns eru taldir hafast við um þessar mundir, sé bæði miðpunktur stjórnskipulegra innviða Hamas-samtakanna og nálægt aðalveginum meðfram ströndinni, sem tengir norður- og suðurhluta Gasa. Eitt af yfirlýstum markmiðum Ísraelsstjórnar er að tryggja að Hamas taki ekki aftur við völdum á Gasa. Liður í því er að gjöreyðileggja alla innviði samtakanna og getu þeirra til að samhæfa aðgerðir. Hversu langt Ísraelsmenn munu geta gengið á hins vegar eftir að koma í ljós en þeir hafa þegar kallað yfir sig fordæmingu Arabaríkjanna og fjölda alþjóðlegra stofnana, auk þess sem traustir bandamenn á borð við Bandaríkjamenn hafa ítrekað um helgina að mannfall meðal saklausra borgara sé ekki ásættanlegt. Ísraelar hafa áður þurft að láta af hernaðarðagerðum undir alþjóðlegum þrýstingi en það er fátt sem bendir til þess að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu sé við það að gefa undan. Forsætisráðherrann sagði í dag að herinn hefði boðist til þess að sjá al Shifa fyrir eldsneyti en forsvarsmenn Hamas hefðu neitað. Fregnir hafa borist af því að Ísraelsher hafi greint frá öruggum leiðum frá sjúkrahússvæðinu en fólk sé of hrætt til að fara út. Fjöldi er enda sagður hafa látist í árásum á svæðinu, þar á meðal nokkrir heilbrigðisstarfsmenn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir fjölda látinna meðal sjúklinga hafa aukist og sjúkrahúsið sé í raun ekki lengur sjúkrahús. „Heimsbyggðin getur ekki setið þögul hjá á meðan sjúkrahúsum, sem eiga að vera öruggt skjól, er breytt í vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar,“ sagði Ghebreyesus í yfirlýsingu í dag. WHO og samtökin Læknar án landamæra eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi og að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir verði látnar í friði. Guardian hefur fjallað nokkuð ítarlega um átökin umhverfis al Shifa í dag og segir yfirráð yfir sjúkrahúsinu meðal helstu markmiða Ísraelshers. Sjúkrahússvæðið, þar sem um 15.000 manns eru taldir hafast við um þessar mundir, sé bæði miðpunktur stjórnskipulegra innviða Hamas-samtakanna og nálægt aðalveginum meðfram ströndinni, sem tengir norður- og suðurhluta Gasa. Eitt af yfirlýstum markmiðum Ísraelsstjórnar er að tryggja að Hamas taki ekki aftur við völdum á Gasa. Liður í því er að gjöreyðileggja alla innviði samtakanna og getu þeirra til að samhæfa aðgerðir. Hversu langt Ísraelsmenn munu geta gengið á hins vegar eftir að koma í ljós en þeir hafa þegar kallað yfir sig fordæmingu Arabaríkjanna og fjölda alþjóðlegra stofnana, auk þess sem traustir bandamenn á borð við Bandaríkjamenn hafa ítrekað um helgina að mannfall meðal saklausra borgara sé ekki ásættanlegt. Ísraelar hafa áður þurft að láta af hernaðarðagerðum undir alþjóðlegum þrýstingi en það er fátt sem bendir til þess að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu sé við það að gefa undan. Forsætisráðherrann sagði í dag að herinn hefði boðist til þess að sjá al Shifa fyrir eldsneyti en forsvarsmenn Hamas hefðu neitað. Fregnir hafa borist af því að Ísraelsher hafi greint frá öruggum leiðum frá sjúkrahússvæðinu en fólk sé of hrætt til að fara út. Fjöldi er enda sagður hafa látist í árásum á svæðinu, þar á meðal nokkrir heilbrigðisstarfsmenn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira