Pochettino bað Pep afsökunar á hegðun sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 07:31 Mauricio Pochettino var mjög reiður í leikslok eftir 4-4 jafntefli í leik Chelsea og Manchester City í gær. Getty/Robin Jones Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, missti stjórn á sér eftir dramatískt 4-4 jafntefli Chelsea og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Pochettino sá eftir öllu saman þegar hann var búinn að ná sér niður eftir leikinn. Á blaðamannafundi bað hann dómaratríóið og knattspyrnustjóra City afsökunar. Pochettino rauk út á völlinn í leikslok til að rífast við Anthony Taylor dómara en ástæðan var að leikurinn var flautaður af þegar Chelsea var í lofandi sókn. Pochettino did not shake hands with Guardiola at the end of the 4-4. He stormed onto the pitch in rage towards the match officials as soon as the whistle went, reports @spbajko. pic.twitter.com/65AvOthKpT— EuroFoot (@eurofootcom) November 12, 2023 Pochettino tók ekki í höndina á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, og fékk síðan gult spjald fyrir mótmælin við dómarann áður en starfsmenn hans drógu hann í burtu. „Ég þarf að biðja Anthony [Taylor] og dómarana afsökunar. Á þessari stundu þá fannst mér að Raheem [Sterling] væri að sleppa í gegn til að skora fimmta markið. Þá var leikurinn flautaður af. Ég fer til Anthony: Hvað í and... er í gangi. Af hverju stoppar þú leikinn,“ sagði Mauricio Pochettino. ESPN segir frá. „Ég snéri síðan við og sagði að ég ætti skilið að fá gult spjald. Ég fór yfir línuna. Ég vil biðjast afsökunar af því að svona hegðun leit ekki vel út fyrir mig né fyrir fótboltann,“ sagði Pochettino en blaðamenn spurðu hann líka út í það að hafa ekki tekið í höndina á Guardiola eftir leikinn. Pep Guardiola on Mauricio Pochettino not shaking his hand: It's completely fine. It's emotion. I don't want to make a thing about it. pic.twitter.com/6A6vCPwd5s— City Report (@cityreport_) November 12, 2023 „Ég vil líka biðja hann afsökunar. Ég bara sá hann ekki. Ég var svo einbeittur á það sem hafði gerst í lokin. Ég vil einnig biðja Pep afsökunar,“ sagði Pochettino. Guardiola sjálfur gerði lítið úr atvikinu og sagði að þetta væri ekkert vandamál og hann hefði engan áhuga á að ræða það frekar. Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Pochettino sá eftir öllu saman þegar hann var búinn að ná sér niður eftir leikinn. Á blaðamannafundi bað hann dómaratríóið og knattspyrnustjóra City afsökunar. Pochettino rauk út á völlinn í leikslok til að rífast við Anthony Taylor dómara en ástæðan var að leikurinn var flautaður af þegar Chelsea var í lofandi sókn. Pochettino did not shake hands with Guardiola at the end of the 4-4. He stormed onto the pitch in rage towards the match officials as soon as the whistle went, reports @spbajko. pic.twitter.com/65AvOthKpT— EuroFoot (@eurofootcom) November 12, 2023 Pochettino tók ekki í höndina á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, og fékk síðan gult spjald fyrir mótmælin við dómarann áður en starfsmenn hans drógu hann í burtu. „Ég þarf að biðja Anthony [Taylor] og dómarana afsökunar. Á þessari stundu þá fannst mér að Raheem [Sterling] væri að sleppa í gegn til að skora fimmta markið. Þá var leikurinn flautaður af. Ég fer til Anthony: Hvað í and... er í gangi. Af hverju stoppar þú leikinn,“ sagði Mauricio Pochettino. ESPN segir frá. „Ég snéri síðan við og sagði að ég ætti skilið að fá gult spjald. Ég fór yfir línuna. Ég vil biðjast afsökunar af því að svona hegðun leit ekki vel út fyrir mig né fyrir fótboltann,“ sagði Pochettino en blaðamenn spurðu hann líka út í það að hafa ekki tekið í höndina á Guardiola eftir leikinn. Pep Guardiola on Mauricio Pochettino not shaking his hand: It's completely fine. It's emotion. I don't want to make a thing about it. pic.twitter.com/6A6vCPwd5s— City Report (@cityreport_) November 12, 2023 „Ég vil líka biðja hann afsökunar. Ég bara sá hann ekki. Ég var svo einbeittur á það sem hafði gerst í lokin. Ég vil einnig biðja Pep afsökunar,“ sagði Pochettino. Guardiola sjálfur gerði lítið úr atvikinu og sagði að þetta væri ekkert vandamál og hann hefði engan áhuga á að ræða það frekar.
Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira