Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2023 11:29 Samdra Pepere, framkvæmdastjóri Kyn, Konur og lýðræði í Bandaríkjunum og Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþingsins ræða við íslenskar forystukonur við upphaf Heimsþings kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Stöð 2/Sigurjón Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Stofnunarinnar ásamt mörgum fleirum taka einnig þátt í þinginu sem lýkur seinni partinn á morgun. Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja heimsþingið að þessu sinni.Stöð 2/Sigurjón Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í Hörpu í samstarfi við Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. Hanna Birna Kristjánsdóttir stofnandi og stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga í Reykjavík.Vísir Hann Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður heimsþingsins og stofnandi þess segir aðgerðir og lausnir vera meginviðfangsefnið að þessu sinni. „Og við erum núna hér 500 konur frá 80 löndum alls staðar að úr heiminum að ræða hvernig við getum fært okkur semsagt frá því að ræða vandamálið yfir í raunverulegar aðgerðir,“ segir Hanna Birna. Katrín Jakobsdóttir, Kristrún Frostadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tóku þátt í umræðum í upphafi Heimsþingsins í morgun.Stöð 2/Sigurjón Leiðtogahópurinn hafi sameinast um fjórar aðgerðir sem mestu máli skipti og sem byggi á reynslunni á Íslandi. „Það er áhersla á að launajafnrétti sé tryggt, áhersla á að jafn margar konur séu í forystu og karlar, áhersla á jafnt fæðingarorlof fyrir foreldra og leiðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi,“ segir stjórnarformaðurinn. Það vekur athygli að hin heimsfræga kvikmyndaleikkona Ashley Judd sækir þingið að þessu sinni. Hanna Birna segir þingið viðburð sem Judd hafi þótt mikilvægt að sækja, enda einn af fáum ef ekki eini viðburðurinn í heiminum þar sem kvenleiðtogar komi saman. Ashley Judd var refsað með verkefnaleysi þegar hún steig fram til að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn konum í kvikmyndaheiminum.Getty/Noam Gala „Hún er auðvitað sú sem að steig mjög ákveðið fram og var og var í forystu fyrir Me Too hreyfingunni í Bandaríkjunum á sínum tíma. Þannig að það er ástæðan fyrir því að hún er hér. Hún er að deila sinni reynslu af því að vera kona í framlínu sem tekur slíkan slag,“ segir Hanna Birna. Á hverju þingi er birtur svo kallaður Reykjavík index, sem er viðhorfsmæling til kvenna í forystuhlutverkum og þar mælist afturkippur. „Ef eitthvað er þá erum við að sjá að viðhorfin eru að verða neikvæðari gagnvart konum í leiðtogahlutverki. Þannig að við eigum því miður langt í land, en aftur þá erum við hér að leggja áherslu á lausnir,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir. Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harpa Tengdar fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Stofnunarinnar ásamt mörgum fleirum taka einnig þátt í þinginu sem lýkur seinni partinn á morgun. Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja heimsþingið að þessu sinni.Stöð 2/Sigurjón Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í Hörpu í samstarfi við Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. Hanna Birna Kristjánsdóttir stofnandi og stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga í Reykjavík.Vísir Hann Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður heimsþingsins og stofnandi þess segir aðgerðir og lausnir vera meginviðfangsefnið að þessu sinni. „Og við erum núna hér 500 konur frá 80 löndum alls staðar að úr heiminum að ræða hvernig við getum fært okkur semsagt frá því að ræða vandamálið yfir í raunverulegar aðgerðir,“ segir Hanna Birna. Katrín Jakobsdóttir, Kristrún Frostadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tóku þátt í umræðum í upphafi Heimsþingsins í morgun.Stöð 2/Sigurjón Leiðtogahópurinn hafi sameinast um fjórar aðgerðir sem mestu máli skipti og sem byggi á reynslunni á Íslandi. „Það er áhersla á að launajafnrétti sé tryggt, áhersla á að jafn margar konur séu í forystu og karlar, áhersla á jafnt fæðingarorlof fyrir foreldra og leiðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi,“ segir stjórnarformaðurinn. Það vekur athygli að hin heimsfræga kvikmyndaleikkona Ashley Judd sækir þingið að þessu sinni. Hanna Birna segir þingið viðburð sem Judd hafi þótt mikilvægt að sækja, enda einn af fáum ef ekki eini viðburðurinn í heiminum þar sem kvenleiðtogar komi saman. Ashley Judd var refsað með verkefnaleysi þegar hún steig fram til að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn konum í kvikmyndaheiminum.Getty/Noam Gala „Hún er auðvitað sú sem að steig mjög ákveðið fram og var og var í forystu fyrir Me Too hreyfingunni í Bandaríkjunum á sínum tíma. Þannig að það er ástæðan fyrir því að hún er hér. Hún er að deila sinni reynslu af því að vera kona í framlínu sem tekur slíkan slag,“ segir Hanna Birna. Á hverju þingi er birtur svo kallaður Reykjavík index, sem er viðhorfsmæling til kvenna í forystuhlutverkum og þar mælist afturkippur. „Ef eitthvað er þá erum við að sjá að viðhorfin eru að verða neikvæðari gagnvart konum í leiðtogahlutverki. Þannig að við eigum því miður langt í land, en aftur þá erum við hér að leggja áherslu á lausnir,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harpa Tengdar fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34