Dæmd fyrir að aka vísvitandi á konu á bílaplani Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2023 11:14 Dómari mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu og hún niður falla, haldi konan skilorð í tvö ár. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í hálfs árs fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa ekið vísvitandi á konu á bílaplani við verslun Nettó í júní 2021. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi konan almennt skilorð í tvö ár. Konan var ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum að konu þar sem hún var að ganga í burtu þannig að hún hafnaði uppi á vélarhlíf bílsins. Ákærða hafi svo haldið akstrinum áfram nokkurn spöl þar til konan féll í jörðina. „Í framhaldi yfirgaf ákærða vettvang án þess að sinna skyldum sínum við umferðaróhappið og ók á brott frá vettvangi án þess að veita konunni hjálp,“ segir í ákæru. Ennfremur segir að þessu hafi brotaþoli hlotið fjölmarga áverka, meðal annars heilahristing, kúlu á enni, yfirborðsáverka og hruflsár ofan við innanverða hægri augabrún, brotna hægri framtönn, sár á vör, nefi, lófum, fótlegg og hné. Brotaþoli sagði andlegar afleiðingar árásarinnar þó hafa verið meiri. Konan játaði afdráttarlaust sök í málinu og viðurkenndi bótaskyldu. Taldi dómari að ekki yrði horft framhjá því að hafi ekið bíl sínum „að því er telja [verði] vísvitandi á brotaþola og [ekið] svo á brott án þess að kanna hvernig statt væri um brotaþola. Er hvort tveggja í eðli sínu ámælisvert og horfir til refsiþyngingar.“ Við ákvörðun refsingar var einnig tekið tillit til þess að hún hafi ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi, auk þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Dómari mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu og hún niður falla, haldi konan skilorð í tvö ár. Farið var fram á að ákærða myndi greiða fimm milljónir króna í miskabætur, en var niðurstaða dómara 400 þúsund krónur. Konan var jafnframt dæmd til að greiða 1,3 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi konan almennt skilorð í tvö ár. Konan var ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum að konu þar sem hún var að ganga í burtu þannig að hún hafnaði uppi á vélarhlíf bílsins. Ákærða hafi svo haldið akstrinum áfram nokkurn spöl þar til konan féll í jörðina. „Í framhaldi yfirgaf ákærða vettvang án þess að sinna skyldum sínum við umferðaróhappið og ók á brott frá vettvangi án þess að veita konunni hjálp,“ segir í ákæru. Ennfremur segir að þessu hafi brotaþoli hlotið fjölmarga áverka, meðal annars heilahristing, kúlu á enni, yfirborðsáverka og hruflsár ofan við innanverða hægri augabrún, brotna hægri framtönn, sár á vör, nefi, lófum, fótlegg og hné. Brotaþoli sagði andlegar afleiðingar árásarinnar þó hafa verið meiri. Konan játaði afdráttarlaust sök í málinu og viðurkenndi bótaskyldu. Taldi dómari að ekki yrði horft framhjá því að hafi ekið bíl sínum „að því er telja [verði] vísvitandi á brotaþola og [ekið] svo á brott án þess að kanna hvernig statt væri um brotaþola. Er hvort tveggja í eðli sínu ámælisvert og horfir til refsiþyngingar.“ Við ákvörðun refsingar var einnig tekið tillit til þess að hún hafi ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi, auk þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Dómari mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu og hún niður falla, haldi konan skilorð í tvö ár. Farið var fram á að ákærða myndi greiða fimm milljónir króna í miskabætur, en var niðurstaða dómara 400 þúsund krónur. Konan var jafnframt dæmd til að greiða 1,3 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira