„Mér fannst hann fallegastur í heimi“ Íris Hauksdóttir skrifar 13. nóvember 2023 20:00 Íris Ann og Lucas Keller eru nýjustu viðmælendurnir í viðtalsliðnum Ást er. aðsend Íris Ann og Lucas Keller kynntust á Ítalíu fyrir sextán árum. Þau hafa síðan þá eignast tvo börn og rekið vinsælan veitingastað í áratug. Íris Ann og Lucas ráku veitingarstaðinn Coocoo´s Nest sem naut mikilla vinsælda. Í dag starfar Íris Ann sem ljósmyndari en hún er einnig Kundalini Activation meðferðaraðilli. Lucas vinnur við hin ýmsu matreiðsluverkefni en hann er senn að ljúka við skrif á kokkabókinni Coocoo’s Nest. Íris og Lucas eru búin að vera kærustupar í sextán ár og eiga því ótal sögur að segja úr sinni sambandstíð.aðsend „Okkur langar að fanga þessi tíu ár sem við áttum á Grandanum saman í bók sem segir okkar sögu og deilir uppskriftum,“ segir Íris Ann en hún er nýjasti viðmælandinn í viðtalsliðnum Ást er. Vissi strax að við ættum framtíð saman „Við Lucas kynntumst í Flórens, Ítalíu árið 2005. Ég var að hefja vegferð mína í ljósmyndun og sjónlist en Lucas var við nám í matreiðsluskóla. Flestir sjá fyrir sér sólsetur við Ponte Vecchio brúnna og helst einhvern að spila á fiðlu þegar við segjumst hafa kynnst á Ítalíu. Það var ekki eins myndrænt en rómantískt engu að síður. Við rákumst á hvort annað fyrir utan frekar subbulegan bar sem var opinn seint að nóttu til. Mér fannst Lucas fallegastur í heimi og vissi við fyrstu kynni að við ættum framtíð saman. Við fórum heim á trúnó og ég spilaði fyrir hann uppáhalds geisladiskana mína á borð við Jeff Buckley, Bonnie Prince Billy og Cocorosie.“ Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: „Nineties tímabilið var einstakt fyrir yndislega væmnar rom-com myndir og erfitt að velja uppáhalds, Romeo&Julia, When Harry met Sally, You got Mail, City of Angels, Practical Magic.“ Uppáhalds break up ballaðan mín er: „Un-Break My Heart, Toni Braxton.“ Lagið okkar: „Ástin blómstraði 2007 og þá var Banana Pancakes með Jack Johnson vinsælt og minnir okkur vel á þann tíma. Þegar ég heyri lagið Until I found you með Stephen Sanchez þá hugsa ég til Lucasar.“ Mér finnst rómantískt stefnumót vera: „Það þarf alls ekki að vera flókið en mikilvægt að skapa stundir fyrir hvort annað. Stundum er það bara að fara saman í sund.“ Maturinn: „Ég er auðvitað einstaklega heppinn með að hafa endalaust aðgengi að dásamlega bragðgóðum og vönduðum mat. Og ætli það sé ekki hans helsta ástartjáning gagnvart mér og öðrum sem hann elskar. Hann eldar nánast alla daga og það frá grunni og alltaf með ástríðu.“ Samkvæmt Írisi þurfa rómantísk stefnumót ekki að vera flókin heldur snúist þau að mestu um dýrmætar samverustundir.aðsend Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: „Það eru sextán ár síðan svo ég er ekki viss en ég það var ógleymanlegt þegar ég gaf honum fallhlífarstökk í þrítugs gjöf og endaði með að stökkva með honum.“ Íris gaf Lucasi ferð í fallhlífarstökk og endaði á að skella sér með honum.aðsend Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: „Ég verð að viðurkenna að ég man það ekki heldur í fljótu bragði en ég hef alltaf verið mjög lítið fyrir gjafir. Mínar gjafir eru í helst í viðburðum að gera eitthvað saman, litlir gjörningar sem sýnir hugulsemi. Fyrstu árin vorum við mjög dugleg að skilja eftir sæt skilaboð til hvors annars og dreifðum víða hvar um íbúðina, undir koddann, á spegilinn. Þau Lucas og Íris gera vel við sig í mat og drykk.aðsend Við vorum fátækir námsmenn á þessum tíma en eitt sem við gerðum reglulega var að fara á fínni veitingastaði og þykjast eiga meira en nóg. Pöntuðum allt sem við vildum og tókumst svo á við þær afleiðingar að þurfa að borða núðlusúpur það sem eftir væri af mánuðinum.“ Kærastinn minn er: „Hjartahlýr, hugulsamur, óákveðinn. Hann tjáir tilfinningar sínar upphátt og er bæði fallegur og skapandi í senn.“ Eftirlætisstaður fjölskyldunnar er fallega heimilið sem þau hafa innréttað á sinn einstaka hátt.aðsend Rómantískasti staður á landinu: „Mér finnst alltaf rómantískast þar sem við höfum hreiðrað um okkur og þar sem við sköpum flestar minningar þannig ég myndi bara segja heima.“ Ást er: „Skilningur og þolinmæði. Að læra á ástartungumál hvors annars og hafa skilning fyrir ólíkum þörfum hvors annars. Um daginn vaknaði ég í vondu skapi og fékk pláss fyrir að vera nákvæmlega þar. Lucas skynjaði það og gaf mér svigrúm og þá auðvitað rann þessi reiði miklu fyrr af mér. Ég var svo þakklát fyrir þessa upplifun. Það er alvöru ást þegar fólk tekur manni eins og maður er, kostum og göllum. Íris Ann segir faðmlög góða æfingu í núvitund.aðsend Svo er það líka að rétta fram sáttarhönd eftir ágreining. Það tók mig tíma að læra þetta en besta tilfinningin er að taka utan um hvort annað eftir ágreining og bara halda fast í hvort annað. Þá bráðnar allur pirringur og maður man aftur það sem skiptir máli. Gott faðmlag núllstillir mann.“ Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Þeir Jafet Máni og Rúnar kynntust fyrir tilviljun í gegnum Instagram. Tveimur árum síðar búa þeir saman í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eftir að hafa hist í fyrsta skipti segir Jafet það aldrei hafa verið spurning. Þeir vildu alltaf verða saman. 7. nóvember 2023 06:01 Áttu fallega stund í leynilauginni Tónlistarkonan, plötusnúðurinn og Reykjavíkurdóttirin Ragnhildur Jónasdóttir, betur þekkt sem Ragga Hólm, kynntist kærustu sinni, Elmu Valgerði Sveinbjörnsdóttur, á djamminu. 30. október 2023 20:02 Sambandið algjör ástarbomba Ísdrottningin og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og athafnamaðurinn Þórður Daníel Þórðarson byrjuðu að stinga saman nefjum í upphafi sumars eftir að Ásdís bauð Þórði með sér í ferðalag á Sunny Beach í Búlgaríu. 17. október 2023 20:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Íris Ann og Lucas ráku veitingarstaðinn Coocoo´s Nest sem naut mikilla vinsælda. Í dag starfar Íris Ann sem ljósmyndari en hún er einnig Kundalini Activation meðferðaraðilli. Lucas vinnur við hin ýmsu matreiðsluverkefni en hann er senn að ljúka við skrif á kokkabókinni Coocoo’s Nest. Íris og Lucas eru búin að vera kærustupar í sextán ár og eiga því ótal sögur að segja úr sinni sambandstíð.aðsend „Okkur langar að fanga þessi tíu ár sem við áttum á Grandanum saman í bók sem segir okkar sögu og deilir uppskriftum,“ segir Íris Ann en hún er nýjasti viðmælandinn í viðtalsliðnum Ást er. Vissi strax að við ættum framtíð saman „Við Lucas kynntumst í Flórens, Ítalíu árið 2005. Ég var að hefja vegferð mína í ljósmyndun og sjónlist en Lucas var við nám í matreiðsluskóla. Flestir sjá fyrir sér sólsetur við Ponte Vecchio brúnna og helst einhvern að spila á fiðlu þegar við segjumst hafa kynnst á Ítalíu. Það var ekki eins myndrænt en rómantískt engu að síður. Við rákumst á hvort annað fyrir utan frekar subbulegan bar sem var opinn seint að nóttu til. Mér fannst Lucas fallegastur í heimi og vissi við fyrstu kynni að við ættum framtíð saman. Við fórum heim á trúnó og ég spilaði fyrir hann uppáhalds geisladiskana mína á borð við Jeff Buckley, Bonnie Prince Billy og Cocorosie.“ Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: „Nineties tímabilið var einstakt fyrir yndislega væmnar rom-com myndir og erfitt að velja uppáhalds, Romeo&Julia, When Harry met Sally, You got Mail, City of Angels, Practical Magic.“ Uppáhalds break up ballaðan mín er: „Un-Break My Heart, Toni Braxton.“ Lagið okkar: „Ástin blómstraði 2007 og þá var Banana Pancakes með Jack Johnson vinsælt og minnir okkur vel á þann tíma. Þegar ég heyri lagið Until I found you með Stephen Sanchez þá hugsa ég til Lucasar.“ Mér finnst rómantískt stefnumót vera: „Það þarf alls ekki að vera flókið en mikilvægt að skapa stundir fyrir hvort annað. Stundum er það bara að fara saman í sund.“ Maturinn: „Ég er auðvitað einstaklega heppinn með að hafa endalaust aðgengi að dásamlega bragðgóðum og vönduðum mat. Og ætli það sé ekki hans helsta ástartjáning gagnvart mér og öðrum sem hann elskar. Hann eldar nánast alla daga og það frá grunni og alltaf með ástríðu.“ Samkvæmt Írisi þurfa rómantísk stefnumót ekki að vera flókin heldur snúist þau að mestu um dýrmætar samverustundir.aðsend Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: „Það eru sextán ár síðan svo ég er ekki viss en ég það var ógleymanlegt þegar ég gaf honum fallhlífarstökk í þrítugs gjöf og endaði með að stökkva með honum.“ Íris gaf Lucasi ferð í fallhlífarstökk og endaði á að skella sér með honum.aðsend Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: „Ég verð að viðurkenna að ég man það ekki heldur í fljótu bragði en ég hef alltaf verið mjög lítið fyrir gjafir. Mínar gjafir eru í helst í viðburðum að gera eitthvað saman, litlir gjörningar sem sýnir hugulsemi. Fyrstu árin vorum við mjög dugleg að skilja eftir sæt skilaboð til hvors annars og dreifðum víða hvar um íbúðina, undir koddann, á spegilinn. Þau Lucas og Íris gera vel við sig í mat og drykk.aðsend Við vorum fátækir námsmenn á þessum tíma en eitt sem við gerðum reglulega var að fara á fínni veitingastaði og þykjast eiga meira en nóg. Pöntuðum allt sem við vildum og tókumst svo á við þær afleiðingar að þurfa að borða núðlusúpur það sem eftir væri af mánuðinum.“ Kærastinn minn er: „Hjartahlýr, hugulsamur, óákveðinn. Hann tjáir tilfinningar sínar upphátt og er bæði fallegur og skapandi í senn.“ Eftirlætisstaður fjölskyldunnar er fallega heimilið sem þau hafa innréttað á sinn einstaka hátt.aðsend Rómantískasti staður á landinu: „Mér finnst alltaf rómantískast þar sem við höfum hreiðrað um okkur og þar sem við sköpum flestar minningar þannig ég myndi bara segja heima.“ Ást er: „Skilningur og þolinmæði. Að læra á ástartungumál hvors annars og hafa skilning fyrir ólíkum þörfum hvors annars. Um daginn vaknaði ég í vondu skapi og fékk pláss fyrir að vera nákvæmlega þar. Lucas skynjaði það og gaf mér svigrúm og þá auðvitað rann þessi reiði miklu fyrr af mér. Ég var svo þakklát fyrir þessa upplifun. Það er alvöru ást þegar fólk tekur manni eins og maður er, kostum og göllum. Íris Ann segir faðmlög góða æfingu í núvitund.aðsend Svo er það líka að rétta fram sáttarhönd eftir ágreining. Það tók mig tíma að læra þetta en besta tilfinningin er að taka utan um hvort annað eftir ágreining og bara halda fast í hvort annað. Þá bráðnar allur pirringur og maður man aftur það sem skiptir máli. Gott faðmlag núllstillir mann.“
Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Þeir Jafet Máni og Rúnar kynntust fyrir tilviljun í gegnum Instagram. Tveimur árum síðar búa þeir saman í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eftir að hafa hist í fyrsta skipti segir Jafet það aldrei hafa verið spurning. Þeir vildu alltaf verða saman. 7. nóvember 2023 06:01 Áttu fallega stund í leynilauginni Tónlistarkonan, plötusnúðurinn og Reykjavíkurdóttirin Ragnhildur Jónasdóttir, betur þekkt sem Ragga Hólm, kynntist kærustu sinni, Elmu Valgerði Sveinbjörnsdóttur, á djamminu. 30. október 2023 20:02 Sambandið algjör ástarbomba Ísdrottningin og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og athafnamaðurinn Þórður Daníel Þórðarson byrjuðu að stinga saman nefjum í upphafi sumars eftir að Ásdís bauð Þórði með sér í ferðalag á Sunny Beach í Búlgaríu. 17. október 2023 20:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Við erum ómögulegir án hvor annars“ Þeir Jafet Máni og Rúnar kynntust fyrir tilviljun í gegnum Instagram. Tveimur árum síðar búa þeir saman í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eftir að hafa hist í fyrsta skipti segir Jafet það aldrei hafa verið spurning. Þeir vildu alltaf verða saman. 7. nóvember 2023 06:01
Áttu fallega stund í leynilauginni Tónlistarkonan, plötusnúðurinn og Reykjavíkurdóttirin Ragnhildur Jónasdóttir, betur þekkt sem Ragga Hólm, kynntist kærustu sinni, Elmu Valgerði Sveinbjörnsdóttur, á djamminu. 30. október 2023 20:02
Sambandið algjör ástarbomba Ísdrottningin og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og athafnamaðurinn Þórður Daníel Þórðarson byrjuðu að stinga saman nefjum í upphafi sumars eftir að Ásdís bauð Þórði með sér í ferðalag á Sunny Beach í Búlgaríu. 17. október 2023 20:01