Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Jakob Bjarnar og Helena Rós Sturludóttir skrifa 13. nóvember 2023 17:08 Marcel fór til Reykjavíkur að morgni föstudags til að ganga frá sölu á húsi sínu, en hann hefur átt erfitt með að standa undir afborgunum. Svo kom hann aftur og allt varð brjálað. vísir/vilhelm Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. Marcel, sem er upphaflega frá Tékklandi, er búsettur við Víkurbraut tíu og var spurður hvað á daga hans hefði drifið síðustu daga. Marcel sagði að eins og aðrir í Grindavík hafi hann rýmt hús sitt síðdegis á föstudaginn. „Ég seldi húsið mitt að morgni föstudags. Og fór þá til Reykjavíkur til að ganga frá pappírum. Klukkan 10 að morgni. Svo kom ég hingað aftur og þá varð allt vitlaust, allt hristist og skalf og tvær mínútur milli skjálfta. Ég er enn í sjokki. Marcel segir að hann eigi erfitt með að tala um þetta. Svo mikið er áfallið. „Ég pakkaði því helsta og mikilvægasta og fór til Reykjavíkur. Þar sem ég gisti hjá vini en skildi dótið eftir úti í bíl.“ Er að safna sér fyrir íbúð í Grindavík Og þá gerist það um nóttina, eða aðfararnótt sunnudags, að brotist er inn í bílinn hans. „Það mikilvægasta var í bílnum. Ég var í áfalli og hafði ekki fengið svigrúm til að taka það til og úr bílnum. Þarna voru helstu skilríki svo sem vegabréfið mitt, greiðslukort og reiðufé. Það sem mun reynast erfitt er að fá vegabréfið endurnýjað, það er dýrt.“ Spurður hvort Marcel vilji fara af landi brott eða vera segist hann vilja vera. Hann hafi verið búsettur á Íslandi undanfarin tíu árin. „Mér líður vel hér og vonast til að geta flutt aftur til Grindavíkur.“ Marcel segir lánagreiðslur af húsinu hafa verið þannig að erfitt reyndist að standa undir þeim. Þannig að hann stefnir nú að því að eignast litla íbúð í Grindavík. Því seldi hann húsið. Eða, hann vonar að sú verði lendingin. „Að sjálfsögðu var ég hræddur þegar byrjaði að skjálfa. En þegar spennan losnar og það gýs, kannski á hafsbotni, þá trúi ég að þetta verði í lagi.“ Gríðarlega sorglegt að sjá fólk missa heimili sín Og hvernig líður þér nú að teknu tilliti til alls þess sem á hefur gengið að undanförnu? „Þetta hefur verið álag, fólk er að missa heimili sín og sorglegt að horfa uppá það. Ég var í kirkju um daginn með fólki frá Grindavík, fólk sem var þarna með börnin sín og það var grátandi. Ég get ekki orðað það hversu sorglegt það er.“ En þú ferð varla í þetta hús í bráð? „Ég hafði ætlað að vera hér í nokkra mánuði. Eða þar til salan er gengin í gegn. Og hafði ætlað mér að spara peninga til að kaupa íbúð. Af því ég vinn hér, hjá Vélsmiðju Grindavíkur. En þetta er erfið staða.“ Nú er staðan sú að Marcel er aftur á leið til vinar síns í Reykjavík og vonar að vegabréfið skili sér. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Tengdar fréttir Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05 Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Marcel, sem er upphaflega frá Tékklandi, er búsettur við Víkurbraut tíu og var spurður hvað á daga hans hefði drifið síðustu daga. Marcel sagði að eins og aðrir í Grindavík hafi hann rýmt hús sitt síðdegis á föstudaginn. „Ég seldi húsið mitt að morgni föstudags. Og fór þá til Reykjavíkur til að ganga frá pappírum. Klukkan 10 að morgni. Svo kom ég hingað aftur og þá varð allt vitlaust, allt hristist og skalf og tvær mínútur milli skjálfta. Ég er enn í sjokki. Marcel segir að hann eigi erfitt með að tala um þetta. Svo mikið er áfallið. „Ég pakkaði því helsta og mikilvægasta og fór til Reykjavíkur. Þar sem ég gisti hjá vini en skildi dótið eftir úti í bíl.“ Er að safna sér fyrir íbúð í Grindavík Og þá gerist það um nóttina, eða aðfararnótt sunnudags, að brotist er inn í bílinn hans. „Það mikilvægasta var í bílnum. Ég var í áfalli og hafði ekki fengið svigrúm til að taka það til og úr bílnum. Þarna voru helstu skilríki svo sem vegabréfið mitt, greiðslukort og reiðufé. Það sem mun reynast erfitt er að fá vegabréfið endurnýjað, það er dýrt.“ Spurður hvort Marcel vilji fara af landi brott eða vera segist hann vilja vera. Hann hafi verið búsettur á Íslandi undanfarin tíu árin. „Mér líður vel hér og vonast til að geta flutt aftur til Grindavíkur.“ Marcel segir lánagreiðslur af húsinu hafa verið þannig að erfitt reyndist að standa undir þeim. Þannig að hann stefnir nú að því að eignast litla íbúð í Grindavík. Því seldi hann húsið. Eða, hann vonar að sú verði lendingin. „Að sjálfsögðu var ég hræddur þegar byrjaði að skjálfa. En þegar spennan losnar og það gýs, kannski á hafsbotni, þá trúi ég að þetta verði í lagi.“ Gríðarlega sorglegt að sjá fólk missa heimili sín Og hvernig líður þér nú að teknu tilliti til alls þess sem á hefur gengið að undanförnu? „Þetta hefur verið álag, fólk er að missa heimili sín og sorglegt að horfa uppá það. Ég var í kirkju um daginn með fólki frá Grindavík, fólk sem var þarna með börnin sín og það var grátandi. Ég get ekki orðað það hversu sorglegt það er.“ En þú ferð varla í þetta hús í bráð? „Ég hafði ætlað að vera hér í nokkra mánuði. Eða þar til salan er gengin í gegn. Og hafði ætlað mér að spara peninga til að kaupa íbúð. Af því ég vinn hér, hjá Vélsmiðju Grindavíkur. En þetta er erfið staða.“ Nú er staðan sú að Marcel er aftur á leið til vinar síns í Reykjavík og vonar að vegabréfið skili sér.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Tengdar fréttir Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05 Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05
Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24
Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18