Rapinoe: Þetta sannar það að guð er ekki til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 10:00 Megan Rapinoe situr á grasinu. Sex mínútur liðnar af úrslitaleiknum og hún búin að slíta hásin. Getty/Meg Oliphant Bandaríska fótboltakonan Megan Rapinoe átti möguleika á því að enda stórkostlegan feril sinn á besta mögulega hátt eða með því að vinna titil í lokaleik ferilsins. Í stað þess upplifði hún sannkallaða martröð. Rapinoe sleit hásin eftir aðeins sex mínútur í úrslitaleik OL Reign og Gotham FC um bandaríska meistaratitilinn. OL Reign tapaði síðan leiknum án Rapinoe. Megan Rapinoe gerði sér strax grein fyrir því að hásin væri slitin. EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Rapinoe fór mikinn á blaðamannafundi eftir leikinn og hún talaði þar meðal annars um það hún ætlaði að koma sér í Aaron Rodgers meðferðina. NFL stjarnan hefur átt ótrúlega endurkomu eftir að hafa slitið hásin í byrjun september. Rapinoe ætlar að heyra í Rodgers og fá að vita hver framkvæmdi aðgerðina á honum. Það var þó ekki þau ummæli sem vöktu mesta athygli heldur en önnur enn bitastæðari. „Ég á þetta ekki skilið. Ég get alla vega sagt það. Ég er ekki trúuð manneskja eða þannig en ef það væri til guð þá sannar þetta það að guð er ekki til,“ sagði Megan Rapinoe. „Þetta er út í hött. Þetta er algjörlega fáránlegt. Sex mínútur liðnar af leiknum og ég slít hásina mína,“ sagði Rapinoe. Rapinoe vissi strax hvað hefði gerst og átti mjög erfitt með sig þegar henni var hjálpað af velli enda vonbrigðin gríðarleg. „Allir segja alltaf: Hver sparkaði í mig? Auðvitað var enginn nálægt mér. Þannig leið mér. Það kom mikill smellur og ég veit ekki einu sinni hvar hásinin mín er. Ég er nokkuð viss um að ég hafi slitið hásinina. Þetta var versta mögulega útkoman fyrir mig,“ sagði Rapinoe. WOKE Megan Rapinoe says that her torn achilles injury is proof that God doesn't exist. I mean, I don t deserve this, I ll tell you that much. I m not a religious person or anything, but if there is a God, this is proof that there isn t. pic.twitter.com/6GxEZfWifs— Brandon Tatum (@TheOfficerTatum) November 13, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira
Rapinoe sleit hásin eftir aðeins sex mínútur í úrslitaleik OL Reign og Gotham FC um bandaríska meistaratitilinn. OL Reign tapaði síðan leiknum án Rapinoe. Megan Rapinoe gerði sér strax grein fyrir því að hásin væri slitin. EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Rapinoe fór mikinn á blaðamannafundi eftir leikinn og hún talaði þar meðal annars um það hún ætlaði að koma sér í Aaron Rodgers meðferðina. NFL stjarnan hefur átt ótrúlega endurkomu eftir að hafa slitið hásin í byrjun september. Rapinoe ætlar að heyra í Rodgers og fá að vita hver framkvæmdi aðgerðina á honum. Það var þó ekki þau ummæli sem vöktu mesta athygli heldur en önnur enn bitastæðari. „Ég á þetta ekki skilið. Ég get alla vega sagt það. Ég er ekki trúuð manneskja eða þannig en ef það væri til guð þá sannar þetta það að guð er ekki til,“ sagði Megan Rapinoe. „Þetta er út í hött. Þetta er algjörlega fáránlegt. Sex mínútur liðnar af leiknum og ég slít hásina mína,“ sagði Rapinoe. Rapinoe vissi strax hvað hefði gerst og átti mjög erfitt með sig þegar henni var hjálpað af velli enda vonbrigðin gríðarleg. „Allir segja alltaf: Hver sparkaði í mig? Auðvitað var enginn nálægt mér. Þannig leið mér. Það kom mikill smellur og ég veit ekki einu sinni hvar hásinin mín er. Ég er nokkuð viss um að ég hafi slitið hásinina. Þetta var versta mögulega útkoman fyrir mig,“ sagði Rapinoe. WOKE Megan Rapinoe says that her torn achilles injury is proof that God doesn't exist. I mean, I don t deserve this, I ll tell you that much. I m not a religious person or anything, but if there is a God, this is proof that there isn t. pic.twitter.com/6GxEZfWifs— Brandon Tatum (@TheOfficerTatum) November 13, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira