Rapinoe: Þetta sannar það að guð er ekki til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 10:00 Megan Rapinoe situr á grasinu. Sex mínútur liðnar af úrslitaleiknum og hún búin að slíta hásin. Getty/Meg Oliphant Bandaríska fótboltakonan Megan Rapinoe átti möguleika á því að enda stórkostlegan feril sinn á besta mögulega hátt eða með því að vinna titil í lokaleik ferilsins. Í stað þess upplifði hún sannkallaða martröð. Rapinoe sleit hásin eftir aðeins sex mínútur í úrslitaleik OL Reign og Gotham FC um bandaríska meistaratitilinn. OL Reign tapaði síðan leiknum án Rapinoe. Megan Rapinoe gerði sér strax grein fyrir því að hásin væri slitin. EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Rapinoe fór mikinn á blaðamannafundi eftir leikinn og hún talaði þar meðal annars um það hún ætlaði að koma sér í Aaron Rodgers meðferðina. NFL stjarnan hefur átt ótrúlega endurkomu eftir að hafa slitið hásin í byrjun september. Rapinoe ætlar að heyra í Rodgers og fá að vita hver framkvæmdi aðgerðina á honum. Það var þó ekki þau ummæli sem vöktu mesta athygli heldur en önnur enn bitastæðari. „Ég á þetta ekki skilið. Ég get alla vega sagt það. Ég er ekki trúuð manneskja eða þannig en ef það væri til guð þá sannar þetta það að guð er ekki til,“ sagði Megan Rapinoe. „Þetta er út í hött. Þetta er algjörlega fáránlegt. Sex mínútur liðnar af leiknum og ég slít hásina mína,“ sagði Rapinoe. Rapinoe vissi strax hvað hefði gerst og átti mjög erfitt með sig þegar henni var hjálpað af velli enda vonbrigðin gríðarleg. „Allir segja alltaf: Hver sparkaði í mig? Auðvitað var enginn nálægt mér. Þannig leið mér. Það kom mikill smellur og ég veit ekki einu sinni hvar hásinin mín er. Ég er nokkuð viss um að ég hafi slitið hásinina. Þetta var versta mögulega útkoman fyrir mig,“ sagði Rapinoe. WOKE Megan Rapinoe says that her torn achilles injury is proof that God doesn't exist. I mean, I don t deserve this, I ll tell you that much. I m not a religious person or anything, but if there is a God, this is proof that there isn t. pic.twitter.com/6GxEZfWifs— Brandon Tatum (@TheOfficerTatum) November 13, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Rapinoe sleit hásin eftir aðeins sex mínútur í úrslitaleik OL Reign og Gotham FC um bandaríska meistaratitilinn. OL Reign tapaði síðan leiknum án Rapinoe. Megan Rapinoe gerði sér strax grein fyrir því að hásin væri slitin. EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Rapinoe fór mikinn á blaðamannafundi eftir leikinn og hún talaði þar meðal annars um það hún ætlaði að koma sér í Aaron Rodgers meðferðina. NFL stjarnan hefur átt ótrúlega endurkomu eftir að hafa slitið hásin í byrjun september. Rapinoe ætlar að heyra í Rodgers og fá að vita hver framkvæmdi aðgerðina á honum. Það var þó ekki þau ummæli sem vöktu mesta athygli heldur en önnur enn bitastæðari. „Ég á þetta ekki skilið. Ég get alla vega sagt það. Ég er ekki trúuð manneskja eða þannig en ef það væri til guð þá sannar þetta það að guð er ekki til,“ sagði Megan Rapinoe. „Þetta er út í hött. Þetta er algjörlega fáránlegt. Sex mínútur liðnar af leiknum og ég slít hásina mína,“ sagði Rapinoe. Rapinoe vissi strax hvað hefði gerst og átti mjög erfitt með sig þegar henni var hjálpað af velli enda vonbrigðin gríðarleg. „Allir segja alltaf: Hver sparkaði í mig? Auðvitað var enginn nálægt mér. Þannig leið mér. Það kom mikill smellur og ég veit ekki einu sinni hvar hásinin mín er. Ég er nokkuð viss um að ég hafi slitið hásinina. Þetta var versta mögulega útkoman fyrir mig,“ sagði Rapinoe. WOKE Megan Rapinoe says that her torn achilles injury is proof that God doesn't exist. I mean, I don t deserve this, I ll tell you that much. I m not a religious person or anything, but if there is a God, this is proof that there isn t. pic.twitter.com/6GxEZfWifs— Brandon Tatum (@TheOfficerTatum) November 13, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti