Vernd mannlegra innviða á Reykjanesi Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 14. nóvember 2023 10:31 Íbúar Grindavíkur eru þessa dagana að ganga í gegnum mikið sálrænt áfall. Það er búið að kippa undan þeim þeirra grunnöryggi. Jörðin hefur bókstaflega rofnað fyrir framan þau. Heimilin þeirra eru að slitna í sundur og sökkva ofan í jörðina. Ég er að reyna að ímynda mér hvernig það væri ef ég hefði þurft að ganga út af heimilinu mínu á föstudaginn sl. Og ekki vitað hvort eða hvenær ég gæti snúið til baka. Eða hvað ég myndi taka með mér ef ég hefði fengið 5 mínútur til að taka dót með mér út í óvissuna. Ofan á þetta bætist við óvissa um atvinnu og afkomuótti. Ég fæ aukinn hjartslátt bara við tilhugsunina. Við treystum á öryggi Til þess að fara í gegnum okkar lífsins daga þurfum við að treysta. Við þurfum að treysta ákveðnu lögmáli um að umhverfið og samfélagið sem við lifum í sé í grunninn réttlátt og öruggt. Við þurfum að treysta því að almennt séð sé annað fólk gott og fari eftir lögum og reglum. Við þurfum að treysta því að geta gengið um án þess að til dæmis jörðin opnist og þar myndist gat ofan í iðrar hennar. Ef það verður rof á þessu grunntrausti þá verður til áfall*. Því áfall lamar alla fyrri þekkingu um öruggan heim. Ég las færslu á Facebook hjá ungri konu úr Grindavík sem er komin í öruggt skjól með fjölskylduna sína. Hún talar um að hana langi samt bara svo heim til sín. Drekka morgun kaffibollann sinn í eldhúsinu sínu, byrja að huga að jólaskreytingum heima í stofunni, sofna og vakna í rúminu sínu. Því þetta er öryggið í hennar heimsmynd. Núna er búið að höggva á það. Það þarf líka að grípa fólk Í fréttatímum gærdagsins fengum við að sjá rifurnar og götin sem hafa myndast á húsum, götum og lóðum í Grindavík eftir jarðskjálftana sl. dagana, auk þess að sjá íbúa Grindavíkur í langri bílaröð að bíða eftir sínum 5 mínútum á heimili sínu og sækja nauðsynjar og nokkrir komu í viðtal í eðlilegri geðshræringu og töluðu um vanmáttinn sem þau upplifa. Við fengum líka fregnir af því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp forsætisráðherra til laga um vernd innviða á Reykjanesi. Þetta er að mínu mati sjálfsagt og mikilvægt frumvarp og gott að sjá að einróma samhugur ráði ferð. Mig langar samt að biðla til ykkar sem farið með ákvörðunarvaldið í okkar landi að huga líka að vernd mannlegra innviða á Suðurnesjum. Það að fjárfesta í mannlegum innviðum borgar sig margfalt til framtíðar.. Áföll geta haft víðtækar afleiðingar, orsakað líkamlega og geðræna sjúkdóma, fíknivanda og örorku. Kostnaður samfélagsins vegna áfalla nema tæplega 100 milljarða árlega og birtist í auknum útgjöldum heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, í félagslegri þjónustu og réttarvörslukerfinu. Íbúar Grindavíkur eru að upplifa áfall sem mun hafa áhrif á þau til frambúðar. Það getur skipt sköpum að grípa þetta fólk með markvissum sálrænum stuðningi strax og á næstu misserum. Vonandi fáum við að sjá frumvarp til laga um vernd mannlegra innviða á Reykjanesi. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum. *Áfall (e. trauma), er markandi upplifun/reynsla af atburði eða samskiptum (ofbeldi) þar sem sá/sú sem fyrir verður upplifir afgerandi hjálparleysi, yfirþyrmandi lífs- og öryggisógn gagnvart sjálfum sér eða öðrum án þess að geta komið nokkrum vörnum við. *Samfélagsleg áföll (e. collective trauma) aftur á móti verða vegna atburða sem hafa gífurleg áhrif á tiltekið samfélag eins og bæjarfélag eða landssvæði, með því að rjúfa eða laska verulega tengsl einstaklinga í samfélaginu og skapa aðstæður sem geta ógnað lífi og heilsu þeirra, umhverfi og eignum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Íbúar Grindavíkur eru þessa dagana að ganga í gegnum mikið sálrænt áfall. Það er búið að kippa undan þeim þeirra grunnöryggi. Jörðin hefur bókstaflega rofnað fyrir framan þau. Heimilin þeirra eru að slitna í sundur og sökkva ofan í jörðina. Ég er að reyna að ímynda mér hvernig það væri ef ég hefði þurft að ganga út af heimilinu mínu á föstudaginn sl. Og ekki vitað hvort eða hvenær ég gæti snúið til baka. Eða hvað ég myndi taka með mér ef ég hefði fengið 5 mínútur til að taka dót með mér út í óvissuna. Ofan á þetta bætist við óvissa um atvinnu og afkomuótti. Ég fæ aukinn hjartslátt bara við tilhugsunina. Við treystum á öryggi Til þess að fara í gegnum okkar lífsins daga þurfum við að treysta. Við þurfum að treysta ákveðnu lögmáli um að umhverfið og samfélagið sem við lifum í sé í grunninn réttlátt og öruggt. Við þurfum að treysta því að almennt séð sé annað fólk gott og fari eftir lögum og reglum. Við þurfum að treysta því að geta gengið um án þess að til dæmis jörðin opnist og þar myndist gat ofan í iðrar hennar. Ef það verður rof á þessu grunntrausti þá verður til áfall*. Því áfall lamar alla fyrri þekkingu um öruggan heim. Ég las færslu á Facebook hjá ungri konu úr Grindavík sem er komin í öruggt skjól með fjölskylduna sína. Hún talar um að hana langi samt bara svo heim til sín. Drekka morgun kaffibollann sinn í eldhúsinu sínu, byrja að huga að jólaskreytingum heima í stofunni, sofna og vakna í rúminu sínu. Því þetta er öryggið í hennar heimsmynd. Núna er búið að höggva á það. Það þarf líka að grípa fólk Í fréttatímum gærdagsins fengum við að sjá rifurnar og götin sem hafa myndast á húsum, götum og lóðum í Grindavík eftir jarðskjálftana sl. dagana, auk þess að sjá íbúa Grindavíkur í langri bílaröð að bíða eftir sínum 5 mínútum á heimili sínu og sækja nauðsynjar og nokkrir komu í viðtal í eðlilegri geðshræringu og töluðu um vanmáttinn sem þau upplifa. Við fengum líka fregnir af því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp forsætisráðherra til laga um vernd innviða á Reykjanesi. Þetta er að mínu mati sjálfsagt og mikilvægt frumvarp og gott að sjá að einróma samhugur ráði ferð. Mig langar samt að biðla til ykkar sem farið með ákvörðunarvaldið í okkar landi að huga líka að vernd mannlegra innviða á Suðurnesjum. Það að fjárfesta í mannlegum innviðum borgar sig margfalt til framtíðar.. Áföll geta haft víðtækar afleiðingar, orsakað líkamlega og geðræna sjúkdóma, fíknivanda og örorku. Kostnaður samfélagsins vegna áfalla nema tæplega 100 milljarða árlega og birtist í auknum útgjöldum heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, í félagslegri þjónustu og réttarvörslukerfinu. Íbúar Grindavíkur eru að upplifa áfall sem mun hafa áhrif á þau til frambúðar. Það getur skipt sköpum að grípa þetta fólk með markvissum sálrænum stuðningi strax og á næstu misserum. Vonandi fáum við að sjá frumvarp til laga um vernd mannlegra innviða á Reykjanesi. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum. *Áfall (e. trauma), er markandi upplifun/reynsla af atburði eða samskiptum (ofbeldi) þar sem sá/sú sem fyrir verður upplifir afgerandi hjálparleysi, yfirþyrmandi lífs- og öryggisógn gagnvart sjálfum sér eða öðrum án þess að geta komið nokkrum vörnum við. *Samfélagsleg áföll (e. collective trauma) aftur á móti verða vegna atburða sem hafa gífurleg áhrif á tiltekið samfélag eins og bæjarfélag eða landssvæði, með því að rjúfa eða laska verulega tengsl einstaklinga í samfélaginu og skapa aðstæður sem geta ógnað lífi og heilsu þeirra, umhverfi og eignum.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun