Sér fram á efnahagslega þungar aðgerðir Sunna Sæmundsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 14. nóvember 2023 12:03 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir unnið að því að kortleggja laust húsnæði fyrir Grindvíkinga. Vísir/Vilhelm Horft er til fordæma úr heimsfaraldrinum nú þegar unnið er að lausn til að tryggja afkomu Grindvíkinga á meðan rýmingu stendur. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar og að mögulega þurfi að ráðst í víðtæka uppbyggingu á húsnæði. Til stendur að opna samkomustað fyrir Grindvíkinga. Í nótt og í morgun hefur verið unnið að efnisflutningi frá Stapafelli og að Svartsengi þar sem reisa á varnargarða til verndar virkjuninni og Bláa lóninu. Verktakar gera ráð fyrir að leyfi til að hefja framkvæmdir fáist um hádegisbilið og til stendur að byrja á varnargarði milli Svartsengis og Sundhnúkagígaraðarinnar. Staða Grindvíkinga var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sveitarfélög vinni að því í samvinnu við innviðaráðuneytið að kortleggja húsnæði sem er á lausu. 1200 heimili standa mannlaus í Grindavík, samfélagi þar sem búa um 3800 manns þar af 800 börn. „Og hvernig unnt er að koma því fyrir að Grindvíkingar geti komið sér fyrir einhvers staðar að minnsta kosti á meðan rýmingu stendur, sem við vitum auðvitað enn ekki hversu lengi mun standa yfir.“ Vonir standi að sjálfsögðu til þess að Grindvíkingar geti snúið aftur heim en Katrín segir stjórnvöld þó einnig vera að rifja upp þær aðgerðir sem ráðist var í eftir Vestmannaeyjagosið með uppbyggingu viðlagasjóðshúsa. „Og að sjálfsögðu er sú sviðsmynd uppi að ráðast þurfi í víðtæka uppbyggingu á húsnæði í tengslum við þessa atburði en við vonum enn það besta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar.Vísir/Vilhelm Þá hafa stjórnvöld fundað með Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögum um sértaka lausn til þess að tryggja megi afkomu fólks á meðan rýmingu stendur. „Við eigum auðvitað ýmis fordæmi úr heimsfaraldri þannig að það er verið að skoða þau fordæmi og vinna að slíkri lausn.“ Opna samkomustað í vikunni Einnig er skólaganga grindvískra barna til skoðunar. Katrín bendir á að íbúar séu nú á víð og dreif í mörgum bæjarfélögum og að skólamálayfirvöld í Grindavík séu að meta hvaða leiðir henti best. Þá er stefnt að því að opna í vikunni samkomustað fyrir Grindvíkinga, þar sem þeir geta nálgast þjónustu og áfallahjálp. Í minnihlutaáliti Pírata, Flokks fólksins og Miðflokksins um frumvarp um byggingu varnargarða er gagnrýnt að hann sé fjármagnaður með nýjum skatti í stað þess að ríkissjóður fjármagni framkvæmdina. Katrtín bendir á að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar. „Varnargarður er bara brot af þeim kostnaði sem þarf að ráðast í hér vegna þess tjóns sem þegar er orðið. Það sem okkur fannst mikilvægt var að tryggja að þessi framkvæmd væri fjármögnuð með gjaldi sem er lágt, nemur kannski fimm þúsund krónum á fasteign sem er sextíu milljónir á brunabótamati á ári, og byggja þannig upp þennan tekjustofn til þess að ráðast í forvarnaraðgerðir. Það er hins vegar ljóst að allir aðilar munu þurfa leggja töluvert af mörkum til þess að mæta þeim kostnaði sem verður af þessum hamförum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Í nótt og í morgun hefur verið unnið að efnisflutningi frá Stapafelli og að Svartsengi þar sem reisa á varnargarða til verndar virkjuninni og Bláa lóninu. Verktakar gera ráð fyrir að leyfi til að hefja framkvæmdir fáist um hádegisbilið og til stendur að byrja á varnargarði milli Svartsengis og Sundhnúkagígaraðarinnar. Staða Grindvíkinga var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sveitarfélög vinni að því í samvinnu við innviðaráðuneytið að kortleggja húsnæði sem er á lausu. 1200 heimili standa mannlaus í Grindavík, samfélagi þar sem búa um 3800 manns þar af 800 börn. „Og hvernig unnt er að koma því fyrir að Grindvíkingar geti komið sér fyrir einhvers staðar að minnsta kosti á meðan rýmingu stendur, sem við vitum auðvitað enn ekki hversu lengi mun standa yfir.“ Vonir standi að sjálfsögðu til þess að Grindvíkingar geti snúið aftur heim en Katrín segir stjórnvöld þó einnig vera að rifja upp þær aðgerðir sem ráðist var í eftir Vestmannaeyjagosið með uppbyggingu viðlagasjóðshúsa. „Og að sjálfsögðu er sú sviðsmynd uppi að ráðast þurfi í víðtæka uppbyggingu á húsnæði í tengslum við þessa atburði en við vonum enn það besta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar.Vísir/Vilhelm Þá hafa stjórnvöld fundað með Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögum um sértaka lausn til þess að tryggja megi afkomu fólks á meðan rýmingu stendur. „Við eigum auðvitað ýmis fordæmi úr heimsfaraldri þannig að það er verið að skoða þau fordæmi og vinna að slíkri lausn.“ Opna samkomustað í vikunni Einnig er skólaganga grindvískra barna til skoðunar. Katrín bendir á að íbúar séu nú á víð og dreif í mörgum bæjarfélögum og að skólamálayfirvöld í Grindavík séu að meta hvaða leiðir henti best. Þá er stefnt að því að opna í vikunni samkomustað fyrir Grindvíkinga, þar sem þeir geta nálgast þjónustu og áfallahjálp. Í minnihlutaáliti Pírata, Flokks fólksins og Miðflokksins um frumvarp um byggingu varnargarða er gagnrýnt að hann sé fjármagnaður með nýjum skatti í stað þess að ríkissjóður fjármagni framkvæmdina. Katrtín bendir á að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar. „Varnargarður er bara brot af þeim kostnaði sem þarf að ráðast í hér vegna þess tjóns sem þegar er orðið. Það sem okkur fannst mikilvægt var að tryggja að þessi framkvæmd væri fjármögnuð með gjaldi sem er lágt, nemur kannski fimm þúsund krónum á fasteign sem er sextíu milljónir á brunabótamati á ári, og byggja þannig upp þennan tekjustofn til þess að ráðast í forvarnaraðgerðir. Það er hins vegar ljóst að allir aðilar munu þurfa leggja töluvert af mörkum til þess að mæta þeim kostnaði sem verður af þessum hamförum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira