„Saman erum við náttúruafl“ Íris Hauksdóttir skrifar 14. nóvember 2023 18:00 Stjórn Women Tech Iceland: Paula Gould, Ingibjörg Lilja, Þóra Óskarsdóttir, Randi Stebbins, Valenttina Griffin, Alondra Silva Muñoz og Ólöf Kristjánsdóttir. Norrænu tækniverðlaunin Nordic Women in Tech Awards 2023 voru afhent í Hörpu fyrr í mánuðinum. Verðlaunin eru tileinkuð kvenleiðtogum og nýjum leiðtogum í tækni á þvert á Norðurlöndin. Meðal þeirra 260 gesta sem mættu voru Eliza Reid forsetafrú Íslands og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem opnaði hátíðina. Sendiherrar og sendifulltrúar allra Norðurlandanna voru einnig viðstaddir ásamt fjölmiðlafulltrúum og samstarfsaðila. Eliza Reid forsetafrú Íslands setti hátíðina. Áslaug Arna hélt magnaða ræðu að vanda. Dómararnir áttu létt verk fyrir höndum Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards, segir Íslendinga hafa sýnt stuðning í verki með aðkomu sinni að hátíðinni. Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards. „Umgjörðin í Hörpu er mögnuð andrúmsloftið frábært þar sem ríkti mikil og hvetjandi stemning meðal gesta. Sjálf á ég afar auðvelt með að heillast af þeim konum sem tilnefndar eru hverju sinni en dómarar þessa árs áttu í rauninni létt verk fyrir höndum. Framúrskarandi konur frá norðurlöndunum kepptust um viðurkenningu fyrir leiðtogastörf sín. Sérhver sigurvegari, sem og allar konur í úrslitum eru leiðtogar á sínu sviði. Það er okkur sönn ánægja að veita þeim viðurkenningu fyrir störf sín, leiðsögn og frumkvæði. Við hlökkum til að sjá öll í Noregi á næsta ári.“ Heiðra framúrskarandi fyrirmyndir Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Ingibjörg Lilja Þórmundardóttir, mannauðsstjóri Helix Health og stjórnarkona WTI segir það ótrúlegan heiður að fá verðlaunaafhendinguna til Íslands. Ingibjörg Lilja ásamt Marianne Andersen, CEO, High5Girls, hún stóð uppi sem sigurvegari í flokknum: Women in Tech Advocate of the year. „Þetta var valdeflandi kvöld þar sem við fögnuðum konum í tæknigeiranum. Það er mikilvægt að staldra við og heiðra kvenkyns fyrirmyndir sem eru að gera framúrskarandi hluti. Í atvinnugrein sem er að stærstu leyti rekinn er af körlum verðum við að skapa öflug tengsl milli kvenna í geiranum.“ Sigur okkar allra Sjálf var Ingibjörg tilnefnd til verðlaunanna en komast því miður ekki í loka úrtakið. Hún segir samstöðuna sem ríkti í Hörpu þetta kvöld hafa verið ólýsanlega. Verðlaunahátíðin var hin glæsilegasta en hún var haldin í Hörpu. „Það er svo mikilvægt að við konur lærum af reynslu hver annarrar. Sækjum innblástur og vinnum samstíga að markmiðum okkar. Síðast en ekki síst verðum við að veita stuðning og veita hver annarri vængi. Saman erum við nefnilega náttúruafl og mesti sigurinn er að sjá konu í geiranum ná árangri því það er sigur okkar allra.“ Hér má sjá sigurvegara kvöldsins. Lista yfir verðlaunahafa hátíðarinnar má nálgast HÉR en myndir frá hátíðinni má sjá hér fyrir neðan. Hátíðarræða Áslaugar Örnu. Gestir flykktust í Hörpu. Prúðbúnir gestir. Forsetafrúin í góðum félagsskap. Heimsþing kvenleiðtoga Harpa Upplýsingatækni Samkvæmislífið Jafnréttismál Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Meðal þeirra 260 gesta sem mættu voru Eliza Reid forsetafrú Íslands og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem opnaði hátíðina. Sendiherrar og sendifulltrúar allra Norðurlandanna voru einnig viðstaddir ásamt fjölmiðlafulltrúum og samstarfsaðila. Eliza Reid forsetafrú Íslands setti hátíðina. Áslaug Arna hélt magnaða ræðu að vanda. Dómararnir áttu létt verk fyrir höndum Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards, segir Íslendinga hafa sýnt stuðning í verki með aðkomu sinni að hátíðinni. Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards. „Umgjörðin í Hörpu er mögnuð andrúmsloftið frábært þar sem ríkti mikil og hvetjandi stemning meðal gesta. Sjálf á ég afar auðvelt með að heillast af þeim konum sem tilnefndar eru hverju sinni en dómarar þessa árs áttu í rauninni létt verk fyrir höndum. Framúrskarandi konur frá norðurlöndunum kepptust um viðurkenningu fyrir leiðtogastörf sín. Sérhver sigurvegari, sem og allar konur í úrslitum eru leiðtogar á sínu sviði. Það er okkur sönn ánægja að veita þeim viðurkenningu fyrir störf sín, leiðsögn og frumkvæði. Við hlökkum til að sjá öll í Noregi á næsta ári.“ Heiðra framúrskarandi fyrirmyndir Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Ingibjörg Lilja Þórmundardóttir, mannauðsstjóri Helix Health og stjórnarkona WTI segir það ótrúlegan heiður að fá verðlaunaafhendinguna til Íslands. Ingibjörg Lilja ásamt Marianne Andersen, CEO, High5Girls, hún stóð uppi sem sigurvegari í flokknum: Women in Tech Advocate of the year. „Þetta var valdeflandi kvöld þar sem við fögnuðum konum í tæknigeiranum. Það er mikilvægt að staldra við og heiðra kvenkyns fyrirmyndir sem eru að gera framúrskarandi hluti. Í atvinnugrein sem er að stærstu leyti rekinn er af körlum verðum við að skapa öflug tengsl milli kvenna í geiranum.“ Sigur okkar allra Sjálf var Ingibjörg tilnefnd til verðlaunanna en komast því miður ekki í loka úrtakið. Hún segir samstöðuna sem ríkti í Hörpu þetta kvöld hafa verið ólýsanlega. Verðlaunahátíðin var hin glæsilegasta en hún var haldin í Hörpu. „Það er svo mikilvægt að við konur lærum af reynslu hver annarrar. Sækjum innblástur og vinnum samstíga að markmiðum okkar. Síðast en ekki síst verðum við að veita stuðning og veita hver annarri vængi. Saman erum við nefnilega náttúruafl og mesti sigurinn er að sjá konu í geiranum ná árangri því það er sigur okkar allra.“ Hér má sjá sigurvegara kvöldsins. Lista yfir verðlaunahafa hátíðarinnar má nálgast HÉR en myndir frá hátíðinni má sjá hér fyrir neðan. Hátíðarræða Áslaugar Örnu. Gestir flykktust í Hörpu. Prúðbúnir gestir. Forsetafrúin í góðum félagsskap.
Heimsþing kvenleiðtoga Harpa Upplýsingatækni Samkvæmislífið Jafnréttismál Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira