Sérstakt að verða heimsmeistari í nánast tómri höll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2023 10:00 Janus Daði Smárason kom til Magdeburg fyrir tímabilið eftir ársdvöl hjá Kolstad í Noregi. getty/Mario Hommes Janus Daði Smárason vann sinn fyrsta titil með Magdeburg þegar liðið varð heimsmeistari félagsliða þriðja árið í röð um helgina. Hann nýtur sín vel hjá þýska stórliðinu en hefur varla haft tíma til anda síðan hann kom, enda nóg að gera. Magdeburg vann Füchse Berlin, 34-32, eftir framlengingu í úrslitaleik HM félagsliða á sunnudaginn. Janus skoraði sjö mörk í leiknum og var valinn í úrvalslið mótsins ásamt Ómari Inga Magnússyni. HM félagsliða fór að þessu sinni fram í Sádi-Arabíu en þangað fóru Janus og Ómar Ingi eftir að hafa verið hér á landi með landsliðinu. „Vikan var nú róleg. Við spiluðum á móti áströlsku liði og liði frá Sádi-Arabíu sem voru ekkert voða sérstök. Þess á milli ertu í sjúkraþjálfun og láta þér leiðast inni á hótelherbergi. Maður kíkti svo í sólina í hálftíma á frídögum,“ sagði Janus í samtali við Vísi. Magdeburg vann Khaleej Club frá Sádi-Arabíu, 29-20, og University of Queensland Handball Club frá Ástralíu, 57-14. Sænski hornamaðurinn Daniel Pettersson skoraði hvorki fleiri né færri en 26 mörk í leiknum. Um helgina tók svo alvaran við. Magdeburg vann Kielce í undanúrslitunum á laugardaginn, 28-24, og svo Füchse Berlin á sunnudaginn eins og áður sagði. Stemmningin í höllinni var þó æði sérstök enda fáir sem engir áhorfendur viðstaddir. „Það var sérstakt að spila úrslitaleik og höllin var nánast tóm þannig séð. Þetta er sérstakt mót upp á það að gera. En úrslitaleikur er alltaf úrslitaleikur og á einhverjum tímapunkti kemur úrslitaleiksandrúmsloft innan liðsins og inni á vellinum og hlutirnir fara að skipta meira og meira máli. Og þegar þú ert á þannig stað er alltaf gaman að spila handbolta,“ sagði Janus. Vörnin hélt lengur En hvað skildi á milli í úrslitaleiknum? „Við gerðum fá tæknimistök og héldum aga. Og í lokin hélt vörnin hjá okkur lengur en vörnin hjá þeim. Það var munurinn,“ svaraði Janus sem var ekkert endilega á því að úrslitaleikurinn hafi verið hans besti í búningi Magdeburg. „Ég veit það ekki. Ekkert frekar. Það er bara gaman að vera inn á, spila og skipta máli.“ Helvíti magnað Sem fyrr sagði hefur Magdeburg unnið heimsmeistaratitil félagsliða þrjú ár í röð. „Það er helvíti magnað. Til að vera á þessu móti þarftu að vinna eitthvað. Að taka þátt á mótinu er nógu erfitt en að vinna þetta þrisvar í röð er vel af sér vikið,“ sagði Janus. Janus Daði og félagar eru í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.getty/Mario Hommes Selfyssingurinn gekk í raðir Magdeburg í sumar frá Noregsmeisturum Kolstad sem lentu í alvarlegum fjárhagskröggum. Janus kann vel við sig hjá Magdeburg sem fékk hann þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist. Sem betur fer það sem maður kann og er góður í „Fyrst var maður á hóteli og hægt og rólega fann maður sér stað til að búa á og kom sér fyrir. Ég er heppinn að vera með Ómar hérna. Gísli hefur verið mikið í endurhæfingu. Svo eru þetta mikið af Skandinövum sem ég þekki en síðan er þetta bara handbolti og það er það sem maður kann sem betur fer og er góður í. Það var þannig séð lítið mál að koma sér fyrir,“ sagði Janus. Janus Daði var valinn í úrvalslið HM félagsliða.getty/Mario Hommes „Það er svo mikið að gera, margir leikir og við í mörgum keppnum að þú hefur einhvern veginn ekki tíma til að aðlagast ekki.“ Næsti leikur Magdeburg er gegn GOG í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Þýski handboltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Magdeburg vann Füchse Berlin, 34-32, eftir framlengingu í úrslitaleik HM félagsliða á sunnudaginn. Janus skoraði sjö mörk í leiknum og var valinn í úrvalslið mótsins ásamt Ómari Inga Magnússyni. HM félagsliða fór að þessu sinni fram í Sádi-Arabíu en þangað fóru Janus og Ómar Ingi eftir að hafa verið hér á landi með landsliðinu. „Vikan var nú róleg. Við spiluðum á móti áströlsku liði og liði frá Sádi-Arabíu sem voru ekkert voða sérstök. Þess á milli ertu í sjúkraþjálfun og láta þér leiðast inni á hótelherbergi. Maður kíkti svo í sólina í hálftíma á frídögum,“ sagði Janus í samtali við Vísi. Magdeburg vann Khaleej Club frá Sádi-Arabíu, 29-20, og University of Queensland Handball Club frá Ástralíu, 57-14. Sænski hornamaðurinn Daniel Pettersson skoraði hvorki fleiri né færri en 26 mörk í leiknum. Um helgina tók svo alvaran við. Magdeburg vann Kielce í undanúrslitunum á laugardaginn, 28-24, og svo Füchse Berlin á sunnudaginn eins og áður sagði. Stemmningin í höllinni var þó æði sérstök enda fáir sem engir áhorfendur viðstaddir. „Það var sérstakt að spila úrslitaleik og höllin var nánast tóm þannig séð. Þetta er sérstakt mót upp á það að gera. En úrslitaleikur er alltaf úrslitaleikur og á einhverjum tímapunkti kemur úrslitaleiksandrúmsloft innan liðsins og inni á vellinum og hlutirnir fara að skipta meira og meira máli. Og þegar þú ert á þannig stað er alltaf gaman að spila handbolta,“ sagði Janus. Vörnin hélt lengur En hvað skildi á milli í úrslitaleiknum? „Við gerðum fá tæknimistök og héldum aga. Og í lokin hélt vörnin hjá okkur lengur en vörnin hjá þeim. Það var munurinn,“ svaraði Janus sem var ekkert endilega á því að úrslitaleikurinn hafi verið hans besti í búningi Magdeburg. „Ég veit það ekki. Ekkert frekar. Það er bara gaman að vera inn á, spila og skipta máli.“ Helvíti magnað Sem fyrr sagði hefur Magdeburg unnið heimsmeistaratitil félagsliða þrjú ár í röð. „Það er helvíti magnað. Til að vera á þessu móti þarftu að vinna eitthvað. Að taka þátt á mótinu er nógu erfitt en að vinna þetta þrisvar í röð er vel af sér vikið,“ sagði Janus. Janus Daði og félagar eru í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.getty/Mario Hommes Selfyssingurinn gekk í raðir Magdeburg í sumar frá Noregsmeisturum Kolstad sem lentu í alvarlegum fjárhagskröggum. Janus kann vel við sig hjá Magdeburg sem fékk hann þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist. Sem betur fer það sem maður kann og er góður í „Fyrst var maður á hóteli og hægt og rólega fann maður sér stað til að búa á og kom sér fyrir. Ég er heppinn að vera með Ómar hérna. Gísli hefur verið mikið í endurhæfingu. Svo eru þetta mikið af Skandinövum sem ég þekki en síðan er þetta bara handbolti og það er það sem maður kann sem betur fer og er góður í. Það var þannig séð lítið mál að koma sér fyrir,“ sagði Janus. Janus Daði var valinn í úrvalslið HM félagsliða.getty/Mario Hommes „Það er svo mikið að gera, margir leikir og við í mörgum keppnum að þú hefur einhvern veginn ekki tíma til að aðlagast ekki.“ Næsti leikur Magdeburg er gegn GOG í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.
Þýski handboltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira