„Drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. nóvember 2023 19:22 Þorvaldur fór meðal annars yfir hvar hann teldi líklegast að myndi gjósa, ef til eldgoss kemur. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir enn nokkuð langt í að Grindavík geti tekið á móti fólki. Hann segist telja líklegt að kvika sé nú á um hálfs kílómetra dýpi. „Skemmdirnar eru mjög miklar og atburðurinn er ekki búinn enn þá. Hann getur haldið áfram í einhverja daga, þannig að það er drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur,“ sagði Þorvaldur í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einhver fyrirstaða Á þriðja tímanum í dag var Grindavík skyndilega rýmd, þegar gögn úr gasmælum í bænum bentu til þess að brennisteinsdíoxíð hefði mælst. Um 80 manns voru í bænum til að vitja heimila sinna og helstu muna, en þurftu frá að hverfa vegna þessa. „Það hefur kvika verið að flæða inn í þennan kvikugang, og hann virðist vera kominn á mjög grunnt dýpi ef þetta er rétt, að brennisteinsdíoxíð hefur mælst inni í bænum.“ Þorvaldur áætlar miðað við það að kvikan sé á um 400 til 500 metra dýpi. Í Fagradalsfjalli hafi gasið tekið að losna þegar kvikan var á um 200 metra dýpi, en kvikan sem hér um ræðir haldi brennisteininum síður í sér og því komi hann fyrr út. „Það hlýtur að vera einhver þrýstingur upp á við, en einhver fyrirstaða er þarna inni í Grindavík því kvikan virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að koma upp,“ sagði Þorvaldur. Þetta sé einn af óvissuþáttunum í mögulegu eldgosi. Eitthvað virðist þó tefja kviku í að koma upp innan bæjarmarka Grindavíkur. Gamall sigdalur í Grindavík Ef til Eldgoss komi myndi sennilega gjósa norðan við Hagafell. Ef sú yrði raunin myndi hraun renna í átt að Grindavík. Varðandi landsig í Grindavík segir Þorvaldur greinilega gliðnun eiga sér stað. „Vesturhlutinn er að færast vestur og austurhlutinn austur. Þá myndast bil og þá sígur spildan sem er inni í,“ sagði Þorvaldur. Botninn á sigdalnum í Grindavík sé því að síga. „En þetta er gamall sigdalur, og hann hefur greinilega myndast fyrir gosið sem var fyrir 2000 árum og myndaði Sundhnúkaröðina. Hann virðist hafa orðið virkur aftur í þessum hamförum.“ Þorvaldur sagði erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. „Það er enn kvika að streyma inn í kvikuhólfið og það er upplyfting sem mælist líka alveg út í Eldvörp. Möguleikarnir eru að þetta bara deyi út, sem mér finnst ólíklegt á þessu stigi, hinn möguleikinn er að það komi gos upp í Sundhnúkagígaröðinni. Annar möguleikinn er að Eldvörp taki við sér og það gjósi þar,“ sagði Þorvaldur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
„Skemmdirnar eru mjög miklar og atburðurinn er ekki búinn enn þá. Hann getur haldið áfram í einhverja daga, þannig að það er drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur,“ sagði Þorvaldur í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einhver fyrirstaða Á þriðja tímanum í dag var Grindavík skyndilega rýmd, þegar gögn úr gasmælum í bænum bentu til þess að brennisteinsdíoxíð hefði mælst. Um 80 manns voru í bænum til að vitja heimila sinna og helstu muna, en þurftu frá að hverfa vegna þessa. „Það hefur kvika verið að flæða inn í þennan kvikugang, og hann virðist vera kominn á mjög grunnt dýpi ef þetta er rétt, að brennisteinsdíoxíð hefur mælst inni í bænum.“ Þorvaldur áætlar miðað við það að kvikan sé á um 400 til 500 metra dýpi. Í Fagradalsfjalli hafi gasið tekið að losna þegar kvikan var á um 200 metra dýpi, en kvikan sem hér um ræðir haldi brennisteininum síður í sér og því komi hann fyrr út. „Það hlýtur að vera einhver þrýstingur upp á við, en einhver fyrirstaða er þarna inni í Grindavík því kvikan virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að koma upp,“ sagði Þorvaldur. Þetta sé einn af óvissuþáttunum í mögulegu eldgosi. Eitthvað virðist þó tefja kviku í að koma upp innan bæjarmarka Grindavíkur. Gamall sigdalur í Grindavík Ef til Eldgoss komi myndi sennilega gjósa norðan við Hagafell. Ef sú yrði raunin myndi hraun renna í átt að Grindavík. Varðandi landsig í Grindavík segir Þorvaldur greinilega gliðnun eiga sér stað. „Vesturhlutinn er að færast vestur og austurhlutinn austur. Þá myndast bil og þá sígur spildan sem er inni í,“ sagði Þorvaldur. Botninn á sigdalnum í Grindavík sé því að síga. „En þetta er gamall sigdalur, og hann hefur greinilega myndast fyrir gosið sem var fyrir 2000 árum og myndaði Sundhnúkaröðina. Hann virðist hafa orðið virkur aftur í þessum hamförum.“ Þorvaldur sagði erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. „Það er enn kvika að streyma inn í kvikuhólfið og það er upplyfting sem mælist líka alveg út í Eldvörp. Möguleikarnir eru að þetta bara deyi út, sem mér finnst ólíklegt á þessu stigi, hinn möguleikinn er að það komi gos upp í Sundhnúkagígaröðinni. Annar möguleikinn er að Eldvörp taki við sér og það gjósi þar,“ sagði Þorvaldur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira